Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 21
Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Mikið úrval af piparkökumótum Sænska jólavaran komin Hæð 8 cm 2.500 kr/stk Sitjandi 7,5 cm 3.500 kr/stk Hæð 20 cm 4.900 kr/stk vegg. Ætli menn að gera þetta án þess að líða illa verða þeir að fylgja áætluninni.“ Sumir segja karlmenn með stóra og súrefnisfreka vöðva hugsanlega geta lent í meiri vandræð- um en þeir sem smærri eru, Bára og Örn eru ekki sannfærð um þetta. „Það er frekar okkar reynsla að þetta sé ófyrirsjáanlegt með öllu og hafi þegar á botninn er hvolft mestmegnis með aðlögunartímann að gera.“ Erfitt að sækja myndavélina Þetta er í þriðja sinn sem Bára fer svona hátt og Örn í annað sinn og fundu þau glöggt að æfingin skiptir máli. Allur hópurinn fór upp í grunnbúðir Everest en aðeins átta af átján upp á tind Kala Patthar. „Munurinn er ekki nema tæpir þrjú hundruð metrar en þegar komið er upp í þessa hæð munar verulega um hverja hundrað metra,“ segir Bára. Mikilvægt er að spara orkuna vel í svona mikilli hæð og Bára bendir á að hún hafi þurft að hugsa sig um áður en hún sótti myndavélina í bakpok- ann. Það eitt og sér hafi kostað vanlíðan í ein- hverjar mínútur. „Hvert skref er rosalega erf- itt,“ segir hún. Spurð hvort þau stefni fjallgönguskónum aftur til Himalaja svara Bára og Örn játandi. „Sumir í hópnum geta ekki hugsað sér að fara aftur, svo erfið var gangan. Ég væri á hinn bóginn alveg til í að gera það – og fara þá jafnvel aðeins hærra,“ segir Örn. Bára tekur í sama streng. „Ég gæti vel hugsað mér að fara aðeins ofar. Eftir að hafa komið þarna ber ég ennþá meiri virðingu fyrir þeim sem gengið hafa alla leið á tind Everest. Það er ótrúlegt afrek.“ Bára, Örn og hópurinn allur í grunnbúðum Eve- rest. Samtals átján manns. Burðarmenn báru ólíklegustu hluti upp í fjöllin enda engin farartæki á öllu Everest-svæðinu Nepalmegin. Bara jakuxar, asnar og tveir jafnfljótir. Margir báru byggingarefni eins og hér sést, nokkrar timburplötur og bárujárn sett á milli. 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.