Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Heilsa og hreyfing M atreiðslubókin Af bestu lyst 4 kom nýverið út en í henni ritar Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur og prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, ítarlegan inngang. Heiða Björg Hilmisdóttir er síðan höfundur uppskriftanna. Inngangs- textinn sem spannar tólf síður með fallegum myndum fjallar um fjöl- margt sem tengist heilsu og nær- ingu á skemmtilegan hátt. Þarna eru mörg góð ráð fyrir venjulegt fólk sem vill lifa heilsusamlegu lífi. „Þetta er dálítið stór partur af bókinni. Það er tilgangur með þess- ari bók umfram það að gefa upp- skriftir að hollum og góðum mat,“ segir Laufey og rifjar upp fyrstu bókina í þessari röð, Af bestu lyst, sem kom út árið 1993. „Ég kom verulega að gerð hennar og þá vor- um við líka með skilaboð og þau voru að það væri hægt að búa til hollan mat sem væri líka góður. Þá var þessi lumma í gangi að allt sem væri hollt væri vont og allt gott væri óhollt,“ segir Laufey og hlær, en á þessum tíma þótti ekki mjög söluvænlegt að leggja slíka ofur- áherslu á hollustu réttanna. „Við reyndum að sýna fram á að þetta væri ekki svo og ég held að það hafi tekist og núna finnst öllum þetta fáránlegt. Það hefur mjög margt breyst á þessum tíma,“ segir hún en þessi bók var byrjunin á ákveðinni vitundarvakningu. Vitum meira um mat en pillur Eitt helsta þemað í þessari bók er einfaldlega áhersla á matinn. „Gott og vandað, venjulegt hráefni er ódýrara, umhverfisvænna og hollara en allt duftið, pillurnar og maukið. Það vill svo til að við vitum meira um hollustu matvæla en fæðubótar- efna, hvort heldur er andoxunarefna eða annarra efna sem búið er að vinna úr matnum og steypa í pillur,“ skrifar Laufey. „Það spretta sífellt upp nýjar ofurfæðistegundir, sem við höfum aldrei heyrt um áður en verða allt í einu alveg lífsnauðsynlegar, nýtt fræ, ber, ofurávöxtur eða eitthvað slíkt. Þetta er náttúrlega bara markaðssetning og sölumennska. Það er kannski allt gott að segja um þessar blessuðu vörur en það er líka allt gott að segja um okkar kræki- ber og hafragraut og margt venju- legt hráefni sem við þekkjum og er miklu ódýrara. Ég held að það eigi stóran þátt í því að fólk fórni hönd- um yfir því hvað hollustan sé dýr. Gott hráefni er yfirleitt dýrara en óvandað hráefni. Það verður varla umflúið. Flestum finnst grænmeti og ávextir kosta sitt og ég vil ekki gera lítið úr því,“ segir hún og út- skýrir að það þurfi ekki að kaupa sérstakar heilsuvörur í þar til merktum hillum. „Ég er ekki að segja að þetta séu ekki heilsu- samlegar vörur en þær þurfa ekkert endilega að vera heilsusamlegri.“ Hún minnist á í þessu sambandi að varla sé hægt að opna blað án þess að sjá auglýsingar um „alls kyns efni, belgi og seyði“. Tísku- straumar ráða miklu í heilsu- umfjöllun og bókasölu og detta teg- undir oft hratt í og úr tísku. Gerð og gæði fitu og kolvetna „Við vitum meira um mat í sjálfu sér og hverskonar mataræði tengist betri heilsu,“ segir hún og minnist á nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði og næringu sem voru kynntar seint á árinu 2013. Engin bylting er þó þar á ferð. Ein áherslubreytingin snýr að fitu og kolvetnum. Í fyrri ráðleggingum var lögð áhersla á að takmarka fitu og þá einkum harða fitu. Nú er meira rætt um gerð og gæði bæði fitu og kolvetna frekar en magn hvors um sig. Í því sambandi skiptir fyrst og fremst máli úr hvaða mat við fáum fituna og kolvetnin. Sérstaklega er bent á mikilvægi þess að velja gróft korn í stað kornvara úr fínmöluðu og sigtuðu hveiti og enn meiri áhersla er lögð á að spara sykurinn. Núna virðist önnur hver fullorðin manneskja sleppa brauði í mataræði sínu en Laufey segir að frekar þurfi að vanda valið á brauði en að sleppa því. „Að velja heldur þessi grófu brauð. Eitt grófasta brauðið sem við getum fengið er venjulegt rúgbrauð, sem er unnið úr heilkorni. Núna er- um við að leggja áherslu á hvernig kolvetni eru borðuð; þó það séu engin ný sannindi að gróf brauð séu hollari en þau fínu þá er ennþá meiri áhersla núna á þetta grófa.“ Börn og barnafjölskyldur Í bókinni er lögð áhersla á börn og barnafjölskyldur. „Þetta er samt enginn barnamatur sem eldra fólk hefur ekki ánægju af því að borða. Það er líka það sem við erum að reyna að gera, róa þetta niður að það þurfi að vera sérpakki fyrir alla. Börn geta borðað nánast hvaða mat MATREIÐSLUBÓKIN AF BESTU LYST 4 ER NÝKOMIN ÚT Rödd skyn- seminnar Morgunblaðið/Golli LAUFEYJU STEINGRÍMSDÓTTUR NÆRINGARFRÆÐING MÁ MEÐ SANNI KALLA RÖDD SKYNSEMINNAR. HÚN SEGIR AÐ ÞAÐ ÞURFI EKKI AÐ VERA DÝRT AÐ BORÐA HOLLT OG ÞAÐ SÉ EKKI NAUÐSYNLEGT AÐ ELTAST VIÐ NÝJUSTU OFUR- FÆÐUNA EÐA KAUPA BARA SÉRMERKTAR HEILSUVÖRUR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Laufey er prófessor við Háskóla Íslands en hún útskrifaðist með doktorspróf frá Col- umbia-háskóla í New York árið 1979. sem er, það eru alyngstu börnin sem þarf að taka tillit til og þá sýn- um við í uppskriftunum hvernig hægt er að taka frá fyrir þau. Það þarf ekki að fara bæinn á enda til að kaupa sérstaka olíu fyrir ung- barnið. Við reynum að hafa þetta einfalt án þess að hafa það óspenn- andi. Áherslan er á mat sem kostar ekki of mikið.“ Oft er rætt um að það sé svo dýrt að borða hollt og vissulega er valið erfiðast fyrir þá efnaminnstu. Lauf- ey segir að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands sé það nú samt þannig að meira af heim- ilispeningunum fari í sætindi og slíkt heldur en grænmetið. „Lang- flestir hafa eitthvert val. Þetta er svolítið umhugsunarefni. Kjötið er síðan dýrasti pósturinn enda dýrt að framleiða kjöt. Við getum flest kom- ist af með að borða minna kjöt, fækka kjötmáltíðum eða minnka kjötskammtinn. Það er ekki síður hollt og ódýrara.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru grænmetiskaup aðeins rúmlega 1% af heildarútgjöldum borið saman við 2,8% vegna kjötkaupa og 1,5% vegna sælgætis og sykurs. Óhætt er að segja að Laufey sé rödd skynseminnar í heilsufræð- unum. Hún er búin að vera lengi í fræðunum en hún fór til náms til Bandaríkjanna árið 1967 og útskrif- aðist með doktorspróf frá Columbia- háskóla í New York árið 1979. „Þá kom ég heim og byrjaði að messa yfir liðinu og það er búið að standa yfir nánast óslitið síðan,“ segir hún og hlær smitandi hlátri. Á meðan boðskapurinn er svona skemmti- legur og gagnlegur má hún alveg halda áfram að messa yfir okkur. *Það spretta sífellt upp nýjar ofurfæðistegundir, sem viðhöfum aldrei heyrt um áður en verða allt í einu alveglífsnauðsynlegar, nýtt fræ, ber, ofurávöxtur eða eitthvað slíkt. Þetta er náttúrlega bara markaðssetning og sölumennska. Íslenskt kanínukjöt verður til sölu á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. Kanínukjöt inniheldur ekki mikla fitu og kólesteról en er próteinríkt. Lágt fituinnihaldið einkennist samt sem áður af háu hlutfalli fjölómettaðra fitusýra, sem gerir kjötið að góðum kosti fyrir þá sem huga að heilsunni. Kanínukjöt minnir á kjúkling bæði hvað varðar lit og áferð. Kanínukjöt á matarmarkaði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.