Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 27
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Listamaðurinn Sæþór Örn Ásmundsson bar
sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um
jafnlaunamerki og hlýtur hann eina milljón
króna í verðlaun. Aðgerðahópur stjórn-
valda og samtaka aðila vinnumarkaðarins
um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð
stóðu fyrir samkeppninni um hönnun á
nýju jafnlaunamerki fyrir vottun á jafn-
launakerfum fyrirtækja og stofnana en alls
bárust 156 tillögur í keppnina.
„Merkið er smekkfullt af myndmáli, í
grunninn er því skipt í 2 jafna helminga af
karli og konu, brosandi út að eyrum. Einnig
hefur merkið skírskotun í 10 króna mynt,
rúnir og stimpil,“ sagði Sæþór þegar hann
tók við verðlaununum á
Hótel Hilton Nordica
hinn 13. nóvember síð-
astliðinn.
Í dómnefnd sátu þau
Benedikt Þór Valsson,
Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga, og Guðný Ein-
arsdóttir, sérfræðingur í
fjármálaráðuneytinu,
bæði tilnefnd af aðgerða-
hópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnu-
markaðarins um launajafnrétti, Birna Geir-
finnsdóttir, fagstjóri í grafískri hönnun í
LHÍ, Örn Smári Gíslason, grafískur hönn-
uður, og Sóley Stefánsdóttir, grafískur
hönnuður, öll tilnefnd af Hönnunarmiðstöð
Íslands.
„Merkið sameinar þá þætti sem end-
urspegla inntak jafnlaunastaðalsins. Í merk-
inu má sjá mynd sem sýnir skífurit, stimpil,
rúnir og brosandi andlit tveggja ólíkra ein-
staklinga. Í lögun minnir merkið á mynt
eða pening og gefur þannig til kynna að
einstaklingarnir sem þar sjást eru metnir
jafnir að verðleikum. Merkið býður upp á
alþjóðlega notkun, er einstakt og lýsandi
fyrir verkefnið. Það hentar vel til notkunar,
stórt sem smátt,“ segir í umsögn dóm-
nefndar.
Sigraði í hönnunarsamkeppni um nýtt jafnlaunamerki
Sæþór Örn
Ásmundsson
Húsgögnin eru sögð þægilegri en þau
líta út fyrir að vera.
Rick Owens
hannar
húsgögn
Stóll úr spónaplötu og elgshorni.
Fatahönnuðurinn Rick Owens hóf
að hanna húsgagnalínu fyrir heimili
sitt og tókst svo vel til að hann
ákvað síðar að sýna línuna í París
árið 2007. Nú er ný lína hönnuðar-
ins til sýnis í New York á sýning-
unni Salon: Art + Design fair á Park
Avenue Armory. Húsgögnin eru
skemmtilega hrá, mínímalísk og
notast hönnuðurinn við heldur
óhefðbundin húsgagnahráefni eins
og spónaplötur og elgshorn.
„Húsgögnin eru öll mjög hagnýt.
Stólarnir eru með flötum sætum
og elgshornin eru nýtt sem bak.
Það kemur á óvart hvað þeir eru í
raun þægilegir, form hornanna
beygjast þannig að þau virka eins
og nokkurskonar faðmur,“ sagði
Jessica Witkin, forstöðumaður
gallerísins Salon 94, sem sér alfarið
um húsgagnalínu Owens.
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki,
stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í
DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.is
DUXIANA Reykjavik,
Ármúla 10 / Sími 5 68 99 50
Gæðiogþægindi síðan1926
D
U
X
a
n
d
D
U
X
IA
N
A
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12