Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 31
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Fyrir aðdáendur Friends-þáttanna er gagnlegt að rifja upp að fyrir rétt tæpum tveimur áratugum kom út matreiðslubókin Cooking with Friends en í henni eru ýmsar upp- skriftir að mat sem vinirnir gæddu sér á í þáttunum. Bókin er fáanleg á kaupvefnum Amazon fyrir tæpa tíu dali, eða um 1.200 krónur íslenskar (við þá upp- hæð bætist svo einhver sending- arkostnaður). Einnig er hægt að kaupa bókina notaða á sama vef, sem og á eBay, fyrir talsvert lægri upphæð. Það hlýtur að teljast vel við hæfi að gefin hafi verið út matreiðslubók í tengslum við þættina á sínum tíma enda er ein af aðalpersónunum, Monica Geller, matreiðslumeistari. Í síðari hluta þáttanna er hún meira að segja yfirkokkur á fínum veit- ingastað á Manhattan. Uppskriftirnar í bókinni munu vera fjölbreytilegar og heitin oft óvenjuleg. Sem dæmi má nefna rétt með enska heitinu Mashed Potato- es for the Broken-Hearted. Á ís- lensku mætti kalla þennan rétt Kramdar kartöflur fyrir kramin hjörtu. Hver vill ekki gæða sér á slíku góðmeti? Fáir þættir hafa notið viðlíka vinsælda og Friends. Matreiðslubókin með réttum úr þáttunum hlýtur að vera þess virði að elda upp úr. Vinir að snæðingi Matreitt með Vinum er vinaleg mat- reiðslubók og vekur góðar minningar um þættina sem einu sinni voru það allra heitasta í sjónvarpi. Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18 og til jóla laugardaga frá 11 til 14 Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni Líttu við og skoðaðu úrv alið Þegar hátíð sykurs og reykts kjöts gengur í garð taka því margir feginshendi að fá léttari máltíðir inn á milli. Þannig er ítalskur matur kjörinn á þessum tíma árs og fljótlegt að útbúa einföld pastasalöt þegar allir eru á þeytingi auk þess sem þau gefa góða orku. Gott er að hafa þau sem allra ferskust og sleppa rjómasós- unum. Til þess er kjörið að nota hinu ýmsu osta og hér eru nokkrar hugmyndir að góðum pastaréttum sem tekur ekki nema 10 mínútur að útbúa.  Rífið heilan ferskan parmesanost yfir past- að og eitt bréf af hráskinku. Bætið við kon- fekttómötum, skornum í helminga, og hellið svo smávegis af góðri jómfrúarolíu yfir. Saltið pínulítið og piprið.  Myljið heilan piparost yfir heitt pastað svo að hann bráðni örlítið saman við. Saxið búnt af ferski kryddjurt yfir að eigin vali. Fjalla- steinselja eða basilíka er tilvalin. Rífið niður ½ poka af döðlum og stráið yfir. Sterka bragðið af ostinum og það sæta úr döðlunum passar mjög vel saman.  Steikið 1 box af sveppum að eigin vali í nokkrar mínútur við vægan hita upp úr 2-3 msk. af ólífuolíu meðan pastað sýður. Sneiðið niður tvær stórar kúlur af ferskum mozarella- osti, sneiðið 1 rauðlauk í fínar sneiðar. Kreist- ið safa úr einni appelsínu yfir og blandið saman smá balsamediki og ólífuolíu og hellið ca. 3 msk. af þeim vökva yfir. Hellið ½ bolla af muldum gráðosti yfir allt saman í lokin. Pastaréttir eru kjörnir á aðventunni því fljótlegt er að útbúa þá og þá eru þeir góð tilbreyting frá þyngri máltíðum. Sniðugt er að eiga nokkra pakka af pasta til í hillunum næstu vikur. Morgunblaðið/ÞÖK Pastaréttir á 10 mínútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.