Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Matur og drykkir K aren Lind R. Thompson náði frábærum ár- angri í Norðurlandameistaramóti í mód- elfitness um daginn og vann mótið. Hún þakk- ar þjálfaranum sínum, Jóhanni Norðfjörð hjá Fitness-akademíunni, og styrktaraðilum en saman hafa þau unnið hörðum höndum að því að móta líkamann að sigursætinu. Karen Lind tók þátt í sínu fyrsta móti í nóvember árið 2011 og sér ekki eftir því. „Ég var að skoða myndir frá bikarmótinu á þessum tíma og hugs- aði með mér að ég gæti þetta nú alveg þar sem ég hef alltaf verið að lyfta til þess að halda bakinu mínu heilu eftir bílslys og því ekki að setja sér markmið samhliða því og stíga á svið? Ég sigraði síðan í mínum flokki á mínu fyrsta móti og varð Íslandsmeistari um páskana árið 2012.“ Hún æfir sex sinnum í viku en í undirbún- ingi fyrir mót æfir hún allt að 12 sinnum í viku. En borðar fólk í líkamsrækt alltaf hollan mat? „Ég geri það svona oftast en ég er mannleg og fæ mér al- veg hamborgara og pitsur inn á milli eftir erfiðan dag, en alls ekki oft. Þó svo að ég leyfi mér allt þegar ég er ekki að undirbúa fyrir keppni þá er ég bara orðin for- rituð í að velja rétt og hollt mataræði,“ segir Karen Lind. „Enda er ég orðin svo meðvituð um hvað er gott fyrir líkamann og hvað ekki. En allt er gott í hófi. Ef ég vil hafa nammidag þá fæ ég mér alltaf Hámark. En stundum fer það eftir skapi hvort mig langar í súkkulaði eða bara popp með miklu salti. Ég er algjör saltfíkill og sæki yfirleitt meira í salt en sykur.“ Karen Lind eldar alltaf matinn sinn sjálf og hefur ákveðið skipulag til þess að hafa allt sem einfaldast. „Ég tek alltaf úr frystinum áður en ég fer að sofa það sem ég ætla að elda daginn eftir,“ segir hún og er það góður vani. Uppáhaldsrétturinn sem hún býr til er kjúklingasalatið sem hún gefur lesendum hér uppskrift að. „Salatið inniheldur kjúklingahakk og er þetta mjög fljótlegur réttur og algjört lostæti, hvort sem hann er kaldur eða heitur. Hann hentar full- komlega í nestisboxið og hefur alla þá næringu sem maður þarf á að halda. Einnig er auðvelt að leika sér með réttinn og bæta ýmsu við eða bragðbæta enn betur.“ Morgunblaðið/Ómar ORÐIN MEÐVITUÐ UM AÐ VELJA HOLLT MATARÆÐI Sækir meira í salt en sykur ÞAÐ ÞARF AÐ HUGA AÐ MÖRGU ÞEGAR KEPPT ER Í FITNESS OG ER MATARÆÐIÐ ÞAR EKKI UNDANSKILIÐ. KAREN LIND STÓÐ UPPI SEM SIGURVEGARI Í NORÐURLANDAMEIST- ARAMÓTI Í MÓDELFITNESS SEM FRAM FÓR UM DAGINN EN HÚN SEGIST YFIRLEITT BORÐA HOLLAN OG GÓÐAN MAT. STUNDUM BREGÐUR HÚN ÞÓ ÚT AF VANANUM OG SEGIR POPP MEÐ MIKLU SALTI VERA Í UPPÁHALDI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Karen Lind sér ekki eftir því að hafa ákveðið að byrja í fitness. Morgunblaðið/Ómar KJÚKLINGAHAKK 1 bringa (skorin í bita) 1 hvítlauksgeiri 1 msk ólífuolía ½ tsk chilikrydd Allt sett í matvinnusluvél Fyrir extra bragð er gott að setja 1 msk BBQ-sósu eða Buffalo hot wings-sósu. (Ég nota BBQ-sósu í þetta sinn.) Pam-sprey sett á pönnuna og hakkið steikt. SALAT AÐ EIGIN VALI ½ gúrka ½ paprika ½ rauðlaukur Allt smátt saxað 1 soðin sæt kartafla, smátt skorin Mér finnst ofboðslega gott að skvetta smásí- trónusafa yfir salötin mín. Gefur þeim svo mik- ið extra bragð. KJÚKLINGASALAT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.