Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Side 41
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 É g var eiginlega alveg búin að gleyma hvað það er notalegt að eiga stundir í ró og næði með vinkonum sínum án þess að hversdagslegar at- hafnir trufli stemninguna. Það má alveg velta því fyrir sér hvort það að eyða helgi með vinkonum sínum jafnist ekki á við marga sálfræðitíma. Þótt konur séu mjög margslungnar og geti sett sig inn í mál líðandi stundar á mettíma er nauðsyn- legt af og til að fá tíma til að fara yfir ársfjórðungs- uppgjörið í næði. Og þá er ég ekki að tala um að sturta í sig áfengi í sum- arbústað og hringja hell- aðar úr heit- um potti í beina útsend- ingu hjá miðaldra stuðpinna. Nei, við erum að tala um vandaða samkomu kvenna þar sem alvöruafslöppun er í for- gunni. Það er nefnilega fátt betra en að fara yfir heimsmálin með gúrkusneiðar á augnlok- unum og maska í andlitinu. Með því að ræða málin með lokuð augun fá lyktar- og heyrn- arskynið aukið vægi og því er ekkert í umhverfinu sem truflar sjónsviðið. Nútímakonan þarf því miður bara stundum á því að halda til að fá næði fyrir dag- legum athöfnum. Best er að liggja út af þegar málin eru rædd, annaðhvort í sófa eða hjónarúmi, svo kven- peningurinn nái að hvíla útlimina á meðan heilinn er á yfirsnúningi við að leysa lífsgátuna. Einhver hefði líklega haldið að undirrituð væri að flytja á Vest- firðina þegar hún var búin að pakka niður því allra nauðsyn- legasta fyrir ferðalag síðustu helgar. Tvær vinkonur lögðu af stað til að heimsækja þá þriðju og auðvitað mátti ekkert vanta. Að sjálfsögðu var sloppurinn það fyrsta sem fór í töskuna, sundfötin og gönguskórnir, nátt- fötin, nærfötin og sparikjóllinn (ef eitthvað óvænt myndi ger- ast), dúnkápan, vettlingarnir og húfan. Svo voru baðskáparnir ryksugaðir áður en lagt var af stað. Það er náttúrlega ekki hægt að fara á Vestfirði án þess að vera með Clairasonic- húðhreinsitækið meðferðis og alls ekki hægt að leggja af stað án djúpnæringar, hárolíu, húð- dropa, hárbursta, hrukkukrems, kókósolíu, fótakrems, farða, andlitsmaska, plokkara, nef- hárasnyrtis, háreyðingardóts og naglalakks. Ég þakkaði mínum sæla fyrir allan farangurinn sem við vor- um með því ég er viss um að hann þyngdi Baldur töluvert þegar við sigldum þvert yfir Breiðafjörðinn í miklum öldu- gangi. Þótt við vinkonurnar höf- um báðar ýmsa fjöruna sopið var okkur öllum lokið þegar þernan mætti með ælupoka. Það hefði verið svolítið erfitt að vinna með slagorðið „stay classy“ ef hádegismatnum hefði verið skilað með þessum hætti. Ekki veit ég hvort það var svona extra slæmt í sjóinn eða hvort áhöfnin var bara að reyna að vernda innréttingarnar í Baldri … Að lokum komust þessar spariguggur á leiðarenda án þess að æla í poka eða villast af leið. Alla helgina létu þær eins og unglingsstúlkur. Létu meira að segja þriðju vinkonu sína og eiginmann hennar stjana við sig. Ég veit ekki hvort spari- guggunum verður boðið aftur … það verður bara að koma í ljós. martamaria@mbl.is Agúrkur draga úr þrota og fríska upp augnsvæðið. Með ælupoka í Baldri Clairasonic-húðhreinsitækið Fæst í helstu apótekum brokkoli.is 15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatnsglas – þegar þér hentar C VÍTAMÍN/1000 mg + BROKKOLÍ + GRÆNT TE + BIOFLAVONOIDS + ZINK Drekktu í þig hollustuna! Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur – fyrir alla daga ! Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð C-VITA + STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni fyrir heilsubætandi áhrif. Fæst í Fjarðakaup, Melabúðinni og helstu apótekum brokkoli.is Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.