Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 48
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
Í
köldu stríði - Barátta og vin-
átta á átakatímum er heiti
bókar eftir Styrmi Gunn-
arsson, fyrrverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, sem kemur
út hjá bókaforlaginu Veröld í
næstu viku. Styrmir upplýsir ýmsa
hluti í þessari bók, sem áður hafa
ekki verið á margra vitorði, svo
sem það að hann, tók að sér að
beiðni Eyjólfs Konráðs Jónssonar
(Eykons), þáverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, að gerast tengilið-
ur við félaga í Sósíalistafélagi
Reykjavíkur og aflaði upplýsinga
úr röðum sósíalista og kommúnista
á árabilinu 1961 til 1968, skrifaði
skýrslur þar um, sem afhentar
voru Bjarna Benediktssyni heitn-
um, þá dómsmálaráðherra, Geir
Hallgrímssyni, þá borgarstjóra og
– að því er hann telur – bandaríska
sendiráðinu. Styrmir skrifaði frétt-
ir í Morgunblaðið byggðar á þeim
upplýsingum sem voru í skýrsl-
unum um innanflokksátök komm-
únista, en þegar þetta starf hófst
var hann við laganám í Háskóla Ís-
lands og hóf ekki störf á Morg-
unblaðinu fyrr en fjórum árum
seinna.
Hann upplýsir að faðir hans,
Gunnar Árnason, og fleiri í hans
föðurfrændgarði voru taldir hallir
undir nasisma, en þau sögðu sig
vera íslenska þjóðernissinna. Þetta,
ógnir kalda stríðsins sem Íslend-
ingar voru þátttakendur í um fjög-
urra ártatuga skeið og vináttuna
við vinahóp úr ólíkum áttum frá
bernsku- og æskuárum ræðir
Styrmir í samtali við Morgun-
blaðið.
- Styrmir. Það er óhætt að segja
að þær séu ýmsar djúpsprengj-
urnar sem þú varpar í nýrri bók
þinni, Í köldu stríði. Samstarf þitt
við innsta kopp í búri Sósíalista-
félags Reykjavíkur um sjö ára
skeið, þar sem hann var beinlínis
njósnari á þínum og Morgunblaðs-
ins vegum. Þú ert á reglulegum
kvöld- og næturfundum með njósn-
aranum, 1961-1968, og skrifar í
kjölfar fundanna skýrslur um frá-
sagnir hans sem voru svo nýttar til
þess að skrifa fréttir af átökum í
Sósíalistaflokknum og hjá her-
stöðvaandstæðingum. Þáverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, Eyjólfur
Konráð Jónsson (Eykon), fékk þig
til þess að taka þetta að þér og
uppljóstrarinn fékk greiðslur fyrir
upplýsingarnar sem hann veitti.
– Finnst þér í dag að svona
vinnubrögð sæmi blaðamanni?
Djúpsprengjur varla
réttnefni
„Í fyrsta lagi, Agnes. Mér finnst
þessar lýsingar þínar á efni bók-
arinnar vera svolítið ýktar. Ég lít
ekki svo á að það sé um einhverjar
djúpsprengjur að ræða í þessari
bók. Þetta er frásögn af ákveðnum
þáttum í kalda stríðinu hér á Ís-
landi fyrir hálfri öld. Það eru þá
mjög gamlar djúpsprengjur, ef
hægt er að nota það orð um þá
frásögn.
Í öðru lagi er það ekki rétt að
tala um að viðmælandi minn í Sósí-
alistafélagi Reykjavíkur hafi verið
innsti koppur í búri, þó hann hafi
verið félagsmaður í Sósíalistafélagi
Reykjavíkur og þar af leiðandi haft
aðgang að fundum þar. Í þriðja
lagi finnst mér þessar umræður
um blaðamennsku og grundvall-
arþætti í blaðamennsku, sem komu
líka upp í sambandi við bók sem ég
skrifaði um átökin í Sjálfstæð-
isflokknum í formannstíð Geirs
Hallgrímssonar, vera svolítið
hæpnar, af þeirri einföldu ástæðu
að það er verið að leggja mæli-
kvarða dagsins í dag á samfélag
sem var fyrir fimmtíu árum og er
löngu horfið. Í raun og veru er
mjög erfitt að koma því til skila
hvers konar samfélag það var sem
var hér til staðar á Íslandi og ann-
ars staðar á árum kalda stríðsins.
Að auki er rétt að benda á að ég
var ekki blaðamaður á Morgun-
blaðinu þegar ég tók þetta verkefni
að mér. Ég var hins vegar virkur í
Heimdalli FUS.
Við brugðumst við aðstæðum
eins og þær voru þá og það hefur
ekkert með að gera þau sjónarmið
sem uppi eru í dag. Það er svo aft-
ur annað mál, sem ég ætla ekkert
að fara út í, að auðvitað getum við
rætt ýmislegt um blaðamennsku og
grundvallarþætti blaðmennsku sem
er nú ekki jafn háfleyg eins og
margir blaðamenn vilja vera láta í
dag. En út í það ætla ég ekki að
fara á þessari stundu.“
Allt getur orkað tvímælis
- Engu að síður, maðurinn er
þarna á ykkar vegum, hann þiggur
greiðslur fyrir þær upplýsingar
sem hann veitir þér, en það hefur
nú verið prinsipp hjá Morgun-
blaðinu frá því að ég byrjaði að
vinna hér fyrir meira en 30 árum
að Morgunblaðið greiðir ekki fyrir
upplýsingar. Skýrslurnar sem þú
skrifar fara til Bjarna heitins
Benediktssonar, þáverandi dóms-
málaráðherra, Geirs heitins Hall-
grímssonar, þáverandi borg-
arstjóra, og í bandaríska
sendiráðið, auk þess sem Eykon
fær að sjálfsögðu eintak. Orkar
þetta ekki tvímælis?
„Allt getur orkað tvímælis út frá
sjónarmiðum dagsins í dag. Ég
bendi á það í sambandi við
greiðslur, að þessi maður sem
veitti mér upplýsingarnar lagði á
sig mikla vinnu fyrir okkar málstað
í kalda stríðinu. Það var engin
ástæða til að gera kröfu til þess að
sú vinna sem stóð yfir í sjö ár,
væri unnin án einhvers endur-
gjalds. Hann hafði að auki tölu-
verðan kostnað af þessu starfi og
ósköp eðlilegt að sá kostnaður væri
greiddur. Ég sé þannig ekkert at-
hugavert við þennan þátt málsins.
Þú segir að Morgunblaðið hafi
aldrei borgað fyrir upplýsingar og
það er alveg rétt hjá þér.
Morgunblaðið borgaði ekki fyrir
þessar upplýsingar, nema bara rétt
undir blálokin. Þeir peningar komu
úr öðrum áttum og í bókinni segist
ég telja að peningarnir hafi framan
af komið úr bandaríska sendi-
ráðinu, á síðari stigum frá Sjálf-
stæðisflokknum og í lokin frá
Morgunblaðinu. Auðvitað er ég í
hlutverki sendisveinsins í þessari
upplýsingaöflun. Ég er ekki í neinu
lykilhlutverki. Ég er svona lítill
sendisveinn á milli manna og ber
upplýsingar á milli.“
Vorum aðilar að stríði
„Mér finnst hins vegar að þessir
þættir málsins séu hliðarmál, hálf-
gert aukaatriði. Grundvallaratriðið
og ástæðan fyrir því að ég er að
skrifa þessa bók er auðvitað allt
annað. Það stóð yfir í Evrópu í 40
ár kalt stríð. Það var ekki stríð
sem háð var með vopnum á vígvöll-
um – en það var stríð. Við Íslend-
ingar vorum aðilar að því stríði.
Þetta stríð fór líka fram hér á
landi. Morgunblaðið var raunveru-
Klíkan og
kalda stríðið
STYRMIR GUNNARSSON, FYRRVERANDI RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS,
HÖFUNDUR NÝRRAR BÓKAR SEM KEMUR ÚT Í NÆSTU VIKU, Í KÖLDU STRÍÐI,
VILL EKKI KALLA ÞAÐ DJÚPSPRENGJUR SEM BLAÐAMAÐUR SEGIR Í SAMTALI
VIÐ HANN AÐ HANN VARPI Í BÓKINNI. ÞÆR SÉU ÞÁ MJÖG GAMLAR DJÚP-
SPRENGJUR, EF HÆGT SÉ AÐ NOTA ÞAÐ ORÐ UM ÞÁ FRÁSÖGN. STYRMIR
UPPLÝSIR M.A. AÐ HANN AFLAÐI UPPLÝSINGA ÚR RÖÐUM SÓSÍALISTA OG
KOMMÚNISTA Á ÁRUNUM 1961 TIL 1968 OG SKRIFAÐI SKÝRSLUR ÞAR UM.
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is