Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 51
Fyrsta fréttin byggð á skýrslum Styrmis Gunn-
arssonar eftir uppljóstrara úr röðum kommúnista
birtist á baksíðu Morgunblaðsins 21. mars 1962
undir fyrirsögninni „Róstur í Kommúnistaflokkn-
um“ og undirfyrirsögnin var „Flokkurinn hefur
glatað tiltrú verkalýðsins, segja kommúnistar sjálf-
ir“. Fréttin olli miklu uppnámi í röðum sósíalista og
kommúnista, sem töldu augljóst að „njósnari“ á
vegum Morgunblaðsins væri í þeirra röðum.
„Þetta var mikil vinna og stundum annar kostn-
aður og okkar maður fékk greitt fyrir þá vinnu og
þau útgjöld. Ég tók við peningaseðlum úr hendi Ey-
kons og afhenti okkar manni. Hvaðan komu pen-
ingarnir? Ég tel, en hef ekki vissu fyrir því, að fram-
an af og lengst af hafi þeir komið úr bandaríska
sendiráðinu,“ segir Styrmir í bók sinni Í köldu
stríði. (bls. 110)
UPPNÁM HJÁ KOMMÚNISTUM
Fyrsta fréttin
Á baksíðu Morgunblaðsins 16. júní 1964 birtist frétt undir
fyrirsögninni „Íslendingur fékk leyfi Kommúnistaflokksins
til að gifta sig“.
Í fréttinni segir m.a.: „Í bréfi, sem Kjartan Ólafsson,
framkvæmdastjóri Sameiningarflokks alþýðu, Sósíal-
istaflokksins hefur ritað miðstjórn kommúnistaflokksins í
Austur-Þýzkalandi kemur fram að blessun beggja komm-
únistaflokkanna þarf til þess að Íslendingur, sem verið hef-
ur við nám í Austur-Þýzkalandi, megi giftast þarlendri
stúlku. Í bréfinu segir að íslenzki kommúnistaflokkurinn
hafi ekkert á móti giftingunni og heimili Íslendingnum að
kvænast.“
Í bók Styrmis kemur fram að þessar upplýsingar eru
ekki frá uppljóstrara hans komnar, heldur komu þær úr
annarri átt, og er fréttin birt beinlínis til þess að vernda
heimildarmann Styrmis, sem mjög var farið að hitna undir
í Sósíalistaflokknum.
ÞURFTI LEYFI BEGGJA KOMMÚNISTAFLOKKANNA
Fékk leyfi til að gifta sig
töluðum um hér áðan og vináttu
tengdaföður míns og Bjarna frá
þeirra æskuárum.“
Óþægilegar spurningar
- Þú ert ómyrkur í máli gagnvart
aronskunni í bók þinni. Helminga-
skiptin, sem byrjuðu á stríðs-
árunum milli SÍS og einka-
framtaksins undir verndarvæng
Sjálfstæðisflokksins, fengu nýja
vídd. Byrjuðu peningarnir ekki að
taka yfir pólitíkina á þessum ár-
um? Hefði þessi háttur nokkurn
tíma verið hafður á með svo mikla
gjaldtöku af varnarliðinu, ef að-
ferðin hefði ekki notið meirihluta-
stuðnings í Sjálfstæðisflokknum?
„Ég þekki ekki til upphafsins.
Ég var 12 eða 13 ára gamall þegar
þetta byrjar. Ég vissi aldrei ára-
tugum saman um það hvernig
þetta raunverulega var. Það kom
ekki fram fyrr en fyrir um aldar-
fjórðungi hvernig þetta var og
hvað þessi verktakafélög á
Keflavíkurflugvelli voru að hagnast
mikið á þessari starfsemi fyrir
varnarliðið.
Að vísu hafði bryddað á því við
og við í fréttum áður að það hefðu
komið óþægilegar spurningar í
bandarískum þingnefndum um
kostnað við framkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli. En þegar þetta var
upplýst, þá tók Morgunblaðið mjög
harkalega við sér, eins og þú veist,
því þú varst starfandi hér þá og af-
staða blaðsins fór ekkert á milli
mála. Ég lít svo á, eins og fram
kemur í þessari bók, að þessi
gróðasöfnun hafi verið svartur
blettur á baráttu okkar og að hafi
svona miklir fjármunir orðið að
verða til í kringum þessa starfsemi
á Keflavíkurflugvelli, þá hefðu þeir
fjármunir átt að fara til þjóð-
arinnar allrar, en ekki örfárra
manna.“
Matthías lykilmaður
- Morgunblaðið náði sögulegum
sáttum við Nóbelsskáldið. Hvernig
gerðist það?
„Ég þekki þá sögu ekki. Þú
verður að spyrja Matthías Johann-
essen um það. Matthías var hér
ungur blaðamaður á árunum milli
1950 og 1959. Hann hafði aðrar
skoðanir en margir höfðu á þeim
tíma. Hann átti að vinum menn
eins og Þórberg og Stein Steinarr
og það tókst mjög náið samband á
milli Matthíasar og Halldórs Lax-
ness. Ég lít svo á að Matthías hafi
verið lykilmaður í því að ná
ákveðnum sáttum í menningarlífinu
á Íslandi á tímum kalda stríðsins
og raunverulega byrjað á því starfi
löngu fyrr. Matthías lá undir
ákveðinni gagnrýni í okkar röðum
fyrir það hvað hann lagði mikla
áherslu á að rækta tengsl við
vinstri menn í menningarlífinu,
strax fyrir mörgum áratugum. Mér
er það minnisstætt, þegar kalda
stríðinu var að ljúka og Berlínar-
múrinn var að falla, fyrir réttum
aldarfjórðungi, og allt var að
bresta hjá okkar andstæðingum, að
þá vildum við Björn Bjarnason,
sem þá starfaði hér á Morgun-
blaðinu, láta kné fylgja kviði og
hefja mikið uppgjör við komm-
únista. En Matthías var algjörlega
á móti því og við Björn áttum eng-
an annan kost en að hlíta hans fyr-
irmælum í þeim efnum og það
hófst ekkert uppgjör af hálfu
Morgunblaðsins við kommúnista á
þeim árum.“
- Telur þú að það muni fækka í
vinahópi þínum eftir að bókin er
komin út?
„Hvað áttu við?“
- Að þeir vinir þínir, sem ósáttir
eru við hluta þeirra upplýsinga,
sem þú birtir í bókinni, snúi við
þér baki?
„Nei, við erum orðnir svo gamlir
og þroskaðir að þótt það séu ein-
hverjir vina minna þeirrar skoð-
unar að ég eigi ekki að gefa þessa
bók út og ég eigi ekki að segja frá
þessu máli, eins og reyndar kemur
fram í formála bókarinnar, þá hef-
ur það engin áhrif á vináttu sem
staðið hefur nánast alla ævi.“
* Ég lít svo á að þessi gróðasöfnun hafi verið svart-ur blettur á baráttu okkar og að hafi svona miklirfjármunir orðið að verða til í kringum þessa starfsemi á
Keflavíkurflugvelli, þá hefðu þeir fjármunir átt að fara
til þjóðarinnar allrar, en ekki örfárra manna.
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
„Þegar Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra fékk í hendur end-
anlega tilkynningu um brottför
varnarliðsins árið 2006 kallaði
hann okkur Þorstein Pálsson,
sem þá var ritstjóri Fréttablaðs-
ins, til sameiginlegs fundar, sem
var ekki bara óvenjulegt heldur
engin fordæmi fyrir svo mér sé
kunnugt um, þar sem við rædd-
um um framsetningu málsins hér
heima fyrir og það sem við
mundi taka. Í bók Bents Jensen
um kalda stríðið í Danmörku
kemur hins vegar fram að slíkt
samstarf ritstjóra blaða var ekki
óþekkt þar í málum, sem snertu
kalda stríðið. Þar komu við sögu
Terkel M. Terkelsen og Svend
Aage Lund frá Berlingske Ti-
dende, Peder Tabor frá Social-
Demokraten og Eigil Steinmetz
frá Dagens Nyheder.
Eins og sú saga sem hér hefur
verið rakin sýnir hafði ýmislegt
farið á milli okkar hér á Íslandi,
sem studdum Bandaríkjamenn í
kalda stríðinu, og þeirra. Við
töldum – og það með réttu að
mínu mati – að við gætum ætlast
til meira samráðs um hvernig
brottflutningi varnarliðsins yrði
háttað og hvenær hann færi fram
en raun varð á.
Innan bandaríska stjórnkerf-
isins var viðurkennt að þeir
hefðu getað sýnt gamalli banda-
lagsþjóð meiri virðingu en þeir
sýndu undir lokin.
Út á við hefur það aldrei verið
gert.
Hins vegar hafa orðið veðra-
brigði á nýjan leik í samskiptum
þessara tveggja þjóða. Fyrstu vís-
bendingar um það mátti sjá á
móttökum sem Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra fékk
í Washington í apríl 2014. Heim-
sókn Victoriu Nuland, aðstoð-
arráðherra í bandaríska utanrík-
isráðuneytinu, sem hefur með
Evrópumál að gera, til Íslands í
lok júní 2014 var svo eins konar
staðfesting á því. Óróinn í kring-
um Rússland, hernaðaruppbygg-
ing þeirra á norðurslóðum og
þrýstingur Kínverja á Ísland og
Grænland hafa vakið áhuga
Bandaríkjamanna á Íslandi á ný.“
(Í köldu stríði bls. 256-257)
GÁTU SÝNT MEIRI VIRÐINGU
Brottför varnarliðsins
„Sumir þeirra sem hafa lesið
þetta handrit yfir hafa haft orð á
því að hlutur Morgunblaðsins sé
gerður mikill í þessari sögu og
kannski of mikill. Af því tilefni
skal sagt að það er ekki fyrst og
fremst vegna þess að bókarhöf-
undur starfaði þar í 43 ár heldur
er raunveruleikinn sá að Morg-
unblaðið var – ásamt örfáum
einstaklingum innan Sjálfstæð-
isflokksins – í fremstu víglínu í
þessum átökum. Sú saga er einn
af mögnuðustu þáttunum í 100
ára sögu þess merka dagblaðs.
Í samfélagi okkar hefur nánast
alla tíð verið til staðar rótgróin
andúð á Morgunblaðinu hjá til-
teknum hópum, þótt það hafi
notið hylli hjá öðrum. Þessi and-
úð hefur á stundum birzt þeim
sem starfað hafa á blaðinu sem
hatur. Það var lífsreynsla út af
fyrir sig að verða ásamt öðrum
skotspónn þess haturs. En ég skil
það. Ég skil það vegna þess, að
þegar eiginkona mín og systkini
hennar voru lítil börn var aftur
og aftur hreytt í þau ókvæð-
isorðum – kommúnistar, komm-
únistar!“
(Í köldu stríði bls. 12)
HLUTUR MORGUNBLAÐSINS
Einn magnaðasti þátturinn
„Mér finnst jafnframt að ég geti
ekki komið minni eigin afstöðu til
skila nema segja frá því pólitíska
umhverfi sem ég ólst upp í á
barns- og unglingsárum og hafði
auðvitað viss áhrif á mig. Eitt sinn
undir lok 20. aldar sátum við
Matthías Johannessen á fundi með
fólki, sem hafði ýmislegt við
Morgunblaðið að athuga. Á þeim
fundi vísaði ég í léttum dúr til
þeirrar fortíðar minnar. Að fund-
inum loknum bað Matthías mig
þess lengstra orða að nefna þá
fortíð aldrei á nafn aftur. Það gæti
skaðað Morgunblaðið.
Hver var sú fortíð? Í fjölskyldu
minni var fólk, sem var hallt undir
málstað Þýzkalands í heimsstyrj-
öldinni síðari. Jóhann J. Ólafsson
stórkaupmaður sendi mér bók
sumarið 2012. Þá skildi ég fyrst,
kominn á áttræðisaldur, sumt af
því fólki sem að mér stóð. Bókin
heitir á ensku The Meaning of
Hitler og er eftir þýzkan gyðing,
Sebastian Haffner, sem vitnar í
Joachim Fest, sem skrifað hefur
ævisögu Hitlers. Joachim Fest set-
ur fram það sjónarmið að hefði
Hitler dáið eða verið drepinn á
árinu 1938 væri hann talinn eitt
stærsta nafnið í þýzkri sögu.
Þá áttaði ég mig á að þeir Ís-
lendingar sem voru við nám eða
önnur störf í Þýzkalandi áður en
stríðið skall á höfðu fyrst og
fremst orðið vitni að uppgangi
Þýzkalands á fyrstu árum valda-
tíma Hitlers. Sú staðreynd átti
verulegan þátt í viðhorfi þeirra til
hans. Þau voru farin þegar ósköp-
in byrjuðu að ráði eða komu í
ljós … (Í köldu stríði bls. 11-12)
Um það bil sem ég kom í 11
ára bekk A í Laugarnesskólanum
var mér orðið ljóst að verulegur
hluti fjölskyldu minnar hafði verið
eða gat talizt hafa verið nazistar.
Þau mótmæltu því að vísu og
sögðust vera íslenzkir þjóðern-
issinnar, sem hefðu engin tengsl
haft við Þýzkaland. Sögðu hins
vegar að aðrir í hreyfingunni
hefðu haft slík tengsl.“
(Í köldu stríði bls. 27-28)
UPPVAXTARÁR HÖFUNDAR
Sögðust vera íslenskir þjóð-
ernissinnar – ekki nasistar