Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 57
„Myndasagan er miðill nútímans. Rammar hennar sameina orð og mynd, en ólíkt öðrum myndmiðlum er það lesandinn sjálfur sem drífur söguna áfram
með því að lesa á milli rammanna og tengja þá saman,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir sem haft hefur umsjón með myndasögudeild Borgarbókasafnsins sl. ár.
tengst. Ég hef stúderað þessi tengsl út frá
bæði myndlist og auglýsingum, en myndasag-
an er ótvírætt skemmtilegasta útgáfan af
þessum tengslum. Mér finnst sérstaklega
gaman að sögum þar sem orð og myndir
stangast á en nýt einnig sagna þar sem orð
og myndir falla saman og orðin falla jafnvel
inn í myndina, eins og í sumum japönskum
sögum. Fyrir mér virkjar þetta ímyndunar-
aflið á alveg nýjan hátt,“ segir Úlfhildur og
undirstrikar að hún sé sér mjög meðvituð um
að engir tveir einstaklingar lesi myndasöguna
með sama hætti.
„Fyrir mér virkja myndir ímyndunaraflið
jafnmikið og orð, bara á annan hátt. Þegar
myndir og orð tala saman eða sundur þá ger-
ist einhver galdur. Það verða lítil skammhlaup
eða leiftur í höfðinu á manni. Ég veit fátt
betra en frábæra myndasögu. Ef ég fæ
myndasögu sem kveikir í mér þá er það það
besta sem ég kemst í tæri við,“ segir Úlfhild-
ur. Beðin að nefna nokkra góða titla, bendir
Úlfhildur á að hún sé mikill hrollvekjuaðdá-
andi og þess sjáist merki í vali hennar á
myndasögum.
Innan myndasögunnar rúmast allt
„Óneitanlega eru margar af mínum mestu
uppáhaldssögum hrollvekjur. Ég man enn
upplifunina af því að lesa From Hell eftir Al-
an Moore sem fjallar um Kobba kviðristu í
London. Sú saga breytti minni sýn á borgina,
því ég hef aldrei séð London í sama ljósi og
eftir að ég las bókina. Önnur saga sem er í
gífurlegu uppáhaldi hjá mér og sömuleiðis
gefur manni nýja sýn er The Arrival eftir
Shuan Tan sem er nánast án orða. Höfund-
urinn fjallar um innflytjendur og hvernig þeir
upplifa nýju heimkynni sín þar sem þeir skilja
ekki tungumálið og siði innfæddra. Hann
blandar saman raunsæi og fantasíu á sérdeilis
skapandi hátt. Mér finnst mjög gaman að
ferðast til nýrra heima í myndasögum. Þessar
tvær ólíku bækur segja mér mikið um mína
skynjun og hafa breytt skynjun minni á
myndasögunni.
Ég er einnig mjög hrifin af seríunni Fables
eftir Bill Willingham sem gerist í New York
og fjallar um ævintýrapersónur á borð við
Mjallhvíti, Rauðhettu og úlfinn, Fríðu og dýr-
ið sem búa þar og fara huldu höfði. Auk þess
get ég endalaust glatt mig yfir Hellboy-
bókunum,“ segir Úlfhildur og bætir við að eitt
af því fallega við myndasöguheiminn sé að
flestar sögur komi út sem seríur bóka.
„Myndasöguhöfundar vita að það fylgir því
alltaf svo mikil sorg þegar góðri bók lýkur og
þess vegna halda þeir endalaust áfram.“
Sem fyrr segir er undirtitill bókar Úlfhildar
„hetjur, skrýmsl og skattborgarar“ og ekki úr
vegi að biðja hana að útskýra í hvað þau heiti
vísi. „Með þessum undirtitli vildi ég gefa til
kynna að innan myndasögunnar rúmast allt.
Það er ekkert sem er myndasögum óviðkom-
andi, hvort sem það eru hetjur, sem vel flestir
tengja á einhvern hátt við myndasögur, eða
við venjulegu skattborgararnir. Svo varð ég
að hafa skrýmslin með þar sem ég er hroll-
vekjufíkill.
Það er viðtekið í myndasöguheim-
inum að það eru þrjár meginlínur
myndasagna sem taka mið af
þremur stærstu mörkuðunum.
Undir evrópska markaðarinn
heyra Tinni, Ástríkur, Lukku-
Láki, Goðheimar og nýlegri
sögur eins og Persepolis. Of-
urhetjur ásamt Andrési
Önd eru áberandi í
bandarískum sögum,
en líka frægar
myndasögur eins og
Maus og aðrar neð-
anjarðarsögur. Þriðji
markaðurinn er japanski
markaðurinn sem
Vesturlandabúar eru
nýbúnir að kynnast
að ráði. Sá markaður
hefur haft gífurleg áhrif
og þá sérstaklega fyrir
það að hann hefur tvö-
faldað lesendahóp
myndasagna með því að
höfða til kvenna,“ segir Úlfhildur og tekur
fram að það sé kannski ekkert skrýtið að
myndasagan hafi lengi framan af talist stráka-
menning.
„Það stafar af því að meirihluti vestrænna
myndasagna er búinn til af karlmönnum með
karlhetjur í fyrirrúmi. Auðvitað hafa alltaf
verið til kvenlesendur. En einhvern veginn
varð þetta í Bandaríkjunum fyrst og fremst
strákamenning, fyrir utan mjög stutt tímabil
eftir stríð sem lognaðist út af í kjölfar ritskoð-
unar,“ segir Úlfhildur og bendir á að mynda-
sagan hafi löngum þótt hættuleg.
Þóttu hamla læsi
„Á eftirstríðsárunum í Bandaríkjunum fór
þýskættaði sálfræðingurinn Fredric Wertham
fremstur í flokki þeirra sem töldu myndasög-
una hættulega. Hann hataðist hreinlega við
myndasögur,“ segir Úlfhildur og rifjar upp að
Wertham hafi á sínum tíma rekið heimili fyrir
vandræðaunglinga. „Hann komst að því að all-
ir vandræðaunglingar læsu myndasögur, en
leit framhjá þeirri staðreynd að á þessum
tíma lásu allir krakkar myndasögur, vand-
ræðaunglingar jafnt sem aðrir. Enda var
þetta mest spennandi afþreyingin þá. Wert-
ham tókst að efna til æsings gegn myndasög-
unni og í kjölfarið tóku myndasöguútgefendur
upp sjálfsritskoðun sem hafði mjög alvarleg
áhrif á þróun myndasögunnar í Bandaríkj-
unum. Wertham var mjög illa við samkyn-
hneigð „element“ í
myndasögunni eins
og t.d. samband
Batmans og Robin,
sem og samfélag
Amazónanna sem
Wonder Woman
kom frá. Þetta þótti
honum allt mjög
óheppilegt fyrir mjög
ungar manneskjur að lesa.
Myndasagan þótti
kannski ekki síst hættuleg
þar sem hún var ungdóms-
menning og utan þess heims
sem foreldrar og forráðamenn
þekktu. Stundum mátti greina
ákveðna uppreisn í myndasögunni
þó það hafi alls ekki verið algilt. Síð-
ast en ekki síst þótti myndasagan
hamla læsi þar sem þetta töld-
ust ekki alvöru bækur.
Kenningin var sú að þar
sem myndasagan innihélt
svo lítinn texta myndu les-
endur hennar aldrei læra að lesa. Svo var
líka kvartað undan því að börn yrðu blind af
því að lesa myndasögur þar sem textinn væri
svo smágerður. Þetta er mjög sorgleg saga,“
segir Úlfhildur og bætir við: „Sagan sýnir líka
að myndasagan er á einhvern hátt ögrandi
fyrirbæri og það er bara hið besta mál. Eilífar
vinsældir og rósrauð hamingja eru ekki endi-
lega málið, þvert á móti, þá er mesta stuðið
þegar myndasagan nær að trufla og trylla.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
* Það er ekkert sem ermyndasögum óvið-komandi, hvort sem það
eru hetjur, sem vel flestir
tengja á einhvern hátt við
myndasögur, eða við
venjulegu skattborgararnir.
Andrés Önd er ein af
þekktustu persónum
bandarísku mynda-
sögunnar.
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Á laugardag kl. 13 til 17
verður haldið málþing um
rímnakveðskap í fyrir-
lestrarsal Þjóðminjasafnsins.
Fjallað verður um flutning rímna og
leitast við að varpa ljósi á yngri og
eldri hefðir.
2
Forvitnileg barnasýning án
tals, Fiskabúrið, verður
frumsýnd í Kúlu Þjóðleik-
hússins í dag, laugardag, og
eru fjórar sýningar á verkinu um
helgina. Sömu listamenn standa að
sýningunni og leiksýningunni Hjarta-
spöðum, en sú sýning þeirra vakti
mikla og verðskuldaða athygli.
4
Nýstofnað Félag filmu-
ljósmyndara á Íslandi opnar
sína fyrstu samsýningu,
Pushed & Pulled, í Galleríi Ís-
lenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17,
hafnarmegin, á laugardag klukkan 14.
Þar má sjá hvað áhugafólk um filmu-
tækni er að fást við.
5
Myndlistarmaðurinn Jón
Óskar verður á sunnudag
klukkan 14 með leiðsögn um
sýningu sína, Ný verk, sem
opnuð var í Listasafni Íslands um liðna
helgi. Þar gefur að líta kröftug og afar
forvitnileg málverk og teikningar, þar
sem Trítill litli, verur úr bandarískum
dægurheimi og hljómsveitir eru með-
al umfjöllunarefna listamannsins.
3
Degi íslenskrar tungu er fagn-
að víða um land á sunnudag. Á
Gljúfrasteini fjalla Atli Rafn
Sigurðarson og Ólafur Egill
Egilsson kl. 16 um Sjálfstætt fólk eftir
Halldór Laxness. Ásamt Símoni Birg-
issyni eru þeir höfundar leikgerðar
sögunnar sem verður frumsýnd í
Þjóðleikhúsinu um jólin.
MÆLT MEÐ
1