Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 6
sannþjóðlegum blæ, og frábærlega
býð og tilfinningarík, og Jenný Lind,
sem lærði hjá honum, hefur gjört
þau heimsfræg með því, hvernig hún
flutti þau. Á heimili Lindblads fann
hún þann friðarstað, sem hún þarfn-
aðist svo oft í stormum lífsins og
mannraunum.
Þá var annar maður, sem hjálp-
aði henni með ráðum og dáð á þess-
um árum, svo að söngröddin fékk
hina réttu tamningu. Það var fsak
Berg, sá er tók við söngkennslunni
á eftir Craeliusi við konunglega
söngleikhúsið (1831).
Ekki var Jenný nema tíu ára, þeg-
ar hún fór að taka þátt í leiksýning-
um, og lék ýmsa smáþætti, sem börn-
um voru ætlaðir; sýndi hún þá, auk
glettni og annarra skapbrigða, eigi
svo litla listgáfu í leikjum sínum.
Þegar hún var 13 ára, lék hún eigi
sjaldnar en 22 sinnum á leiktímabil-
inu. Og er hún var sextán ára, fékk
hún fyrsta stórþáttinn í söngleikjun-
um. Þegar hún var 17 ára fékk hún
fasta stöðu við leikhúsið. Námsárin
voru þá að enda; tók hún þá í alvöru
að fást við þau miklu verkefni, sem
henni voru fengin.
Jenný Lind var gædd sérstökum
leikarahæfileikum. Sálarlíf hennar
var ólíkt sálarlífi annarra leikara og
söngsveitarmanna.
Hin innilega guðhræðsla hennar
gjörði auðvitað sitt til þess, að hún
skildi, að henni hafði verið trúað fyr-
ir pundi, sem hún yrði að ávaxta á
réttan hátt, því að því kæmi að lok-
um, að hún yrði að standa reiknings-
skap af því fyrir Drottni himnanna.
Hinn 7. marz 1838 telur hún vera
sinn mikla merkisdag. Þá lék hún
persónuna Agata í leikritinu „Veiði-
maðurinn". Frá þeim degi segir hún
sjálf á þessa leið:
„Égfór á fætur um morguninn, eins
og manneskja, og gekk til náða, eins
og ný manneskja. Ég hef fundið í
hverju styrkur minn er fólginn. “
Það var einmitt á þessari leiksýn-
ingu, sem hún varð þess vör, að henni
var gefið sérstakt vald til að hafa
áhrif á mannsálina og snerta dýpstu
strengi hjartans.
Þetta kvöld söng hún svo, að á-
heyrendur sátu fölir og stóðu á önd-
inni, og blikaði þá tár í mörgu auga;
allir urðu hugfangnir af innileik og
hita raddar hennar. Þess varð held-
ur ekki langt að bíða, að hún hefði
lagt alla Stokkhólmsbúa fyrir fætur
sér, og yrði sem dýrlingur höfuð-
borgarinnar á sviði sönglistarinnar.
Það sem sí og æ skein út úr list
hennar, eins og tindrandi stjarna, og
bar langt af hinum dásamlegu list-
hæfileikum hennar, að ljóma — það
var hjartans þrá hennar eftir hrein-
leika og sannleika, og óbeitin, sem
hún hafði á öllu ósamboðnu, auðvirði-
legu og óhreinu.
Bæði um klæðaburð og allt það, er
hún gjörði kröfur til*sér til uppeld-
is, var hún ógn blátt áfram og nægju-
söm. Þegar hún var búin að ná há-
marki frægðar sinnar, þá gleymdi
hún ekki foreldrum sínum, heldur
útvegaði þeim lítið og snoturt heim-
ili upp í sveit. Meðan hún var ekki
orðin fjár síns ráðandi að lögum, átti
hún oft í erfiðleikum með að fá sín-
um miklu fyrirætlunum framgengt
og styðja sín víðtæku áhugamál; en
er hún loks fékk komið fjárráðum í
hendur Munthe, þá hafði hún miklu
frjálsari hendur með að keppa að
sínu háa markmiði. Það kom líka í
ljós, að hún hafði valið sér þann
fjárhaldsmann, að það varð henni til
ómetanlegar hjálpar alla ævi.
Þriggja ára tíma vár Jenný óskor-
að fremsta söngmærin við söngleik-
húsið, og þegar hún var þrítúg var
hún kosin meðlimur sönglistarskól-
ans og jafnframt var hún nefnd til
að vera hirðsöngmær. Nú hafði mann-
hylli hennar náð hámarki sínu. í
Stokkhólmi var enginn, sem gæti
kennt henni meira og enginn, sem
var jafn algjör og sigurdrjúgur, eins
og Jenný Lind. En sjálf var hún ekki
ánægð með framför sína. Hún vildi,
hún mátti til að komast lengra og
hærra. Hún fann, að hið innra
með henni lágu enn kraftar í dvala,
sem yrðu að leysast úr læðingi. Hún
þráði líka út, út í heiminn víða og
stóra.
Hún fór nú snögga ferð um Svíþjóð
til að afla sér fjár til utanfarar. Og
er hún hafði lokið störfum sinum við
söngleikhúsið í Stokkhólmi, þá lagði
hún af stað, þrátt fyrir allar bænir
vina sinna um það, að hún skyldi
vera kyrr í föðurlandi sínu. Hún hafði
heitið förinni til Parísarborgar (1841)
til að frama sig í sönglistinni hjá
hinum fræga söngleikjakennara,
Manuel Carcia.
Eitt kvöld var henni boðið í tígið
samkvæmi, og þar var söngvarinn
mikli líka viðstaddur. Þar var auð-
vitað skorað á hana að syngja fyrir
gesti þessa; en þeir voru allir fullir
af áhuga á sönglist og létu sér ekki
allt vel líka. Carciá fór síðar þeim
orðum við konuna, sem hélt veizl-
una, að sér hefði brugðið mjög von-
ir um sönghæfileika Jenný Lind við
það, sem hann hefði heyrt til hennar
og þar að auki hefði hún einkar
þróttlitla rödd. Fáum dögum síðar
sótti Jenný hann heim til að ganga
undir próf og heyra álit hans um
það, hvort hún gæti orðið fullkomn-
ari. Þá sagði Carcia: „Það er gagns-
laust, ungfrú, að kenna yður! Rödd-
in yðar er farin.“
Þetta var einhver þyngsta raun,
sem Jenny varð að þola. Hún gekk á
burt frá Carcia lömuð og bæld; en
álit hans hafði þó ekki þau áhrif á
hana, að hún missti trúna á sjálfri
sér eða mjúkleika raddar sinnar. En
vissulega hefur Carcia skilið hana
betur við þetta tækifæri, en hún
skildi sig sjálf. Hann réð henni sem
sé, að hvíla röddina í sex vikur; ann-
ars gæti hún aldrei fengið fullt vald
á henni. En að þeim tíma liðnum
gæti fyrst komið til mála að byrja ?
frekari kennslu.
Á þessum sex vikum skrifaði
Jenný Lind heim til síns ástkæra
ættlands. Bréf hennar bera vott um
dásamlega hollustu og kærleika til
lands og þjóðar; unni hún hvoru-
tveggja öllu öðru meira; en um fram
allt þráði hún heim til borgarinnar
fögru við Löginn (Málaren).
Nú byrjaði hún á söngnáminu hjá
Carcia, og var það strangt mjög, og
jafnvel þótt Jenný Lind væri fædd
söngmær, þá náði hún þeirri full-
komnun undir hendi og leiðbeiningu
hins mikla meistara, að bundnu
kraftarnir leystust úr læðingi, sem
hún fann hjá sér. Henni tókst að fá
það vald yfir rödd sinni, að hún gat
fengið hana til að túlka hverja hugs-
un og hinar nýkustu og göfugustu
tilfinningar, sem hreyfðu sig í sálu
hennar. _________
Þegar tíu mánuðir voru liðnir, þá
var hún líka búin að læra allt, sem
Carcia gat kennt henni, en þeim ár-
angri hafði hún náð með ótrúlegu
kappi, samfara dásamlegum, með-
fæddum hæfileikum.
En í París vildi hún eigi dvelja,
því að henni blöskraði léttúðarlífið,
sem menn lifðu þar. Heim til sinnar
ástkæru Svíþjóðar hlaut hún að
hverfa aftur og til hins kæra Stokk-
hólms, og þar var henni tekið opn-
um örmum. En hve hún var himinlif-
andi og glöð við það, að vera komin
aftur heim í holla loftslagið, sem hún
hafði átt að venjast!
Þegar hún söng aftur í fyrsta sinni
í Stokkhólmi, þá undruðust allir
6
FRÚIN