Frúin - 01.10.1963, Page 56

Frúin - 01.10.1963, Page 56
Snyrtið húð yðar daglega með Nivea. Nivea nærir húð yðar og gerir hana silkimjúka. Nivea inniheldur Eucerit-efni skylt húðfitunni. Embeiting hæfileik- anna er farsælust eftir Analré Maurois. Mér geðjast vel að því að fólk sé dálítið einhliða, í þess orðs beztu merkingu. Það getur sannarlega ver- ið nógu erfitt, að gera eitthvað eitt vel. Hvernig á þá maður, sem dreifir kröftum sínum, að geta sýnt góða frammistöðu? Það gildir einu, hvert verkið er, alltaf er nauðsynlegt að hafa reynslu. En hvernig á maður að afla sér reynslu, ef hlaupið er úr einni stöðu í aðra? Steinn sem velt- ur verður ekki mosavaxinn, segir enskt máltæki, sem er jafnsatt og það er gamalt. Þess vegna er það ekki stöðuval, sem skiptir mestu máli, heldur hæfi- leikinn og viljinn að halda þeirri stöðu, sem valin er. Það skiptir ekki mestu máli að geta tekið ákvörðun, heldur að hafa kraft til að fram- kvæma þá ákvörðun. Maður, sem er einhliða getur hæglega orðið dálít- ið þreytandi, og jafnvel leiðinlegur, en þegar öllu er á botninn hvolft, hlýtur hann að ávinna sér virðingu. Er þér neytið allra hæfileika yðar og alls dugnaðar á einu ákveðnu sviði, þá kemur í ljós, hvers þér eruð megn- ugur. Og sé þörf á manni í yðar sér- grein, þá verður strax hugsað til yð- ar. Sá sem getur eitthvað í öllu, get- ur ekkert — hljóðar annað máltæki, sem hefur engu minna sannleiksgildi en hið fyrrnefnda. Sérhvert starf — mikið eða lítið — krefst þess, að viðkomandi aðili, maður eða kona, gefi því alla krafta sína. Enginn getur náð velgengni, nema að hann beiti allri athygli sinni, jafnvel að minnstu smáatriðum. Greind er gott vegarnesti. en hún getur ekki komið í staðinn fyrir strit og iðni. Ekki eru allir viðskiptajöfr- ar greindir, en þeir eru allir vinnu- samir. Þeir hafa einfaldlega gengið starfi sínu á hönd. Listamaðurinn er h'ka einhliða á sinn hátt. Ætli einhver að skrifa bók eða skana fagurt málverk. verður hann að leggja allt, sem hann bvr yfir, að mörkum. Ekkert listaverk, sem hefur eitthvert gildi, hefur orð- ið til án mikils, stöðugs erfiðis. — Vísindamaðurinn getur haft heppn- ina með sér, en samt nær hann aldrei verulegum árangri, nema með al- varlegri vinnu. Með þessu á ég auðvitað ekki við það, að vísindamaðurinn, rithöfund- urinn og viðskiptajöfurinn megi aldrei taka sér hvíld. Þeir eiga allir sínar tómstundir — þeir ferðast, leika golf eða tennis, fara í reiðtúra, synda og njóta sólarinnar. En þér megið trúa því að hvert sem þeir fara, yfirgefur starf þeirra þá aldrei, með- vitað eða ómeðvitað. Þegar vísinda- maðurinn er í sumarleyfi, þá veitir hann kannske einhverju eftirtekt, sem hjálpar honum í rannsóknum sínum, — rithöfundurinn virðir án afláts fyrir sér fólk og skrifar í huga sínum hjá sér það sem hann sér — jafnt hvort hann er í leyfi eða ekki, — og viðskiptajöfurinn sér á fex-ða- lagi verksmiðju sem minnir á hans fyrirtæki, og fær ef til vill hugmynd, um einhverja endurbætur, sem hann geti látið gera. Þetta eru dæmi um fólk, sem ég kalla að sé einhliða. Hefur það þá nokkurn tíma til að elska? Areiðanlega. En bað er hyggi- legast fyrir svona menn að gifta sig, og vera maka sínum trúr. Það tekur of mikinn tíma frá vinnunni, að þurfa sí og æ að vera að vinna ástar- sigra. Verkfræðingur ætti ekki að verða ástfanginn í tíma og ótíma — þá getur hann átt á hættu, að koma öllum útreikningum og teikningum sínum í vitleysu, Verksmiðjueigandi á ekki að vera neinn Don Juan —- það er heilsdagsvinna út af fyrir sig, og það slítandi vinna! Miklir við- skiptajöfrar átta sig vel á viðbrögð- um annarra manna — það tilheyrir starfi þeirra. En á hinn bóginn botna þeir sjaldan 1 sálarlífi konu, og þannig er málum háttað, til allrar hamingju, að konan ætlast heldur ekki til þess. Það er aðeins fólk, sem er einhliða, sem fylgir stefnu sinni þangað til það kemur á leiðarenda. Það dregur sig sjaldnast í hlé, til að njóta ávaxta vinnu sinnar í næði. Ef það gerði það, væru dagar þess senn taldir. — Að sjálfsögðu, er einnig til fólk, sem stendur hugur til margra hluta, og sumt þeirra er bæði skemmtilegt og gáfað, en það kemst nær aldi-ei í allra fremstu röð. 56 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.