Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 39

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 39
hafi fundizt ég þurfa að sofa meira. í því ég kom að rúminu, dró ein af dætrum minum ábreiðuna til hliðar og sýndist mér hún vera að horfa á andlit einhvers, er lá í rúminu. Enn einu .sinni greip sú hugsun mig, að ég væri gersamlega orðinn brjálað- ur, eða mig væri að dreyma. Þér getið ímyndað yður tilfinningar mín- ar, þar sem ég stóð og starði á minn eigin líkama, spyrjandi sjálfan mig, hvort mig væri að dreyma, eða ég væri brjálaður, eða þá virkilega — dauður. Rétt í sama bili ávarpaði mig hinn góðlegi öldungur í rauðu skikkj- unni, er ég sá áður, og sagði: „Lík- aminn er sannarlega dáinn, en and- inn lifir eilíflega. Ég hef líka reynt þessi sömu umskipti, en nú er minn jarðneski líkami orðinn að dufti. Vertu ekki angurvær, eilíf tilvera er allra hlutskipti. Dauðlegir menn sjá oss ekki og eyru þeirra heyra ekki rödd vora. Þér væri betra að koma með mér, því með því kemstu hjá mörg- um ógeðfelldum sjónum, enda get- urðu ekkert gert hér til gagns leng- ur.“ Ég svaraði engu. Ég gat það ekki. Allt þetta var meira en svo, að ég gæti áttað mig á svipstundu. Ég mátti til að hugsa. Ég ráfaði frá einum ,stað til annars innan um húsið. Alls- staðar var sorg og dapurleiki. Ég tal- aði til konu minnar og barna nokkr- um sinnum, en þau heyrðu ekki til mín. Ég gekk út í garðinn og út á engið, svo til baka aftur heim að bæn- um. Við og við komu til mín dánir kunningjar, svo ég fór smátt og smátt að sannfærast um það, að ég væri ekki í tölu hinna lifandi. En ég elsk- aði 'konu mína og börnin, og langaði til að vera hjá þeim, hugga þau og segja þeim hvað ég væri búinn að reyna, en gat það ekki. — Ég heim- sótti suma af nábúum mínum, en alls- staðar þar sem ég kom, var verið að tala um dauða minn. Ég heyrði suma segja, að nú væri ég áreiðan- lega kominn til vítis. Það var alkunn- ugt, að ég sótti aldrei kirkju og neit- aði tilverunni eftir dauðann. Einnig að ég hafði oft talað glannalega við prestinn og haft ánægju af að koma honum í bobba með spurningum eins og t. d. þessum: Hvar fékk Kain konu sína? Hvað er lífið? Hvað er sálin? Ef guð skapaði manninn, átti hann þá ekki að taka ábyrgðina, ef það mistókst? Ef guð skóp allt, hví skapaði hann þá djöfulinn? o. s. frv. Ég las biblíuna aftur og aftur, aðeins til að geta betur rökrætt mál mitt í orðadeilum. Samt bar ég ætíð fulla virðingu fyrir vel kristnum manni, en ég fyrirleit 'hræsni og yfirdreps- skap. Ég gaf æfinlega til presta og kirkju, ekki samt af því að ég tryði einu orði af því, sem þeir prédik- uðu, heldur af því að konan mín og sumt af börnunum sóttu kirkju og töldu sig trúa kenningum hennar. Einnig hafði ég mikla skemmtun af samtali við prestinn. Það var því ekki að undra þótt þröngsýnir og óupplýst- ir fáfræðingar teldu víst, að ég væri í kvalastaðnum. Og ég iheld að þeir séu ekki fremur ámælisverðir fyrir þröngsýni sína og kreddutrú, en ég fyrir að trúa því, að dauðinn væri endir tilveru manna. Sú trú var mér nokkurs konar helvíti, þar til ég varð þess vísari, að ég hafði farið villur vegar í þeim efnum. Nú sýnist mér það óskiljanlegt, að ég skyldi ekki sjá allt það, sem bendir á ódauðleik- ann í náttúrunni umhverfis oss. Thomas Paine sagði: „Sköpunarverk- ið er orð guðs, sem aldrei fyrnist og alltaf verður lesið og óhætt er að reiða sig á. Það sýnir vald hans og vizku og vitnar um gæzku 'hans og kærleika. Ég geri mig ánægðan með að trúa, að sá kraftur, sem lét mig verða til, geti látið mig halda áfram að vera til.“ — Ég segi nú: Heimsk- ingi var ég að sjá ekki þetta. Þið hafið ef til vill heyrt þess get- ið, að menn hafi lesið sínar eigin lík- ræður. Ég gerði betur. Ég var við- staddur mína eigin jarðarför. Ég heyrði vesalings fáfróða prestinn áminna þá, sem viðstaddir voru, að búa sig undir dauðann, og slá því eigi á frest eins og hinn framliðni gerði, þar til það var of seint, held- ur semja frið við guð meðan tími væri. — Ég hafði aldrei haft löngun til að syngja sjálfum mér lof, eða heyra aðra gera það; en heldur fannst mér langt farið, að nota mig sem hræðilegt dæmi til áherzlu máli sínu, einmitt þar sem syrgjandi ástvinir stóðu, ef til vill vonandi eftir 'hugg- unarorðum frá presti sínum. Hann sagði einnig, að guð myndi á efsta degi segja til allra, sem hefðu hafn- að Kristi sem frelsara sínum: „Farið frá mér bölvaðir í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og öllum árum hans.“ — Jæja! Hann hélt, að hann hefði satt að mæla, eins og ég með mína algleymistrú. Allir missum við marks á stundum. Þessi prestur er nú kominn yfir dauðamóðuna. Ég var sá fyrsti að rétta honum höndina og bjóða hann velkominn sem bróður. Erfitt var fyrir hann að breyta skoðunum sínum og gleyma hinum gömlu kenningum kirkjunnar um persónulegan guð, himin og helvíti. Og enn er hann hugsjúkur yfir því að hann eyddi miklu af sínu jarð- neska lífi til stuðnings þessum fölsku og að sumu leyti illu kenningum. Nú stendur ljóst fyrir mér, hvar ég breytti rangt í mínu fyrra lífi. Ég var oft stóryrtur og ekki nógu innilegur við konu mína og börn og þá, sem ég umgekkst mest. Fullkomnari og betri lærdóm en ég fékk allt mitt líf, öðlaðist ég hjá konu minni á leiðinni frá greftrun minni til heimilis okkar. Ég sat í kerr- unni hjá henni með börnum okkar, og heyrði hana segja þetta við dótt- ur sína: „Ef hann er í kvalastaðn- um, langar mig ekkert til himnarík- is.“ Þá fyrst lærði ég að þekkja mína góðu konu. Nú er hún komin til mín, og sumt af börnum okkar. Ég hef innilega ánægju af að taka á móti hverjum, sem kemur yfir, og ég vildi glaður ganga á ný í gegnum hina hræðilegu dauðamartöð, ef ég gæti með því sýnt fólki á jörðunni hvað dauðinn er. — Andlegt líf er líf hjálpseminnar. — Vor æðsta gleði er að hjálpa og læra. Hér er starfsamt líf, mikið að vinna og mikið að læra, endalausir mögu- leikar. Tiltölulega fáir hafa rétta hug- mynd um hvað hið æðra líf er, þar til þeir hafa fengið reynslu svipaða minni. Vér látum oss mjög annt um þá, sem enn eru á jörðunni, og tök- um hjartanlegahlutdeild í andstreymi þeirra og erfiðleikum. En vér getum mjög sjaldan látið þá vita af því. Vegurinn er að verða greiðfærari með hverjum degi, sem líður, og vér von- um að sá tími muni koma, að þér fá- ið að vita það sem vér höfum nú fengið vissu fyrir, að allir eru bræð- ur og systur, og aðeins ást og hlut- tekning getur bætt heiminn. Ef þú ert kærleiksríkur á jörðunni, þá bíð- ur þín sá kærleiki hér. Ef þú hjálp- ar nauðstöddum, verða allar þínar þarfir uppfylltar hér. Ef þú kastar steini úr götu þess, sem grýttan veg má ganga, verður vegur þinn sléttur hér. Svo er líka önnur hlið á lífinu hinu megin. „Eins og þú sáir, muntu uppskera.“ Hver sem vindi sáir, upp- sker hvirfilvind. Hver, sem gerir öðr- um rangt í hugsunum eða athöfnum, verður að bæta fyrir það tífalt. Ef þú rænir náunga þína því, sem þeim að réttu ber, hvort sem það eru fjár- munir eða mannorð, verðurðu að borga það til hins síðasta penings. Sérhver ill hugsun eða athöfn er FRÚIN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.