Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 21

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 21
£tœrAta hcna í keitni heitir Katja van Dyk og er frá Hol- landi. Hún er 2,32 metrar á hæð, skólaus — og 157 kíló á þyngd. Skórnir hennar eru númer 52. Vont er að vera of lítill, en verra er að vera of stór. Samt er Katja van Dyk ekki óhamingjusöm manneskja. Henni segist svo frá: „Þegar ég var stelpa, var mér sagt að borða hafragrautinn minn, svo að ég yrði stór og sterk. Ég borðaði hann nú sjaldnast, en samt varð ég býsna stór, hvort sem það var nú af því, að ég þrjózkaðist við að hlýða þessum tilmælum eða ekki. Mig hef- ur alltaf langað til að skoða mig um í heiminum, og það hlotnaðist mér, á þennan hátt. Nú er ég búin að sýna mig um allan heim — og sjá mig um í öllum heiminum. — Foreldrar mín- ir voru í meðallagi á stærð, og litla systir mín varð heldur ekki nema 1.90. — Ég varð að hætta í skóla, þegar ég var 10 ára gömul, því að allir bekkir og stólar urðu of litlir handa mér. Þegar ég fermdist var ég farin að nota skó númer 52, og nú þarf ég 7 og Vi metra í dragt handa mér og ég nota hanzka númer 14. Ég verð alltaf a« panta þrjú dús- in af sokkum í einu frá verksmiðj- unni, minna fæ ég ekki afgreitt. Það eina sem ég get fengið í búð, sem er við mitt hæfi, eru vasaklútar. Ég er oftasí í góðu skapi. En mér finnst stundum svolítið raunalegt að sjá litlar velklæddar konur horfa í búð- arglugga — það fyrirfinnst ekki sú verzlun í heiminum, þar sem ég get keypt föt að mínu hæfi. Ég get held- ur ekki farið út á götu, án þess að verði umferðarstöðvun. En ég kann vel við mig úti í sveit, finnst gaman að búa til mat og lesa góðar bækur, vinna í höndunum og ég hef yndi af listum. Mér finnst mjög gaman að fara í leikhús, en ég verð að gæta þess að setjast ekki framarlega, þá mótmælir fólkið aftar í salnum. — Ég hef reynt margt skemmtilegt á ferðalögum mínum. T. d. fékk ég einu sinni að setjast í rafmagnsstól- inn í Alabama, — það var að vísu enginn straumur á honum þá! Ég er góð vinkona Ingos og margra frægra hnefaleikárakappa. Aldrei gleymi ég þegar við Boy McCormick sýndum fyrir góðgerðarstofnun einu sinni. Hann var heimsmeistari í léttvigt. Hann lamdi mig hvað eftir annað í nefið. Loksins fór þetta að fara í taugarnar á mér og ég sló til hans og Boy þeyttist yfir kaðlana. Þegar ég gisti á hóteli, verður að setja saman tvö rúm til að ég geti lagzt niður. Ég borða heilt brauð í morgunmat, drekk heila könnu af kaffi og borða mikið smjör — í há- deginu kemst ég af með tvær til þrjár tylftir af buffum — þ. e. a. s. þetta er sagt um mig, en í raun og veru borða ég alls ekki svo voðalega mikið — ég verð að passa upp á lín- urnar! — Ég hef aldrei haft minni- máttarkennd af stærðinni — eigin- lega hefði ég heldur kosið að vera höfðinu hærri en lægri! Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það innri verðmæti hverrar manneskju, sem skipta máli. Ég á því láni að fagna, að geta séð fyrir mér sjálf, og gleðst þegar áhorfendur mínir geta haft gaman af mér. Lífið getur veitzt öll- um örðugt, en það verður að hafa sinn gang. — Ég gæti vel hugsað mér að giftast, eins og allar aðrar konur, — en hann yrði að vera höfð- inu hærri en ég!“ FRÚIN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.