Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 11

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 11
vel menntuð kona — gipt eða ógipt — sem er vel fær um að standa í sinni stöðu, þ. e. á sínu heimili, mun oftast nær afla sér þeirrar elsku og virðingar og réttinda, sem henni ber og sæmir fyrst og fremst. Svo mun og staða hennar í þjóðfélaginu verða þýðingarmeiri, að því skapi sem hún nær meiri fullkomnun í stöðu sinni á heimilinu. . . . En hvað þarf þá til þess að konan geti staðið vel í þess- ari merkilegu og vandasömu stöðu? Fyrst og fremst auðvitað, að hún hafi fengið gott og kristilegt uppeldi, ekki eingöngu kristilega uppfræðslu, held- ur það uppeldi, sem bæði með eftir- dæmi, með leiðbeiningum og með skynsamlegri umvöndun vekur og glæðir hjá barninu næmar tilfinn- ingar fyrir hinu rétta, hinu góða og hinu fagra, og um leið fyrir skyld- um við guð og menn. .. . Sjálfræðið ætti aldrei að líðast. ,,Hver, sem elsk- ar sitt barn, agar það snemma", agar það af elsku til þess og umönnun fyr- ir framtíðarvelferð þess. . .. sá eða sú, sem aldrei hefir sjálf lært að hlýða í æskunni, getur ekki heldur stjómað á seinni árum, þegar skyld- an og kringumstæður heimta það. Þetta er hinn fyrsti og bezti grund- völlur til þess að verða nýtur maður og nýt kona, í hvaða stétt eða stöðu sem er. En þessi grundvöllur verður ekki lagður annars staðar en á góðum heimilum, af góðum foreldrum, og einkum af góðum mæðrum. Móðirin hefir lykilinn að barnshjartanu.“ — Svo mörg eru þau orð og eiga ekki síður við í dag en fyrir 66 árum. Hverjar aðrar hafa verið skóla- stjórar á undan yður? Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við skólastjórn af frú Thoru árið 1907 og gegndi því starfi til ársins 1941. Frk. Ingibjörg var merk kona og kom miklu góðu til leiðar. Frk- Ragnheiður Jónsdóttir var síðan skólastjóri til ársins 1959 og skildi við skóla sinn í miklu áliti. — Hafið þér starfað lengi við Kvennaskólann ? — Ég hefi kennt við skólann frá i árinu 1955 og varð skólastjóri þar 1959. Það er auðséð, að frú Guðrún ann ; þessari stofnun. Henni er hugleikið að tala um skólann og námsméyjarn- ar og fréttamanni er kunnugt um, að hún heldur sambandi við margar þeirra, löngu eftir að þær eru út- skrifaðar. Og víst er starf hennar hugljúft: Að vinna að menntun verð- andi mæðra og uppalenda næstu kynslóðar. Hér sést skemmtileg mynd úr hjúkrunarkennzlunni. Stúlkurnar eru með brúðu og eru kennd handtökin, sem allar konur þurfa að kunna. Takið eftir líkaninu á miðri myndinni. Ur teiknitíma í öðrum bekk. Kennarinn, Sigrún Guðjónsdóttir, sést vera að leiðbeina, lengst til hægri á myndinni, •FR.ÚIN 1:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.