Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 28

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 28
Fa5irinn, sem sat fastur vi5 sinn keip Ungu hamingjusömu hjónin settust að í kalíforníska smábænum Arcata, strax eftir brúðkaupið. John hélt áfram námi sínu við Humboldt State College — það var annað skil- yrðið — og unga konan sá um heim- ilið. Þau höfðu ekki í hyggju að bæta við fjölskylduna, a. m. k., ekki fyrr en John hefði lokið prófi, en það fór á annan veg, eins og oft vill verða. í ágúst í fyrra skildist John, að hann mætti búast við því að þurfa að upp- fylla hitt skilyrðið, sem Betty hafði sett: að vera viðstaddur á spítalan- um, þegar hún fæddi barn! Hann bjóst ekki við neinum vand- ræðum, og fór með Betty á Trinity- spítalann í Arcata, þar sem Betty hafði ásett sér að eiga barnið á deild dr. Portalupi. Hvorugt hjónanna hafði minnzt á það einu orði við lækninn, að faðirinn ætlaði sér að vera viðstaddur fæðinguna. „Okkur datt ekki í hug, að neinn gæti verið því mótfallinn.“ sagði Betty. — Við höfum oft heyrt þess getið, að eiginmenn væru viðstaddir fæðingar, og ég álít, að það sé kon- unni mikill styrkur að hafa manninn sér við hlið, á þessari stundu. Mér finnst líka, að faðirinn hafi eigi minni rétt á að vera þar, heldur en lækir- inn!“ Um miðjan september þegar Betty kom á spítalann í venjulega eftirlits- rannsókn, minntist hún á það við hjúkrunarkonuna, að maðurinn henn- ar ætlaði að vera viðstaddur fæðing- una. Nokkrum mínútum seinna hafði þessi frétt borizt til eyrna dr. Port- alupi, og hann brást skjótt við. „Kemur ekki til mála!“ þrumaði hann. — „Þetta leyfi ég aldrei!“ John Quinn var mjög ákveðinn ung- ur maður, og strax og Betty hafði sagt honum frá viðbrögðum læknis- ins, setti hann sig í samband við lækn- inn. John hélt því fram að eiginmað- ur hefði lagalegan og siðferðislegan rétt til að vera vitni að því, þegar hans eigið barn kæmi í heiminn, og einnig væri hann siðferðislega skyld- ugur til að vera konu sinni til styrkt- ar í þeirri þrekraun sem biði hennar. 28 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.