Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 10
Námsmeyjar sýna íslenzka þjóðbúninga frá ýmsum tímum, á árshátíð skól-
ans. Fyrsti búningurinn (t. v.) er frá fimmtándu öld. Lengst til hægri er
skautbúningurinn í dag.
sagnfræðings. En tveir kvennaskólar
voru settir nokkrum árum seinna, á
Ytriey og Laugalandi. Frú Thora var
mjög merk kona, stórhuga og fram-
sýn og naut hún fyllsta stuðnings
manns síns. Hún fann sárt til þess,
hve menntunarskilyrði kvenna voru
léleg hér á landi. Sjálf hafði hún, á-
samt systur sinni, Ágústu, haft
stúlknaskóla, en hann lagðist niður,
er þær systur fluttust búferlum frá
Reykjavik. Barátta frú Thoru fyrir
þessu hugsjónamáli sínu, menntun
kvenna, er aðdáunarverð. En hún
naut stuðnings margra mætra manna
og kvenna, innlendra og erlendra, og
svo fór að hún setti Kvennaskólann
í Reykjavík fyrsta október árið 1874
í húsi þeirra hjóna við Austurvöll.
Húsnæðið var að sjálfsögðu alltof
lítið, og .fór svo, að 4 árum seinna
réðust þau hjónjn í nýja húsbygg-
ingu á sama stað;' og þótti sú bygg-
ing reisuleg. í því húsi var Kvenna-
skólinn þar til núverandi skólahús
var byggt árið 1909. í ritgerð, sem
frú Thora Melsted birti í ísafold árið
1897 segir hún m. a.: „. .. menntunin
er rétta undirstaðan undir öllu frelsi
og öllum framförum. Vel uppalin og
nokkur ár, en síðan bíður það þeirra
flestra að annast heimilisstörf og ala
upp börn sín, og við reynum að miða
kennsluna við þetta hvort tveggja.
— Hverjar eru helztu námsgreinar
skólans?
— Þær eru: íslenzka og erlendu
málin: danska, enska og þýzka. Einn-
ig er kennd stærðfræði og lesgrein-
ar, svo sem saga, landafræði, náttúru-
fræði, kristin fræði, ennfremur heilsu-
fræði, hjúkrun í heimahúsum, upp-
eldismál og félagsfræði. Við kennum
einnig vélritun og bókfærslu, skrift
og teiknun. Og svo að sjálfsögðu
fatasaum, hannyrðir matreiðslu og
leikfimi. Auk þess höfum við svo
einn frjálsan tíma í viku í efsta
bekknum og fáum rithöfunda og
fræðimenn til að flytja erindi og lesa
upp.
— Einhvern tíma hefði það þótt
góður kvenkostur, sem lært hefði
allar þessar námsgreinar, varð frétta-
manni að orði.
— En meðal annarra orða, skóla-
stjóri, þér sögðuð áðan, að Kvenna-
skólinn væri næst elzti skóli lands-
ins. Hvenær var hann stofnaður og
hver var fyrsti skólastjóri hans?
— Kvennaskólinn var stofnaður
árið 1874, og stofnandi hans var frú
Thora Melsted, kona Páls Melsted,
Frú Thora Mel-
sted (1907)
10