Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 5

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 5
Sjaldan hefur söngkona farið svo skjóta sigurför um heiminn, eins og sú, sem nefnd er hér að ofan. Jenný Lind virðist hafa verið söng- kona „af Guðs náð.“ Frá því er hún birtist fyrst í heimi söngs og hljóð- færarsláttar, þá laðaði hún að sér hvern og einn, sem á hana hlýddi; og hún gerði meira en að hrífa og laða; hún glæddi hjá mönnum inni- legri og dýpri skilning á hinu háleita og göfga í sönglistinni, og með allri ósérplægninni og sjálfsgleymninni í lífi sínu varpar hún ljóma yfir föð- urland sitt frammi fyrir öllum heim- inum. Jenný Lind fæddist í Stokkhólmi 6. okt. 1820. Hún hét réttu nafni Jó- hanna María, þó að hún gengi seinna undir nafninu Jenný. Foreldrar henn- ar voru verkafólk. Móðir hennar var ástundunarsöm og starfssöm að eðl- isfari; en örlynd og ströng, og varð Jenny litla margt ilt að þola af henn- ar hálfu oft og einatt. Frú Lind hafði í æsku fengið gott uppeldi; en böm- in voru mörg svo að mikið þurfti til heimilis að leggja; varð hún því með ýmsu móti að leitast við að sjá heim- ilinu farborða með manni sínum. Auk venjulegra starfa stofnaði hún t. d. dálítinn skóla og kenndi tungumál og hljóðfæraslátt. Og það var ein- mitt um þær mundir, sem Jenný Lind fæddist. En það var engin leið fyrir hana að hafa tvennt í takinu, sjá um litlu telpuna sína og halda uppi skóla. Hún ásetti sér því að koma Jenný til upp- fósturs og hreppti ágætis-heimili handa henni. Það var meðhjálpari einn upp í sveit, sem tók barnið að sér og á heimilinu hans fékk Jenný litla að njóta bjartra og blíðra bernskuára. Jenný litla var frjáls að reika úti um grænar grundirnar og hagana og skógana í kringum bæinn, innan um kálfa og kindur, hæns og endur, greniskóga og birkilundi, sáðjurtii og blóm; varð hin unga sál hennar full af miklum og margbreytilegum áhrifum hinnar víðlendu náttúru. En þessar unaðsstundir flýðu, því miður, allt of fljótt, því að móðir hennar tók hana heim til höfuðborg- arinnar, þegar hún var eigi fullra fjögra ára. Heima fyrir þótti hún alls staðar vera fyrir og til ama; varð lífið henni því allt annað en unaðs- sælu, minningarverðu dagarnir, sem hún átti í litla bænum meðhjálpar- ans. Til allrar hamingju kom amma hennar um þessar mundir til höfuð- borgarinnar. Lunderni hennar var kristilegt og viðkvæmt; sá hún brátt, að því fór fjarri, að Jenný litlu liði vel. Jenný hallaðist því brátt að ömmu sinni með öllu sínu barnslega trúnaðartrausti og kærleika, og það var vissulega amma hennar, sem undirstöðuna lagði að hinni djúpu, kristilegu trúarsannfæringu, er síð- an auðkenndi allt hennar líf og alla list hennar. Það var þegar á þessum árum, að Jenný Lind tók að lifa í heimi söngs- ins og hljóðfæralistarinnar. Það er sagt, að einn dag, er hún heyrði varð- fylkinguna fara fram hjá með gjall- andi hornablæstri, að þá hafi hún gengið að slaghörpunni og leikið hárrétt lagið, sem hún hafði heyrt, með einum fingri. En jafnskjótt sem hún var búin að því, greip hana ótti fyrir því, að hún hefði framið eitt- hvað rangt, og er hún heyrði í sömu andránni, að einhver kom inn úr eld- húsinu, þá faldi hún sig undir hörp- unni. Þetta var amma. Hún hafði heyrt hörpusláttinn og kom nú inn til að vita, hver það væri, sem slegið hefði hörpuna. Hún kom brátt auga á söngmeyna litlu, sitjandi í hnipri inni undir hörpunni, og dró hana fram, og spurði: „Varst það þú, Jenný, sem slóst hörpuna?" Jenný játaði brot sitt titr- andi með tárin í augunum og bað auðmjúklega fyrirgefningar á því, sem hún hafði gjört. Hjá móður sinni var hún vön að fá ofanígjöf og refs- ingu fyrir slíkt; en amma hennar talaði til hennar uppörfandi og hugg- andi orðum. Þegar frú Lind kom heim um kvöldið, sagði amma henn- ar frá, hvað gjörzt hefði og lauk máli sínu á þessa leið: „Taktu eftir orðum mínum! Þetta barn mun einhvern tíma verða þér til mikillar hjálpar!“ Snemma á morgnana og alla daga mátti heyra litla næturgalann ljóða á heimilinu. Einu sinni fékk Jenný kettling að gjöf, og þá varð það mesta yndi hennar, að sitja og kjá við kettl- inginn og syngja við hann. Oft nam fólk staðar fyrir utan húsið og hlust- aði á undursamlega fögru hljóðin hennar. Það var eitthvað svo dásam- lega mjúkt og hrífandi í söngnum hennar; tónarnir streymdu svo létt og leikandi út af vörum hennar, út af litlu barnsvörunum: þeir voru svo hreinir og skærir og þróttmiklir. Meðal þeirra, sem stóðu og hlust- uðu á hana, var þerna hjá danskonu einni við konunglega listdansa. Stúlk- an sagði þessari húsmóður sinni frá þessum litla „söngfugli' og söngnum hennar undursamlega, sem hún hafði heyrt. Frúin vildi ekki trúa þeirri sögu hennar þegar í stað; en samt sém áður gekk hún einn daginn fram hjá húsinu; var Jenný þá að syngja fyrir kisu sína. Skamma stund hafði hún hlustað, áður en hún hlaut að viðurkenna, að þerna hennar hefði alls eigi orðum aukið það, sem hún hafði sagt um ,,næturgalann“ í „Mást- er-Samúels-götunni“. Frúin fór því á fund móður Jennýar og bað hana að lofa sér að hafa barnið með sér til s&ngleikahússins, til að söngkenn- arinn', Craelins hirðritari, gæti feng- ið að hejyra og dæma um röddina. Móðir Jennýar gaf samþykki sitt til þess, en var þó treg til. Jenný var alls ekki vandræðaleg eða hrædd, er hún var leidd fyrir hinn fræga söngkennara, heldur gekk hún djarflega til móts við hann. • Hann bað hana að syngja, eitthvað sem hún sjálf vildi og þætti bezt; fór hún þá þegar að syngja nokkra af litlu dásamlegu barnasöngvunum sín- um, svo að sjálfum Craelusi komu tár í augu. Hann hafði þá Jenný með sér til leikhússtjórans, Puke greifa; virti hann undrandi litla, föla og magra andlitið á Jenný fyrir sér, og spurði hirðritarann: „Hvað er hún gömul?“ „Níu ára,“ svaraði Craelius. „Níu ára! En hér er þó víst ekki barnaheimili! Þetta er konunglega leikhúsið!" Greifinn lét hana þó syngja fyrir sig, og þá hljómaði fagra, skæra rödd- in hennar svo hugfangandi og gríp- andi, að leikhússtjóranum komu líka tár í augu. Og upp frá þeirri stundu var úr skorið um framtíð Jennýar litlu. Craelíus og aðrir höfðu loks feng- ið móður Jennýar til að láta hana ganga á leikhússkólann, gegn því loforði, að séð væri algjörlega fyrir allri kennslu og undirbúningsmennt- un hennar og öllu uppeldi hennar. Það var þá siður, að forstöðumaður leikhússins kom nemendunum í vist úti í borginni og gaf með þeim; fór þá svo að Jenný varð hjá móður sinni nokkur ár á kostnað leikhússins. f þessu sambandi má ekki gleyma að geta um Adolf Fredrik Lindblad, er víst varð einhver mesti vinur og velgjörðamaður Jennýar. Hann hef- ur með réttu verið kallaður Schubert þeirra Svíanna, svo frábært tónskáld var hann. Tónaljóð hans voru með FRÚIN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.