Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 32
inn var komið, reyndust þar fyrir um
200 manns, rússneskir aðalsmenn,
prestar og nunnur.
— Þetta var áhrifarík stund, segir
ungfrú Mitchell-Hedges, og augu
hennar ljóma, er hún rifjar þetta upp
fyrir sér. — Ég mun aldrei gleyma
henni. Tárin streymdu niður vanga
furstafrúarinnar, þegar hún sá mynd-
ina, er rifjaði upp fyrir henni svo
margt frá æsku hennar heima í Rúss-
landi. Það var dásamlegt, að það
skyldi falla mér í skaut að veita henn-
ar hátign þessa gleði!
Samkvæmt einni af þeim aragrúa
sagna, sem sagðar eru um „svörtu
jómfrúna“, fannst hún með einhverj-
um yfirnáttúrulegum hætti 1579,
en spurningin er aðeins þessi: Skyldi
það hafa verið hin sama helgimynd,
sem hrærði furstafrúna svo næstum
400 árum síðar? Sagan er á þessa
leið: Hermaður, sem búsettur var í
Kazan (á Volgubökkum mitt á milli
Moskvu og Sverdlovsk), átti unga
dóttur, sem fékk opinberun. Hún sá
helgimynd af Guðsmóður liggja í
snjónum úti fyrir húsi föður síns.
Frá myndinni stafaði geislum, sem
voru að styrkleika á við sólina, og
jafnframt heyrði stúlkan rödd segja,
að hún ætti að skýra munkum í
klaustri einu í grenndinni frá sýn
sinni. Og munkarnir fundu, að því
er sagan hermir, hina dýrmætu helgi-
mynd, sem varð rússnesku kirkjunni
svo mikilvæg.
Fyrir rúmum fimm árum skráði
Cyril G. E. Bundt, sem starfað hefur
í fulla hálfa öld við Viktoríu- og
Alberts-safnið í London, allar upp-
lýsingar, sem unnt var að afla um
myndina. Endanlegur úrskurður hans
var á þá leið, að mynd ungfrú Mit-
chell-Hedges sé dýrmæt eftirmynd af
upprunalegu helgimyndinni, sem or-
sakað gat kraftaverk, — en enginn
veit með óyggjandi sanni, hvort Cyril
Bundt hefur á réttu að standa.
Helgimyndin gætir sjálf leyndar-
máls síns.
—x—
En hún er ekki eini sjaldgæfi grip-
ursinn i eigu ungfrúarinnar, því að
í sama herbergi er geymdur kassi
með kiistalshauskúpu — svonefndri
örlagahauskúpu!
Hjátrúarfullir menn halda, að hver
sá, seni dirfist að brosa að hauskúpu
þessari, deyi skömmu síðar, og menn
segja . hálfum hljóðum, að margir
hafi þegar dáið af hennar völdum en
aðrir orðið alvarlega veikir.
Haiskúpa þessi fannst við Maya-
musteri eitt í Mið-Ameríku. Það var
faðir ungfrú Mitchell-Hedges, sem'
fann hana, og hauskúpan er talin vera
um 3600 ára gömul. Þegar litið er
á hana frá hlið, virðist í henni star-
andi, blátt auga, en augnatóttirnar
eru samt tómar. Og maður finnur
sannarlega ekki fyrir neinni löngun
til að hlæja, þegar maður virðir hana
fyrir sér.
En ef einhver skyldi hafa löngun
til að eignast þenna grip, þá ætti það
ekki að vera miklum vandkvæðum
bundið, því að hann er einnig til
sölu. Ástæðan fyrir því, að ungfrú
Mitohell-Hedges hefur svo mikinn hug
á að breyta hinum sérkennilegu grip-
um sínum í reiðufé, er þessi: Hún
er að undirbúa leiðangur, sem ætlað
er að finna fjársjóð, er nemur 150
milljónum punda, og var að sögn
grafinn í jörð á 17. öld af engum
öðrum en hinum fræga, brezka sjó-
ræningja Sir Henry Morgan, — og
ungfrú Anna Mitchell-Hedges telur
sig vita, hvar fjársjóðurinn er fólg-
inn.
Skömmu áður en faðir hennar
andaðist, fann hann eina af kistum
þeim, sem fjársjóðurinn hafði verið
grafinn í. í kistu þessari voru meðal
annars gamlar whiskyflöskur, en í
henni var einnig gimsteinum settur
meðalkafli sverðs og sitthvað annað
góðra gripa. Ungfrú Mitchell-Hedges
á þó ekki annað eftir af þessum fundi
en tvo rúbína, sem faðir hennar lét
greypa í eyrnalokka og gaf henni —
allt annað er hún búin að selja til
að afla fjár til leiðangursins. Nú bíð-
ur hún aðeins eftir því, að stjórn
í landi því í S.-Ameríku, er ræður
staðnum, þar sem fjársjóðurinn er
fólginn, gefi heimild sína til þess að
leiðangurinn komi og hefji leitina.
En það er nú önnur saga, eins
og Kipling kvað ....
Michel Angelo
og Vittoria Colonna
Framhald af bls. 30.
Það er aðeins eftirlíking fullkomn-
unar hans, skuggi af bursta hans,
hljómlist hans, sönglagi hans. .. .
Þess vegna er málara það ekki nóg,
að vera mikill og leikinn meistari.
Ég hygg að líferni hans verði einnig
að vera eins hreint og heilagt og
mögulegt er, til þess að andinn helgi
fái að stjórna hugsunum hans.“
Þessar látlausu viðræður áttu sér
stað innan og utan veggja San Sil-
vestro kirkjunnar, nærri gosbrunn-
inum, í skugga lárviðarrunnanna,
með Róm að fótum sér. Francesco
d’Ollanda, sem seinna málaði mynd
af snillingnum, ritaði niður aðal-
atriði samtalsins, og nokkrum öldum
seinna var það prentað undir fyrir-
sögninni „Samtal um málaralist".
Um Vittoriu Colonna skrifaði hann:
„Hún er ein göfugasta og frægasta
konan í öllum heiminum ... prýdd
öllum þeim yndisleik, sem hægt er
að telja konu til lofs.“
Trúaróttinn skelfdi Vittoriu svo
mikið, að hún hélt sig að mestu inn-
an klaustursdyranna og reyndi að
friða sig með meinlætum og bæn-
rækni. Þó kom hún alloft til Róm
að sjá vin sinn, og skrifaði honum
bréf úr klaustrinnu, innileg en á-
stríðulaus. Eitt bréfið byrjar svo:
„Óviðjafnanlegi meistari, Michel
Angelo, og ágætasti vinur minn“, og
er um frábæra teiknimynd af róðu-
krossi, er hann hafði gert fyrir hana.
Hún gleymdi aldrei að nota vald
það, sem hún hafði yfir honum, til
að uppörva hann og gleðja og mýkja
skap hans. Hún sendi honum sína
„andlegu sónhætti“, sem komu hon-
um sjálfum af stað að fara að yrkja í
frístundum sínum, sem alla hans ævi
voru heldur fáar. Árum saman
geymdi hann lítið bókfell, sem sjá-
aldur auga síns. Stóðu á því yfir 100
sónhættir, sem Vittoria hafði skrifað,
og sem gefnir voru út tveimur árum
eftir að fundum þeirra bar fyrst
saman. Einstöku myndir hans, mál-
aðar og höggnar, i|rðu til vegna
þess að Vittoria valdi efni þeirra.
Þannig er álitið, að hún hafi haft
áhrif á hann með að teikna tvær af-
bragðs myndir af upprisunni, sem
geymdar eru í Louvre og brezka
safninu. Árið 1544 gekk hún í róm-
verskt klaustur, og þar dvaldi hún
unz hún dó, 1547.
Michel Angelo var hinn sanni vin-
ur til hins síðasta, og var hjá henni
þegar hún andaðist. Að henni látinni
sagði hann „að hann mundi ávallt
harma það, að hafa ekki þorað á hinu
alvöruþrungna augnabliki, að þrýsta
vörum sínum í fyrsta sinni að enni
hinnar burt sofnuðu.“
Eftir lát Vittoriu, vann hann í þarf-
ir kirkjunnar og trúarbragðanna,
unz hann lézt, 1564.
32
FRÚIN