Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 24

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 24
AÐ ÞRAUKA SAIUAIM Smásaga Anne Marie eftir Opffer. — Eigum við ekki bráðum að reyna að tína þessar plómur, Elsa- Maria? sagði Stígur og kom inn með fullan lófa. — Ef við gerum það ekki, et ég þær áreiðanlega allar. „Við“ táknaði einfaldlega Elsu- Maríu, því að Stígur var alltof stór og þungur til að geta klifrað upp á veikar greinarnar, eða það var að minnsta kosti skoðun sjálfs hans. — Ég skal athuga, hvort ég hef tíma til að tína þær í dag, sagði hún þurrlega. — Ef hann gerir almennilega skúr, eigum við bara á hættu, að þær springi, og þá getum við ekki soðið þær niður. Já, já, ég veit, það er óþarfi að minna þig á það — mér má sama standa, þótt ég fái ekkert betra en niðursoðnar plómur. Elsa-María svaraði ekki. — Jæja, það er bezt að ég komi mér af stað. Að hugsa sér, ef ég gæti aðeins setið uppi í tré og hlustað á öll hljóð náttúrunnar og tínt heims- ins beztu plómur. Jæja, þeir eru til, sem geta það. Skömmu síðar fór hann út um gerðshliðið. Elsa-María braut saman blaðið, stakk munnþurrkunni í hring- inn, sópaði saman molunum, sem hann hafði sáldrað á dúkinn og gaf þá fuglunum, sem sátu í næsta tré og biðu eftir morgunverðinum sín- um. Stígur hafði aðeins drukkið hálf- an kaffibolla, svo að hún varð að hella afganginum, og hann hafði ó- hreinkað þrjá öskubakka við að hreinsa pípuna sína. „Að hugsa sér, ef ég gæti verið heima og notið lífsins,“ hugsaði Elsa- María. Hann gat aldrei skilið, að það var líka vinna að hafa húshald á hendi þegar alltaf þurfti að spara á öllum sviðum, og aldrei var hægt að hugsa um neinar endurnýjanir eða umbæt- ur af neinu tagi. Síminn hringdi. Það var frænka Elsu-Maríu, sem vildi bjóða henni með sér í ökuför í bifreið sinni. — Þú ættir heldur að skreppa hing- að til mín og hjálpa mér að safna plómuuppskerunni, sagði Elsa-María. — Já, það er svo sem þér líkt að bjóða mér upp á slíkt — nei, ég þakka þér kærlega fyrir. Það hentar mér ekki að hanga utan í trjám. Ég hringi til þín einhvern tíma seinna. Gerir þú þér annars grein fyrir því, að þú hefur alltaf einhverja afsökun á reiðum höndum, þegar ég vil bjóða þér eitthvað með mér. — Já, þannig var Elsa-María. Það var alltaf eitthvað í húsinu eða garð- inum, sem gera þurfti og ekki var hægt að fresta, af því að Stígur taldi, að ekki væri með neinu móti unnt að draga framkvæmd þess. — Þið lifið sannarlega góðu lífi — hafið garð með öllum þessum á- gætu ávöxtum, var alltaf viðkvæðið hjá fólki. Enginn hugsaði um vinn- una og alla ábyrgðina, sem með fylgdu. Stígur hafði verið fullur af áhuga til að byrja með, en ekki hafði liðið á löngu, áður en hann varð leiður á garðyrkjustörfunum. — Við verðum víst bráðum að fara að lú garðinn — heldur þú ekki, að kominn sé tími til að klippa rósirn- ar? Heyrðu, hvers vegna vex græn- meti nágrannanna miklu hraðar en okkar? Stígur var alltaf uppfullur af allskonar uppástungum um það, sem ætti að gera, en gerði aldrei neitt sjálfur. í garði nágrannans voru þau alltaf tvö um öll störfin. Og þau voru ekki nísk á bezta áburðinn, sem hægt var að fá. Elsa-María klippti gullna dahlíu, sem var með svo þunga krónu, að grannur stilkurinn bar hana varla. Hún kom krónunni fyrir í víðri skál. Svo reif hún öll visnuðu blöðin af pelargóníunum — þær voru alltaf svo duglegar að vaxa og svo þakklát- ar. Þakklæti varð sífellt sjaldgæfara „varningur“ — að minnsta kosti með- al manna. Elsa-María settist andartak í nýja garðstólinn hans Stígs. Sólin hellti geislum sínum yfir marglitt rósa- skrúðið — en hvað öll blómin þrifust og döfnuðu, og býflugurnar suðuðu jafnt og étt. Bara að hún gæti notið einhverrar aðstoðar af Stígs hálfu. Skömmu síðar fór hún út með körfu og ávaxtaklippu. Hún gekk rakleiðis að plómutrénu, en sá svo, Afbrýðisemi getur verið bezta lyf 24 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.