Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 13

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 13
- íitii inn tií (fcntlu ákáldanna - Annars er það stórmerkilegt, hversu íslendingar í Ameríku 'hafa varðveitt móðurmálið. Ég held þar ráði mestu um trúarlífið, og hve safnaðarlífið er mikið. Messað er t. d. á hverjum sunnudegi í Winnipeg bæði á íslenzku og ensku. Og þar fyrir utan á hin- um ýmsu stöðum þar sem landar eru eitthvað að ráði Á það má lika benda, að í Winnipeg eru gefin út 2 viku- blöð, Heimskringla og Lögberg. En skammarlega erum við landar hér heima hirðulitlir um þau. Þó vitum við það mætavel, að þessi blöð berj- ast í bökkum og hafa svo gert um nokkur ár. Einnig kemur út á 'hverju ári mjög vandað og læsilegt tímarit Þjóðræknisfélagsins, fyrir utan allan þann fjölda af ljóðabókum. Þeir hafa einnig gefið út leikrit, sögubækur, þjóðsögur o. m. fl. Sig. Júl. Jóhannesson, læknir og mannvinur, sem ekkert aumt mátti sjá, og um var sagt í mín eyru eitt sinn, að ef eitthvað mætti að hon- um finna, þá væri það helzt, að hann vildi helzt aldrei taka neitt fyrir sín læknisverk. Hann mælir á þessa leið: Ef drottinn gerði að gulli tár, sem geymir hugur minn, þá vildi ég gráta öll min ár til auðs í vasa þinn. Einar P. Jónsson mælir á þessa leið í kvæði, sem hann nefnir: Hugsað til íslands: Landið helga, heiðra morgna, hjartað geymir svipinn þinn, þar mun æskan endurborna eiga lengsta drauminn sinn. Ekki gleymir frú Jakobína John- sen landinu ,sínu, þótt hún dvelji lang- dvölum erlendis. Eitt kvæða hennar heitir Líti ég á landabréfið. Þar kemst hún m. a. svo að orði: Ei mun bregðast álfatrúnni útlæg hyggja mín. Blikandi blysfarir, „bleikur máninn skín“. Hulduhvammur, Álfaklettur, Kirkjuhvoll. Einn okkar ötulustu málsvari á er- lendum vettvangi, dr. Richard Beck, mælir á þessa leið, í kvæði, sem heit- ir: Heimhugur: Firðir og fjallanna dalir mér faðminn breiða sinn; hver fífill, sem fagnar þar grundu, er fæddur bróðir minn. Eitt stórbrotnasta skáld beggja megin hafsins, og sérstæðasta, er skagfirzki bóndasonurinn, sem horfði grátandi á eftir jafnöldrum sínum, er þeir voru á leið í skóla; ekki af öf- und, heldur af gremju yfir því, að vera svo fátækur, að geta ekki fylgt þeim eftir. Allir vita, að hér á ég við St. G. St., bóndann, sem barðist sigghörðum höndum fyrir lífsbrauði sinna og síns eigin, vestur í Kletta- fjöllum í Ameríku. Hann sendi frá sér 6 bindi af ljóðabókum, sem bera táknrænt nafn, Andvökur; táknrænt fyrir þá sök, að hann notaði and- vökunætur til ritstarfa. Hann mælir svo á einum stað: Það er óskaland íslenzkt, sem að yfir þú býr, — aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur land-vers og .skers! Var það ekki „óskaland íslenzkt“, sem bjó í hugum þessara manna, og annarra, þegar þeir skópu þessar og aðrar dýrmætar perlur, okkur eftir- komendum þeirra til hvatningar um ágæti landsins okkar kæra? Þetta sannar ef til vill orðsending til ís- lands, eftir Guttorm J. Guttormsson, mann, sem fæddur er vestur í Nýja íslandi í Ameríku. En ’hann hefur að- eins komið einu sinni til íslands, og þá orðinn fullorðinn: Vinsemd þín, nú veit eg það, var mér bezta gjöfin. Framar skilur okkur að ekkert nema gröfin. Síðastur í þessari upptalningu verð- ur gamanskáldið alþekkta, K.N. Hann mælir á þessa leið, eftir langa fjar- veru frá landinu sínu gamla og góða, en minnugur þess, að hafa alizt upp í fangvíðum og fjallafríðum Eyjafirði, og eigandi góðar minningar um fjörð- inn sinn kæra, sem hann mælir ,svo um: Svo dreymi þig um fríðan Eyjafjörð og fagrar bernskustöðvar inn’ í sveit, því enginn hefir guðs á grænni jörð — í geislum sólar — litið fegri reit. En upp’ á Brattahjalla hóar smalinn, og hjörðinn kyrrlát þokast framan dalinn. Og er þá þætti þessum lokið. „Njóti sá er nam, heilir þeir, er hlýddu." B an g s i. * FRÚIN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.