Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 63

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 63
ínmót smurt, þá eitt lag fiskur svo sósa, fiskur, sósa og brauðmylsnu stráð yfir. Bakist vel í heitum ofni í ca. 30 mín. Berist strax á borð með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Stór-lúða sem wienerschnitzel. 6 fingurþykkar sneiðar lúða salt og pipar ca. 1 eggjahvíta 1 pk. brauðmylsna (rasp) sítrónusneiðar sardínur kapar 1 dcl fisksoð rúmlega 1 matsk. Sherry. Fisksneiðarnar eru barðar lítið eitt með kjöthamri. Saxaðar aðeins með hníf og þá mótaðar eftir því, sem hægt er. Salti og pipar stráð á. Þeim síðan difið eftir nokkra stund í hálf- þeytta eggjahvítuna og svo velt í brauðmylsnu. Brúnaðar á pönnu, fal- lega brúnaðar þar til steiktar í gegn. Raðað á fat og á hvert stykki er lát- in sítrónusneið með uppvafinni sard- ínu eða gaffalbita og kapar í kring. Á pönnuna er hellt soði og víni, suð- an aðeins látin koma upp, þá hellt á fatið við fiskstykkin. Fatið skreytt t. d. með satatblöðum, gúrkum og tómötum. Ágætt með litlum brúnuð- um kartöflum en varast skal að hafa ekki of mikinn sykur á pönnunni. Kindakjöt í káli. 1 kg kindakjöt, bógur 1 gott hvítkálshöfuð Vz matsk. heill pipar eða/ 1 tesk. steyttur pipar 1 matsk. salt 2 matsk. hveiti 3—4 dcl vatn eða soð. Kjötið er skorið nokkuð smátt, kálið er skorið í parta. Ef notaður er heill pipar, er hann látinn í grisju og soðinn þannig með. Nota verður pott, sem er með vel þéttu loki. Það albezta væri ef búsáhaldakaupmenn flyttu inn gratinmót, potta og pönn- ur, sem hægt væri að bera á borð beint af eldavélinni. Smyrjið botn pottsins með smjöri, þá eru feitustu bitarnir látnir fyrst, þá kál, svo hveiti, pipar og salt (bezt samanbl.). Þá aftur kjöt, kál, krydd o. s. frv., en kál síðast. Sjóðandi vatni eða soði hellt yfir. Soðið við jafnan, en ekki of háan hita í IV2—1 % stund. Hrær- ið sem minnst í, aðeins hreyfið við botninn með fiskspaða svo örugt sé að ekki festist við, einnig má hrista pottinn dálítið öðru hvoru. Það eina, sem borið er með þessum rétti eru soðnar kartöflur. Þetta er mjög ljúf- fengur matur. Lapskaus. Ca. 225 gr saltkjöt ca. 75 gr. flesk ca. 200 gr nýtt kjöt ca. 4 dcl kjötsoð 375 gulrætur 75 gr selleri 150 gr gulrófur 750 gr kartöflur V2 stk. púrra eða/ lítill laukur. Sjóðið kjötið eða notið leifar af kjöti. Bæði kjöt og grænmeti er skor- ið, fyrst í sneiðar, svo í lengjur og svo í ferkantaða bita, púrran eða laukurinn í þunnar sneiðar. Græn- metið hrátt og kjötið, allt í pott og soðið ca 30 mín. Sem sagt allt soðið meyrt en ekki í graut. Hrært var- lega í. Á eftir þessum rétt, sem helzt á að berast á borð í pottinum, þá bjóðið nýja ávexti, að minnsta kosti þegar nóg er af þeim. Buff úr hvalkjöti eða hestakjöti. Veljið ljóst og fallegt kjöt, reynið að draga ljósu sinarnar úr. Skerið vænar sneiðar (ca IV2 cm) þvert yf- ir kjötið og berjið. Stráið á salti og pipar og steikið vel beggja megin. Látið pott með litlu vatni ásamt 2—3 blöðum af lárberjalaufi, mjólk og 3 súputeningum eða öðrum súpu- krafti. Sjóðið stutta stund, jafnið með hveitijafning, krydduðum með pipar, karry, engifer og ca V2 dcl tómatlög og sjóðið ca. 10 mín. Raðið á fat, skreytið með tómötum, eggja- bátum, gúrkum og blaðsalati. Berið á borð með kartöflumósi. Rabarbaraábætir með eggjakremi. 700 gr rabarbari 3 dcl vatn 200 gr sykur 1 matsk. kartöflumjöl. Beztur er vínrabarbari í þennan rétt. Hann er þveginn og skorinn í ca. 3 cm bita og soðinn aðeins meyr, (má ekki fara í sundur) í vatni og sykri, rabarbarabitarnir færðir upp í skál, en lögurinn soðinn aðeins leng- ur, þá jafnaður með kartöflumjöls- jafning og síðan hellt yfir rababar- ann í skálinni. Látið kólna. Þá er að búa til eggjakremið. Mjólkin er hituð með vanilludropum, á meðan eru eggin þeytt með sykri, síðan blandað í mjólkina, hitað að suðu, stöðugt hrært í, má alls ekki sjóða. Kælt. Stífþeyttum rjóma blandað varlega saman við. Kreminu Hellt yfir rab- arbarann; skreytt með Linsoðnum sveskjum, sem steinarnir hafa verið losaðir úr og í þeirra stað eru Látn- ar heitar, afhýddar möndlur. * FRÚIN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.