Frúin - 01.10.1963, Page 12

Frúin - 01.10.1963, Page 12
PÁLL melsted og thora melsted. 3. nóv. 1909. (Gullbrúðkaupskveðja frá Kvennaskóla Reykjavíkur). Blessuð tíð, sem heimur ber ykkur hjónum Heillum krýndan gullin-brúðkaupsdag; Liðnar tíðir svífa fyrir sjónum, Sjáið þessa stund með gleðibrag! Löng var samvist, lofsæl brautin farna, Léð varð fáum svo að hálfna öld; Einstakt dæmi, enda mun þess gjarna Endurminzt af Snælands-barn fjöld. Dagur þver og nálgast tekur njóla, Njólan sú, sem öllum kveðin er; Þiggið þá frá ykkar eigin skóla Óskamálin fram sem berum vér; Njótið gömul gulls í heiðurs-sveigi Geisla við, er blíðust kvöldsól ljær, Og er sezt hún, sæmdar fylgi degi Svo sem heiðnótt beggja minning skær. Stgr. Thorsteinsson. — Kvennaskólinn í Reykjavík er fjögurra ára skóli, segir skólastjórinn. Nemendur koma með fullnaðarpróf úr barnaskóla og eru víðsvegar að af landinu, þótt meirihluti þeirra sé úr Reykjavík. í skólanum eru að jafn- aði um 225 nemendur. — Háir húsnæðisleysi ekki starfi skólans? spyrjum vér frú Guðrúnu. — Jú, það gerir það, segir hún. í skólanum eru fjórar bekkjardeildir og hver bekkur er tvískiptur. — Teljið þér hagkvæmara að hafa skólana ekki mjög stóra? — Ég tel það réttara. Það er nauð- synlegt, að kennarar hafi samband við nemendurnar, ef vel á að takast. Allt eftirlit er erfiðara, ef fjöldi nem- enda er mikill, og við viljum, að skólareglum okkar sé framfylgt. — Hvernig er með félagslíf í skól- anum? — í Kvennaskólanum eru félög námsmeyja, t. d. málfundafélagið „Keðjan“ og bindindisfélag. Náms- meyjar gefa út skólablað, og er sér- stök ritnefnd úr þeirra hópi, sem sér um það. Námsmeyjar hafa dansæf- ingar og svo árshátíð, og sjá þær sjálfar um skemmtiatriði. Ennfremur hafa þær svokallað „eplakvöld“ fyrsta laugardag eftir jólaleyfi. Þar sýna stúlkur úr hverjum bekk skemmtiatriði, og kennurum er boð- ið upp á veitingar, síðan er skemmt sér við söng og dans. í skólanum er líka starfandi íþróttafélag, og stúlk- urnar urðu mjög glaðar, er þær unnu skólaboðsundið í vetur. Þær höfðu oft áður verið neðarlega, en unnu í þetta sinn. — Við höfum heyrt, að skólanefnd starfi við skólann. — Já, það er rétt. Formaður henn- ar er frú Sigríður Briem Thorsteins- son, og með henni eru séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sem hefur starfað í nefndinni í 48 ár, frú Lauf- ey Þoreirsdóttir og Aðalsteinn Eiríks- son, fulltrúi, og skólanefndin hefur unnið ákaflega mikilvægt og gott starf í þágu skólans. — Nemenda- sambandið, en formaður þess er frú Regína Birkis, hefur einnig veitt skólanum mikinn stuðning. — Hve margir kennarar eru við skólann? — Tíu fastir kennarar auk stunda- kennara. — Er ekki erfitt að fá kennara? — Nei, kennaraskorturinn er meiri úti á íandi en hér í Reykjavík. Ég sé, að það er enginn vandi að fylla síður „Frúarinnar“ með því að ræða við frú Guðrúnu, en við verð- um nú að láta staðar numið að sinni. Ég ber að síðustu upp eina, að vísu ekki óvenjulega, spurningu við frú Guðrúnu. Frú Guðrún er húsmóðir og á indælt heimili Hún á þrjá sonu og var gift Jóni Jóhannessyni pró- fessor, en missti mann sinn fyrir sex árum. Og þótt manni virðist skóla- stjórastarfið við þennan stóra skóla vera ærið nægt viðfangsefni, virðist heimili hennar ekki vera neitt tóm- stundastarf. Auk þess fæst frú Guð- rún við ritstörf, og er bók hennar „Skáldkonur fyrri alda“ mörgum kunn, og mun von á öðru bindi fyrir jól í vetur. Og spurningin var eitt- hvað á þessa leið: — Eigið þér ekki erfitt með að annast heimili yðar ásamt skóla- stjórastörfunum? — Ég álít það aðalstarf hverrar konu að ala upp börnin sín. Ég horfi undrandi á þessa konu og verður hugsað til margra, sem ég þekki og alltaf eru að tala um, hvað þeir hafa mikið að gera. Samtalinu er nú lokið og frú Guðrún fylgir tíð- indamanni til dyra. Er ég hugsa um samtal okkar á leiðinni heim, varð mér einna minnisstæðast það, sem hún sagði við mig að skilnaði: — Það, sem hver og einn hefur lært, verður ekki frá honum tekið, á hverju sem gengur. * Heimurinn er í hættu, meðan allir vilja ráðast á aðra, án þess að at- huga sjálfa sig. ( Sókrates.) Gæfan er eins og konan, því meira — sem hún gefur, því meira heimtum við. (Napoleon.) Ást verður aldrei mæld með öðru en þeim fórnum, er hún færir. (Byron.) Skynsemin sér gallana. Miskunn- semin umber þá. (Schuman.) Sá þekkir yfirborðið, er með straumnum flýtur, en grunninn sá er kafar. Steinar, sem Egyptar notuðu í minnismerkin miklu, voru svo þung- ir, að það tók einu sinni 2000 menn þrjú ár að flytja einn stein úr nám- unni í pýramídann, ,sem þá var ver- ið að reisa. Ein af sögubókum Forn-Egypta er pappírsrúlla, sem er 133 fet á lengd. 12 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.