Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 61

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 61
ar í skelfingu sinni og augnaráðið bar vott um það, að frá okkur hlyti hún að fá hjálp. Við hlaupum allt hvað við gátum í áttina til orustu- vallarins með hrópum og handleggja- slætti, en við urðum of seinar. Álft- irnar komu tíkinni í vökina áður en við komumst nógu nálægt til að skakka leikinn. En okkur datt ekki í hug að svíkja vin okkar í tryggðum. Við héldum því rakleitt að vökinni, þar sem vesal- ings .skepnan klóraði með framlöpp- unum í skörina, en álftirnar flugu yfir henni hlakkandi og ögrandi. En nú tók ísinn allt í einu að ganga í bylgjum undir fótum okkar, og svo fór að braka í honum, þegar nær dró vökinni. Þá var að skríða, og það gerðum við. En allt í einu tók ísinn aftur að bresta og svigna, svo við urðum að snúa frá. En nú vorum við komnar í vígahug engu síður en álftirnar. Okkur datt það ráð í hug að hlaupa fram að ósnum og kalla í tíkina, og vildum láta hana synda eftir vökinni til lands við ósinn. Hún reyndi þetta, en álftirnar réðust á svipstundu á hana, svo hún sneri við að .skörinni aftur. Systir mín kom með þá tillögu, að ráðast að álftun- um með grjótkasti, en það var ekki hægt um vik. Jörð var öll gadd- freðin eftir langvarandi frost. Samt náðum við nokkrum smáhnullungum upp og hentum þeim í áttina til álft- anna. En það var eins og að stökkva vatni á gæs, þær hreint og beint tóku ekki eftir því. Þetta var nú farið að dragast í tímann og við sáum, að farið var að draga af Tátu í vökinni. Okkur var báðum ljóst, að nú þyrfti að grípa til skjótra aðgerða, ef ekki ætti illa að fara. Aldrei datt okkur til hugar, að gefast upp. Systir mín var heldur lítil og grönn eftir aldri og mjög létt, ég aftur á móti stór og þung. Okkur kom nú saman um að hún reyndi að skríða ein fram að vökinni og freista þess að ná til tíkurinnar. En bandlaus mátti hún ekki fara, það var okkur ljóst. Við vorum í buxum og með mittis- ólar, og nú voru þær spenntar sam- an og þeim hnýtt um fót henni. En þetta var of stutt band. Þá tókum við treflana okkar, sem báðir voru langir ullartreflar, og bættum þeim við spottann, en það nægði ekki. Þá hugkvæmdist okkur að fara úr sokk- unum, háum ullarsokkum, og hnýta þeim við. Þetta kostaði þó nokkra fyrirhöfn og tíma, og ég minnist þess, hve ég sá eftir því efni, sem fór í hnútana. Nú var vaðnum hnýtt um annan ökla systur minnar og síðan lögðumst við flatar á ísinn. Hún mjakaði ,sér eftir ísnum í áttina að vökinni og ég ríghélt í spottann. Þetta var mikið hættuspil. Við gátum átt von á því á hverri stundu, að álft- irnar réðust á systur mína, en það gerðu þær ekki, sem betur fór. Þeg- ar tíkin sá, að hjálp var á næstu grösum, steinhætti hún að emja i vökinni, en horfði full trúnaðar- trausts á systur mína, sem hlykkj- aðist eins og ormur í áttina til henn- ar, þumlung fyrir þumlung. Loks náði hún til hennar og greip í hnakka- drambið á henni, miklu taki. Tíkin hefði áreiðanlega undir öðrum kring- umstæðum ýlfrað ámátlega undan þessu taki, en nú gaf hún ekkert hljóð frá sér. — Dragðu nú, ísinn er að brotna, kallaði systir mín, og ég lét ekki á mér standa. Ég þaut á fætur, lagði vaðinn um þverbak og dró svo bæði hana og hundinn í áttina til mín. Þetta gekk vel, en systir mín sagði mér, þegar að landi var komið, að svo mikið hefði skörin verið farin að svigna undan sér, þegar hún náði í hundinn, að hún hefði ekki þorað að kippa honum upp úr vatninu af ótta við að þá mundi ísinn brotna undan sér. Við vöfðum Tátu strax inn í peysu og flýttum okkur heim. Ekki varð henni neitt meint af volk- inu og ekki sögðum við neinum frá þessu þegar heim kom, enda ekki með sem hreinasta samvizku, eftir að hafa stolizt á vatnið. Ef til vill er þetta ekki í frásög- ur færandi, hélt sögumaður áfram, og sjálfsagt barnalega að farið í björg- unarstarfinu. En þetta hefði getað kostað líf okkar þriggja. En ég er viss um, að þótt um mannslíf hefði verið að ræða þarna í vökinni, hefði okkur systrunum ekki verið meiri fögnuður í huga af afloknum raun- um, en okkur varð, þegar okkur hafði tekizt að bjarga blessaðri skepnunni henni Tátu litlu, sem sannarlega var vinur okkar. M. Th. HVERNIG FULLNÆGJUM VIÐ DAGSÞÖRFINNI? Hér fer á eftir yfirlit um heiidar dagsþörf þeirra fæðuefna, sem reiknuð eru út i línuritunum.1) Hitaeiningar ............... 3000 — 100% af dagsþörf Eggjahvíta ................. 70 g = 100% af dagsþörf Kalk ........................ 0.7 g = 100% af dagsþörf Fosfór....................... 1.3 g = 100% af dagsþörf Járn .................... 12 mg = 100% af dagsþörf A-vitamín ........... 3000 a.e. = 100% af dagsþörf B,-vitamin........... . 300 a.e. = 100% af dagsþörf C-vitamin 30 mg = 100% af dagsþörf Linuritin i bókinni eru reiknuð út samkvæmt þessan dagsþörf, sem er meðalþörf manns, er vinnur létta vinnu og vegur 70 kg. Þörf hans eru sýnd með linuriti á næstu siðu Honum eru ætluð 100r/r af dagsþörf Niðurlagsorð Línuritin i þessari bók eru fyrst og fremst gerð til þess, að fljótlegt sé fyrir þá, sem nota hana að fá yfirlit yfir efnainnihald réttanna i að- alatriðum. Hægt er siðan að hafa hliðsjón af þvi við samsetningu fæðisins. Efnainnihald fæðunnar er reiknað út eins nákvæmt og kostur er. Miðað er við upprunalegt efnainnihald eins og það er i ósoðnum mat- vælunum. Linuritin eru ætluð til hliðsjónar fyrir leikmenn en ekki sem grundvöllur fyrir visindalegar rannsóknir. Við útreikninginn á linuritunum var farið eftir næringarefnatöflu prófessors Júlíusar Sigurjónssonar, danskri töflu frá „Statens vita- minlaboratorium" og amerískri töflu „Food Composition Tables for International Use“. Gera má ráð fyrir einhverri rýrnun á efnainnihaldi fæðunnar, bæði við geymslu og matreiðslu. Er þar fyrst og fremst um að ræða stein- efnin og vatnsuppleysanleg vitamin, þ. e. B-vitaminin og C-vitaminið. Þessi efni fara út i suðuvatnið. Það ætti þvi að vera föst regla að nota það til matar. Þvi lengur sem maturinn er soðinn, þvi meir fer út í soðið af þessum verðmætum efnum. Úr „Matreiðslubókin mín“, sjá auglýsingu bls. 17 FRÚIN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.