Frúin - 01.10.1963, Síða 28

Frúin - 01.10.1963, Síða 28
Fa5irinn, sem sat fastur vi5 sinn keip Ungu hamingjusömu hjónin settust að í kalíforníska smábænum Arcata, strax eftir brúðkaupið. John hélt áfram námi sínu við Humboldt State College — það var annað skil- yrðið — og unga konan sá um heim- ilið. Þau höfðu ekki í hyggju að bæta við fjölskylduna, a. m. k., ekki fyrr en John hefði lokið prófi, en það fór á annan veg, eins og oft vill verða. í ágúst í fyrra skildist John, að hann mætti búast við því að þurfa að upp- fylla hitt skilyrðið, sem Betty hafði sett: að vera viðstaddur á spítalan- um, þegar hún fæddi barn! Hann bjóst ekki við neinum vand- ræðum, og fór með Betty á Trinity- spítalann í Arcata, þar sem Betty hafði ásett sér að eiga barnið á deild dr. Portalupi. Hvorugt hjónanna hafði minnzt á það einu orði við lækninn, að faðirinn ætlaði sér að vera viðstaddur fæðinguna. „Okkur datt ekki í hug, að neinn gæti verið því mótfallinn.“ sagði Betty. — Við höfum oft heyrt þess getið, að eiginmenn væru viðstaddir fæðingar, og ég álít, að það sé kon- unni mikill styrkur að hafa manninn sér við hlið, á þessari stundu. Mér finnst líka, að faðirinn hafi eigi minni rétt á að vera þar, heldur en lækir- inn!“ Um miðjan september þegar Betty kom á spítalann í venjulega eftirlits- rannsókn, minntist hún á það við hjúkrunarkonuna, að maðurinn henn- ar ætlaði að vera viðstaddur fæðing- una. Nokkrum mínútum seinna hafði þessi frétt borizt til eyrna dr. Port- alupi, og hann brást skjótt við. „Kemur ekki til mála!“ þrumaði hann. — „Þetta leyfi ég aldrei!“ John Quinn var mjög ákveðinn ung- ur maður, og strax og Betty hafði sagt honum frá viðbrögðum læknis- ins, setti hann sig í samband við lækn- inn. John hélt því fram að eiginmað- ur hefði lagalegan og siðferðislegan rétt til að vera vitni að því, þegar hans eigið barn kæmi í heiminn, og einnig væri hann siðferðislega skyld- ugur til að vera konu sinni til styrkt- ar í þeirri þrekraun sem biði hennar. 28 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.