Stígandi - 01.07.1945, Side 15

Stígandi - 01.07.1945, Side 15
stígand: þorsteinn m. jónsson sextugur 189 gáfustarfsemi hans fyrst og fremst hugsjónamál, þáttur í fnenn- ingarstarfi hans. Um það er þeim kunnast, er þekkja hann bezt. Smekkvísi hans og vandvirkni sem bókaútgefanda er viðbrugðið. Bækur þær, sem hann hefir gefið út, eru nú ná!. tveim hundr- uðum að tölu. Jafnframt bókaútgáfu sinni hefir Þorsteinn M. Jónsson lagt mikla stund á bókasöfnun allt frá bernskudögum. Hann mun nú eiga eitt hið allra stærsta og merkilegasta l)ókasafn, sem ti! er í eigu einstaklinga hér á landi. Eru þar margar fágætar og dýrmæt- ar bækur. Og að öllu leyti er safnið hið vandaðasta. Þorsteinn tók við stjórn Gagnfræðaskólans á Akureyri haustið 1935. Þá voru nemendur fáir, og húsakynni þau, sem skólinn liafði til afnota, lítil og óhentug. En sókn að skólanum fór ört vaxandi eltir að Þorsteinn tók við stjórn hans, svo að húsnæðis- leysi stóð skólanum brátt fyrir þrifum. Hófst Þorsteinn þá handa um undirbúning og f járútvegun með tilstyrk ágætra og víðsýnna manna í skólanefnd til að reisa skól- anum liús. Fáum árum síðar var húsið komið ujap. Er |>að eitt fullkomn- asta og veglegasta skólahús landsins og rúma kennslustofurnar nál. 300 nemendur, en síðastl. vetur voru þeir um 200. Þorsteinn M. Jónsson hefir með orði og athöfn gerzt einn af merkustn skólamönnum samtíðarmanna sinna hérlendra. Skólastjórn lians er með ágætum. Hann er í bezta lagi til jjess liæfur vegna heillyndis, skapfestu og annarra góðra eiginleika að skajra menningarlegan skólal)rag. Kennari er hann hinn snjallasti, ljós í skýringum, orðslyngur og lætur jafnaðarlega lýsa af „neistanum". Um Þorstein má það segja, ef slíkt er sannmæli um nokkurn, að liann sé fæddur kennari, því að hann var innan 10 ára aldurs, Jregar hann byrjaði kennslustarf. Var það með Jreim hætti, að hann safnaði um sig börnum, Jiegar færi gafst, lét þau setjast skijDulega, en stóð sjálfur og þuldi jDeim vísdóm sinn, er liann hafði Iesið eða lieyrt um eitt og annað, er lieillaði hug lians. Hann er maður frjálsmannlegur, alúðlegur og einlæglega kurteis í framgöngu og ber þann persónuleik, sem skapar traust og virðingu utan skóla og innan. Nemendnm sínum er Þorsteiun umhyggjusamur og rnætir ósk- um þeirra með næmum skilningi. Það hefir jafnan verið venja Þorsteins, að flytja nokkur erindi

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.