Stígandi - 01.07.1945, Page 20
194
SKÓLARNIR OG NÁTTÚRUFRÆÐIN STÍGANDI
mér að arnast við fýsi manna að læra erlend mál, enda þótt ég
telji mikið vafamál, hvort rétt sé að einbeita kröftum skólanna
jafnmikið og gert er í því efni. En hitt er mér fullljóst, að það er
áreiðanlega eins vænlegt til þroska hverjum manni að læra staf-
róf náttúrufræðinnar og byrja að stafa sig áfrarn í hinni miklu
bók náttúrunnar eins og að læra þau byrjunaratriði í erlendu
máli, sem nægja til þess að gera sig skiljanlega ferðalöngum eða
lesa létta reifara, en öllu lengra nær ekki málakunnátta fjölda
manna, sem þó telja sér hana nauðsynlega og hafa nokkru fórnað
til þess að afla sér hennar.
En ekki tjáir aðeins að sakast um það sem er, heldur ef unnt
er að leita orsaka og úrræða. Það væri áreiðanlega mikilsvirði,
ef unnt væri að vekja fleiri Islendinga til áliuga og umhugsunar
um þá náttúru, sem vér lifum og hrærumst í, og það hlýtur að
verða viðfangsefni skólanna í landinu, ef á annað borð nokkuð
er unnt að gera í þessum efnum. Því verður ekki neitað, að skóla-
tími hér á landi er mjög óheppilegur náttúrufræðinámi. A vetr-
um er þess sáralítill kostur að fara með nemendurna út og sýna
þeim hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Veður eru óhagstæð
og land snævi hulið. Þá eru og margir skólar þannig settir, að
fátt eitt er að skoða í næsta nágrenni þeirra, en ef fara jxirí lengra
en ein kennslustund nægir til, Jiá trufla slíkar ferðir um of
kennsluna í öðrum greinum, svo að þessa leið er ekki unnt að
fara nema að litlu leyti. En hitt er jafnvíst, að engin leið er vísari
til að vekja áhuga nemenda á jDessum fræðum en sú aðfarameðjíá
og sýna jDeim jDau undur, sem náttúra landsins býr yfir, en leggja
um leið bækurnar á hilluna. Til nokkurra úrbóta í Jaessu efni
hafa skólaferðir Menntaskólanna eflaust verið hugsaðar. Enda
verður Jdví ekki neitað, að í þeim hefir oft gefizt færi á að skoða
marga merkilega hluti, svo að nemendur hafa verið sýnu fróðari
eftir, en jafnoft hefi ég óskað Jress, að kostur hefði verið að fara
Jiá ferð fyrr á skólaævi þeirra nemenda, því að í V. bekk, sem J^ær
ferðir fer, er að mestu lokið námi í náttúrufræði, og með öllu í
Jreim greinum, sem slíkar ferðir koma mest að haldi, en Jiað
eru jarðfræði og grasafræði.
En Iiér er um að ræða hluti, sem ekki verður breytt að nokkru
ráði. Skólana verðum vér að halda á vetrum, og allar ástæður
mæla gegn Jdví að lengja skólatímann nokkuð sem heitir fram á
sumarið, Joá yrði t. d. sumaratvinna alls þorra nemenda eyðilögð,
og um leið torvelduð skólavist allra nema nokkurra efnamanna.