Stígandi - 01.07.1945, Síða 25

Stígandi - 01.07.1945, Síða 25
STIGANDI SÝNIR 199 Tókst þú litlu Lísu frá mér? Loks! — nú skil ég, þú ert sá, er bætir synd og býrð í kirkjum, — burtu, Kristur, snertu ei mig! Leið mig ei til ódauðleikans! ég er sjúkur, hold mitt rotið, — jafnvel inn' í hrjáðu hjarta holund kolsvört, banvæn er. .... Yztu myrkrin um mig vefjist, augnaráð mitt sérhvern skelfi, óhreinn, óhreinn! kalli hver sem kemur óvart nærri mér! Áttu rúm í hæstum hæðum handa barni myrkra nátta, svikagleði öls og óra? Átt þú lífsins vígsluskál? Ert þú bæði bróðir og drottinn, breiskum manni hinzta líknin? Getur orð þitt enn þá rekið illa vætti úr spilltri sál? IV. Horfinn er hann. Aleinn dvel ég, um mig lykur þögul nóttin. Sárin blæða. Bleikur dauðinn bíður hljóður eftir mér. Þýtur í skógi. Myrkrin magnast, minning týnda vindur þylur, hvíslar hinztu hugsun mína: Hjálpað enginn getur þér! Guðmundur Frímann þýddi.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.