Stígandi - 01.07.1945, Page 27

Stígandi - 01.07.1945, Page 27
STIGANDI VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN? 201 Lækurinn rann undir jarðbrú og sást ekki nema í stöku stað og voru þar þá djúpir pyttir. I>ess vegna höfðum við öngla á reið- um höndum, en béittum þá ekki eins og handa yrðlingum, með nýju k jöti, heldur settuin á þá margar bréförður, sem \ ið tókum úr vösum okkar, en þær voru að því leyti merkilegar, að öðrum megin voru þær hárauðar, en hinum megin silfurhvítar. Og þegar þær svo koniu í vatnið og fóru að snúast með önglinum, virtist þetta mjög girnileg beita. Nokkra stund renndum \ ið niður, en árangurslaust. Kom á eitt haglélið og ætlaði það að æra hestana, svo að ég hljóp til þeirra og náði þeim. Var ég nálægt Sigvakla með hestana, þegar ég sá, að hann tókst á loft og hrópaði: „Halló, halló!" Leyndi sér ekki sigurgleðin í röddinni. Og á bakkanum hopp- aði hann í kringum vænan og spikl'eitan silung, sent glæpzt hafði á okkar bröndóttu „flugu“. Þegar við fórum að skoða silungínn, heyrðum við skammt al t- an við okkur einkennilegar raddir, er við kcmnuðumst strax við. \'oru þar á sveimi þrír svartbakar, er gáfu til kynna, að þarna vær- um við að ræna frá þeim og uhgum þeirra. En við vorum á ann- arri skoðun. Ég tók aðra byssuna og beið þar lil einn þeirra sveil í færi ylir okkur, þá skaut ég, og kom hann niður rétt hjá okkur. Eftir litla stund vorum við komnir af stað. Ég reiddi silunginn og aðra byssuna, en Sigvaldi reiddi hina og þar að auki hafði hann hest í taumi, en á honum höfðum \ ið farangur okkar og þar tylltum við svartbaknum aftan á. Þegar \ ið höfðunt farið um þriðjung leiðarinnar heim að Búr- fellskoti, dundi á okkur eitt élið með höglum á stærð við mat- baunir og með st'b miklum krafti, að þótt þau væru úr snjó, en ekki blýi, fældu þau hestana fyrir okkur, enda áttum við á móti að sækja og við þann sprett losnaði um svartbakinn, sem bundinn \ar á lausa hestinn, svo að á tímabili virtist hann vera búinn að fá nýtt líf, en til ólukku var hann svo vel bundinn á fótunum, að hann losnaði ekki við hestinn, heldur hætti hesturinn ekki fyrr ólátunum, en hann var búinn að losa sig við allt, sem losnað gat, og það sem verra var, þá datt Sigvaldi frændi minn af baki, en þá eins og oftar, bjargaði snarræðið honum og byssunni frá skenrmd- um. Hann sat á stórum, gráum hesti, sem hann átti og var í eðli sínu

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.