Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 29
STÍGANDI
VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN?
203
því að svo mikið var hann búinn að hlakka til að fá nýsoðinn sil-
nng.
Við stóðnm hvor á móti öðrum við lækinn, þar sem hann kom
undan næstu jarðbrú, — og biðum.
Halló! Þar kom hann og sá í blóðrauðan kviðinn, en allt of
djúpt til að seilast með hendurnar.
Með hjálp byssuhlaupanna gátum við að Iokum fært liann upp
að bakkanum öðrum megin, og náði frændi minn þar í hann með
þeim ummælum, að nú treysti hann mér alls ekki fyrir honum
lengur.
Eftir þetta gekk ferðin slysalaust, og þegar nálgaðist Búrfells-
kofann, hleyptum \ ið á sprett og var það auðvelt, því að enn þá
virtust klárarnir vera á flótta undan hinum fljúgandi svartbak.
É.g t'ar nokkrum sekúndum á undan Iieim að kofanum, Jrví að
sá grái virtist, sem betur fór, ekki liafa slaknað \ ið lækjarstökkið.
En þess vegna segi ég frá því, sem á undan er gengið, að einmitt
hér gerðist jtað sögulegasta.
í skjóli sunnan við kofastaðinn stökk ég af baki, lagði frá mér
byssuna og greip til hurðarinnar, sem var vandlega lokuð. Heyrði
ég þá furðulegan há\aða inni í kofanum, en greindi ekki, hvað
það var, Jrví að á sömu stundu bar að frænda minn, sem einnig
snaraðist af baki.
Ég ltikaði augnablik við að opna dyrnar og Jrá skeði ]>að, sem
aldrei hafði áður komið fyrir okkur í átján undanfarin vor.
Niður við jörð meðfram dyrabúningnum öðrum megin brauzt
út stóra-toppönd með rængjaslætti og argi af ótta við þessa
óvæntu heimsókn. Smaug hún milli fóta rninna undir hestinn,
sem ég hélt í, og rneira sá ég ekki í svipinn, Jrar sem öll eftirtekt
mín var bundin við öndina. En Jrað voru hestarnir, sem áttuðu
sig íljótar. Þeir héldu víst allir, að byrjaður væri lokaþátturinn í
Jressari jarðnesku tilveru, Jr\í að ]>eii fældust svo alvarlega, að
einn þeirra valt um hrygg.
Ég, sem haldið hafði fast í tauminn, J>ar sem ég ætlaði með
hestinn inn í kofann, datt aftur á bak og sá J>á, mér til mikillar
undrunar og ótta, þegar höfuðið snerist \ ið, hvar einn hesturinn
og Sigvaldi frændi minn lágu einnig á bakinu skammt frá mér og
prjónaði sá síðarnefndi bæði höndurn og fótum.
„Mikill lánsmaður rarst þú að vera kominn af baki, frændi
minn,“ sagði ég, er ég áttaði mig.