Stígandi - 01.07.1945, Page 30
204
VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN?
STÍGANDI
,,Já og losna úr taumunum, en þeir skelltu mér og drógu mig,“
svaraði frændi.
„Hvar heldur þú eiginlega, að þetta ætli að enda allt saman?“
spurði ég.
,,(), ég held það endi í himnaríki," svaraði frændi.-
Það fyrsta, sem við gerðum eftir að hafa náð hestunum, var að
opna kofann, og sáum við þá l ljótt það, seni okkur datt í hug.
Úti við stafninn var stór, 1 j<>s hringur af nærdún og inni í hon-
um tíu stóru-toppandaregg. Undir hreiðrinu var hluti af melju-
dýnu, sem orðið hafði eftir á gólfinu frá þ\ í haustinu áður, þegar
gangnamenn gistu þar síðast. Annars \ oru þessar dýnur hengdar
upp á vírstöng í hvert sinn, er búið var að nota þær.
í Búrfellskofa stönzuðuin við eins stutt og við gátum, því að á
fjallgarðinum norðvestan við fóru að korna þokubólstrar og
spáði það ekki góðu, en yfir þann fjallgarð urðum \ ið að fara nið-
ur í Axarfjörð.
Við hituðum drykk í skyndi og suðum silunginn, sem reyndist
hið mesta sælgæti.
Á nieðan við dvöldum í kofanum rofaði til sólar. Skyggndum
\ ið þá eitt eggið og sýndist pkkur það helungað. Vorum við bæði
þá og síðar að tala um, hvað móðirin mundi nú gera. Spáðum við
því, að lnin mundi \ itja eggjanna sinna fljótt, en breiddum þó
strax dúninn yl'ir þau, svo að þau héldust lengur heit.
Þegar stóra-toppöndin smaug milli fóta minna, tók ég eftir því,
að lnin var fremur smá, en mcð é)venju skörpum litum um háls,
brjóst og í vængjum. Þó var eitt sérstaklega áberandi, en það var
hinn Iangi, rauðbrúni fjaðurtoppur í hnakkanum. Virtist mér
allt benda til, að öndin væri mjög ung.
Við skildum eftir opinn kofann, eins og ávallt, svo sólskinið og
sunnanvindarnir gætu þurrkað hann fyrir haustið. Hleyptum við
s\o á sprett burtu, ])\'í að bæði voru nú hestarnir heimfúsir og
svo hitt, að enn þá var óvenjulegur léttleiki í þeim eftir allt, sem
á undan var gengið.
Öndina sáum við nú hvergi, en hún hafði setzt skammt frá kof-
anum á lind, sem kölluð er Kofakvísl.
Um haustið, er gangnamenn gistu í Búrfellskofa, var hreiðrið
með sömu ummerkjum og við skildum \ ið það. Það fór á annan