Stígandi - 01.07.1945, Side 42

Stígandi - 01.07.1945, Side 42
216 SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU STÍGANDI „Og þú ert farinn að snúa!“ svaraði Sigga Sunnefa. „Sagðist ekki prestinum vel eins og ævinlega?" spurði Tumi og lézt vera alvarlegur. „Og þeir spyrja, eins og guð hefir gefið þeirn vitið til,“ svar- aði Sigga Sunnefa nöturlega. „Blessuð blíðan í dag,“ sagði Tóni eins og hann vildi mýkja skapsmnni gömlu konunnar. „Þeir kunna líka að nota sér hana hérna í dalnum," svaraði hún óþýðlega. „Já, ekki er að vanþakka þurrkinn," sagði Tóni. „Og þú ert þá einn guðleysinginn," kvaddi Sigga Sunnefa. Tóni gamli horfði liugsi eftir henni eins og hann helði gleymt sér. Þegar hún var komin í hvarf, spurði Tumi: „Hefir lnin alltal’ \erið svona hinseigin?" „Hinseigin? Hvað áttu við, drengur?" „Ég á við með lausa skrúfu?" „Skrúfu? Ég sé ekki, að hún sé með nokkra skrúfu," sagði Tóni afundinn. „Nei, ekki svoleiðis,“ sagði Tuini og hló. „Ég átti \ ið, hvort alltaf hefði verið draugagangur á háaloftinu hjá henni." Tóni skaut yggldum sjónum á Tuma og sagði hryssingslega: „Þú átt við og þú átt við, en ég segi, að þú sért ekki með öllum mjalla!“ „Jæja, með öllum mjalla þá, það var einmitt það, sem ég átti við um Siggu Sunnefu," svaraði Tumi þrákelknislega. „Hnu!“ Þeir luku þegjandi við flekkinn. En þegar jteir gengu lieim til bæjar, leit Tóni yfir til Áshildarstaða, þar sem Sigga Sunnefa \ ar að bogra heim traðirnar, og mælti: „Nei, hún Sigríður Sunnefa hefir ekki alltaf verið Vitlausa-Sunnefa, hún er Sunnefa fagra í álögum.“ Og Tumi sá ekki betur en veturinn í augum Tóna sér- vitra hyrfi snöggvast fyrir \ori og sól. Tumi tók viðbragð eins og einhverju óvæntu hefði lostið niður í hug hans. „Þú leikur þó ekki á fiðlu?“ spurði hann áfjáður. Tóni kipptist við. „Fiðlu! Hvaða spurningar eru þetta!" „Fiðlu“, sagði hann lægra eins og við sjálfan sig, „leik ég á fiðlu?“ „Eru foreldrar þínir úr Reykjavík?“ spurði liann þvfnæst og leit tortryggnislega á Tuma.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.