Stígandi - 01.07.1945, Síða 43
STÍGANDI
SAGAN AF SUNNEFU FOGRU
217
„Nei, ekki mamma. Mammaer úr Suðurdölum,“ svaraði Tumi
og hoífði eftirvæntingarfullur á Tóna gamla.
,,Og hvers dóttir?"
„Þorvarðsdóttir."
„Þorvarðsdóttir, ójá. Dóttir Þorvarðs í Hlíð,“ muldraði Tóni
gamli fyrir raunni sér. „Og heimurinn cr þá svona 1 ítil 1! “
„En leikur þú á fiðlu?“ spurði Tumi.
„Og hverjum kæmi það við?" anzaði Tóni.
„Kannske er Tóni sérvitri Þórarinn fiðlungur í álögum?" sagði
Tumi glettinn, en forvitnin logaði í augum hans.
Tóni sérvitri snéri sér snöggt við, enda kom húshóndinn út í
þessu og kvað mál að taka saman. Tumi gat því ekki svalað for-
vitni sinni meir en orðið var, enda Tóni ekki vanur að láta lokka
út úr sér fleira en honum gott þótti.
En Tuini gat ekki hætt að velta þessu nýja viðfangsefni fyrir
sér. Hann hafði lengið það eitt að vita um Siggu Sunnefu, að
hún var talin undarleg, hafði alltal' dvalið á vegum Áshildarstaða-
hjónanna, enda flutzt með þeim í þessa sveit, og að hún lét aldrei
lijá líða að fara til kirkju. Tóni sérvitri, hafði honum verið sagt,
að héti Þórarinn, væri aðfluttur vestan úr sýslum og hefði fengið
auknefni sitt vegna sérlyndis síns. Einnig hann fór ætíð til kirkju.
En þegar Tóni gamli liafði nefnt Sunnefu fögru, hafði Tumi
allt í einu minnzt ævintýris, sem móðir hans hafði eitt sinn sagt
honum, sögunnar af Sunnefu fögru. Honum hafði orðið það fyrst
og fremst minnisstætt vegna el'tirmála \ ið það, sem hann heyrði,
en átti ekki að heyra.
„Það var einu sinni lítil stúlka", halði móðir hans sagt, „sem
hét Sunnefa. Hún hjó í hjáleigu hjá loreldrum sínum, sem voru
ákaflega fátæk. Þau voru svo fátæk, að suma daga var varla nokk-
ur brauðbiti til í kotinu, en samt sem áður fannst þeim þau vera
rík, því að þau áttu hana Sunnefu litlu, sem var svo fallegt barn
og svo góð og kát.
Hjáleigan, sem foreldrar Sunnefu bjuggu í, lá undir stóra jörð,
sem hét Stóra-Skriða, og hjáleigurnar voru margar, eða Gerðin
eins og þau voru kölluð í daglegu tali, því að nöfn þeirra allra
enduðu á gerði.
Bóndinn í Stóru-Skriðu hét Björn og var kallaður Björn ríki, því
að hann var svo ríkur og voldugur, en þó stóð Gerðisbúum enn
meiri ógn af konu hans, Þórhildi, sem kölluð hafði verið Suður-
dalasól, meðan hún var ung og ógefin í föðurgarði. Sonur þeirra