Stígandi - 01.07.1945, Side 44

Stígandi - 01.07.1945, Side 44
218 SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU STÍGANDI liét Sigurður, jafnaldri Sunnefu litlu, og léku þau sér oft saman ásamt litlum pilti úr einu Gerðinu. Hann hét Þórarinn. Það er ekki að orðlengja það, að þegar þau uxu upp, þótti ungu fólki þar í Dölunum hvergi komandi saman, nema þau væru þar líka, því að Sigurður þótti alls staðar sjálfsagður fyrirliði, Sunnefa fagra, sem nú var kölluð, var yndi og eftirlæti allra, og Þórarinn iék svo undur vel á fiðlu, að allir kölluðu hann Þórarin fiðlung eða Fiðlu-Þórarin. Fólkið í Dölunum sagði, að Sigurður og Sunn- efa væru hjónaefni, en til voru þó þeir, sem sögðu, að Þórhildur í Stóru-Skriðu hefði ekki enn látið í ljós álit sitt um það, og enn aðrir sögðu, að Fiðlu-Þórarin hefði líka augastað á henni. Engum gat þó dulizt, hver hugur þeirra Sigurðar og Sunnefu var. Svo var það eitt haust, að Sigurður gekk á fund foreldra sinna, inn í hjónahúsið í Stóru-Skriðu. Það fara engar sögur af því, hvað þar var talað, en margt var það áreiðanlega og mikið, því að Sig- urður kom þaðan ekki fyrr en langt var liðið á nótt. Næstu daga var hann fölur og fáskiptinn, og eitt kvöldið, þegar Þórarinn fiðl- ungur kom og spurði eftir honum, lét hann segja honum, að hann væri ekki heima. Fám dögunr síðar flaug eins og eldur í sinu urn alla sveitina, að stórveizla stæði fyrir dyrum í Stóru-Skriðu, því að Sigurður Björnsson ætlaði að giftast — Jórunni Sturludóttur í Tungu. Já, ekki vantaði efnin Jrar, sagði fólk. Það sáu fáir Sunnefu fögru Jressa dagana, enda hafði fólk um annað að liugsa, Jrví að stórkostlegar fréttir bárust alltaf af veizlu- undirbúningnum í Stóru-Skriðu. Aldrei hafði önnur eins veizla verið haldin þar í sveitinni fyrr, sem jafnazt mundi geta við þessa. Það var bakað og bakað, Jrað var steikt og steikt, Jrað var soðið og soðið, og loks boðið og boðið. Og svo rann brúðkaupsdagurinn upp. Öllum fannst brúðhjónin sérlega myndarlegt par, prestinum sagðist vel og allt fór hátíðlega fram. En flestir liugsuðu Jró mest um veizluna, sem í vænduin var. Og svo hófst hún. Presturinn og prestsfrúin, brúðurin og brúð- guminn, foreldrar brúðhjónanna, sýslumannshjónin og læknis- hjónin fyrir liáborði — og Jrar gekk Sunnefa fagra um beina. Þessu hefir Þórhildur ráðið, hvíslaði fólk, og Jrví fannst ískulda leggja um veizluskálann. En Jrað sá ekki á, að Sunnefa fagra tæki sér starf sitt nærri. Aldrei hafði hún verið fegurri en Jretta kvöld, aldrei meiri reisn í vexti hennar, aldrei meiri rnýkt og stæling í fasi hennar, aldrei hafði hún skipt fegur litum, augu hennar \ærði skærari eða rauðjarpt hár hennar verið með gullnari blæ.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.