Stígandi - 01.07.1945, Page 45
STIGANDI
SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU
219
I>eir, sem næstir sátu Þórhildi húsfreyju, sögðu, að hún hefði verið
þung á brúnina, gamla konan. Nú var hún ekki lengur nein Suð-
urdalasól.
Þegar borð voru upp tekin, var farið að dansa. Aldrei hafði
verið meira fjör í dansi í Suðurdöliún. Stóra stofan í Stóru-Skriðu
lék á reiðiskjálfi. Inn við stafn stóð Þórarinn fiðlungur, hár og föl-
leitur, og lét bogann dansa yfir fiðlustrengina. Þykkt, kolsvart
hárið féll frarn yfir augu honum. Þau sá enginn. En þegar dansinn
stóð sem hæst, þagnaði allt í einu fiðluleikurinn með hásum, sog-
andi ekka. Og áður en fólk hafði áttað sig, hafði Þórarinn fiðlung-
ur stungið fiðlu sinni undir hönd sér og skálmað út. Fólk horfði
furðu lostið hvert á annað. Og hvar var Sunnefa fagra? Einnig
hún var horfin. Enginn hafði fyrr veitt því eftirtekt. Sigurður
brúðgumi áttaði sig fyrst og snaraðist út á eftir Þórarni. Það var
tunglsljós úti og Sigurður sá Þórarin stefna niður í Litlagerði,
hjáleiguna, sem Sunnefa fagra bjó í. „Þórarinn, Þórarinn!" hróp-
aði hann. „Spilaðu fyrir okkur, þú eignast hana samt. Hún vildi
þig, en ekki mig,“ bætti hann \ ið, og röddin var hás og torkenni-
leg. En Þórarinn anzaði ekki og hélt áfram niður el'tir. Sigurður
hélt á eftir. Þannig gengu þeir heim í hjáleiguna. Sunnan undir
bæjarveggnum fundu þeir hana. Hún sat á litlu grasþrepi og hall-
aðist upp að veggnum, eins og hún svæfi. I höndum sér hélt hún
á lítilli einigrein, sent hún þrýsti að brjóstum sér. Það fara engar
sögur af því, hvernig ungu mönnunum varð við, er þeir áttuðu
sig á því, að Sunnefa fagra var látin. Hún virtist hafa orðið bráð-
kvödd, hvernig sem á þ\ í stóð, eins ung og hún var. En enn þann
dag í dag lifir sagan af Sunnefu fögru í Suðurdölum, og þegar
hún er sögð, er aldrei gleymt að segja frá jarðarförinni, þegar
fiðlan hans Þórarins fiðlungs grét svo í höndunum á honum, að
öllum viðstöddum fannst, að hjarta þeirra mundi springa af
harmi.“
Þannig hafði móðir Tuma sagt honurn söguna af' Sunnefu fögru
og liann hafði álitið liana eins og hvert annað ævintýri, unz hann
áf tilviljun heyrði kvöld citt á tal móður sinnar og æskuvinkonu
hennar. Þær höfðu ekki vitað af honum í næsta herbergi. Þá
komst hann að því, að sagan var að mestu sönn, nerna sögulok-
unum hafði móðir hans breytt. Sagan var líka næsta ný af nálinni.
„Vissu rnenn, hvers vegna Sigurði snerist svo fljótt hugur?“
hafði vinkonan spurt. i
„Móðir hans mun hafa talið honum trú um, að Sunnefa elskaði