Stígandi - 01.07.1945, Page 48
BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL
Eftir INDRIÐA ÞÓRKELSSON
(Framhald.)
Tömas Helgason býr á Sandi, sem fyrr segir, 1688. Seinna býr
hann á Sílalæk. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir, lögréttumanns
í Garði í Aðaldal, Sigurðssonar sýslumanns Hrólfssónar. Þeirra
sonur vár Sigurður lögréttumaður á Varðgjá, faðir Halldóru konu
Ketils Tómassonar á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Meðal barna
Ketils og Halldóru, voru Jóakim á Mýlaugsstöðum, faðir þeirra
Jóns á Þverá, Hálfdanar á Grímsstöðum og þeirra systkina; — og
Sigurður á Lundarbrekku, faðir Ketils í Miklagarði, fiiður Krist-
ins í Syðra-Dalsgerði, föður þeirra Kristinssona.
Þórður Helgason var bróðir Tómasar. Eg liygg, að bræður
þessir hafi verið uppaldir á Sandi og nánir ættingjar Arnþórs, ef
til vill bróðursynir lians. Steinunn kona Þórðar mun hafa verið
dóttir Erlends, er býr í Hraunkoti árið 1688. Þeirra dóttir Vilborg,
tólf ára að aldri 1703, sem fyrr segir.
Þórður Guðlaugsson var sonur Guðlaugs bónda Þorgrímssonar
á Bakka á Tjörnesi. Er liann þar hjá foreldrnm sínum 1703, tólf
ára gamall. Hann kvongaðist síðan Vilborgu Þórðardóttur á
Sandi og tekur við jörðinni eftir tengdaföður sinn. Sonur jDeirra
var Þorvarður, en dóttir Steinunn, fyrri kona Björns sýslumanns
Tómassonar. Þeirra son Þórður sýslumaður í Garði, faðir Sigríðar,
móður Þórhildar, móður Jóns biskups Helgasonar.
Þorvarður Þórðarson býr á parti af Sandi móti föður sínum í
þrjú ár, en síðar á Björgum. Sonur hans var Jón prestur í Glæsi-
bæ, faðir séra Jóns Reykjalíns eldra, prests á Ríp, föður séra Jóns
Reykjalíns yngra á Þönglabakka, föður Jóhannesar á Kussungs-
stöðum, föður Hálfdaníu húsfreyju í Hraunkoti. (Bróðir séra Jóns
Reykjalíns á Ríp var Þorvarður prestur að Hofi á Skagaströnd, og
síðast prestur á Kirkjubæjarklaustri, d. 1869, sá er bjó Agnesi hina
húnvetnsku undir dauða sinn, sbr. Natans sögu. Sonur hans er
séra Þorvarður fyrrum prestur á Hólsfjöllum og sfðar í Mýrdals-
þingum, enn ;í lífi í Vík í Mýrdal, hjá Jóni syni sínum, sem Jiar
er þjónandi prestur. Séra Þorvarður mun vera einn af Jieim ör-
fáu núlifandi mönnum, sem hefir þekkt sjónarvott að þeim hroða-