Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 54
228
FRAMTÍÐIN
STÍGANDI
blindur maður væri að reyna að segja alblindum félögum sínum
frá litum. Einstein grillti eitthvað, grillti það að því marki, að
liann gat aðeins sagt frá því í tölum og á máli vísindanna. Hann
Itefir komizt á snoðir um, að tírni og rúm eru ekki til í þeim
skilningi, sem við leggjum í þetta tvennt — að það er aðeins
nokkuð, sem við greinum í sambandi við okkur sjálf — en að
raunveruleiki þeirra og stærri og stórbrotnari takmörk hljóta að
vera okkur óþekkjanleg. Hann hefir reynt að skýra — með tölum
og innan liinna þröngu takmarka Jressarar vélaaldar — Jrann
leyndardóm, sem túlkaður er í líkingum, skáldskap og heirn-
speki af hinum fornu Einsteinum á dultrúartímum Peru, Egyfta-
lands, Kína, Tíbets og Indlands.
Við getum með réttu sagt, að hið mikla hverfandi tímabil liafi
verið tímabil hjartans meðal dultrúar- og trúarhelgunarmanna,
en tímabil Jiað, senr í hönd fer, er tímabil hugans, tímabil dul-
spekingsins, tímabil Jress, sem starfar að yfirlögðu ráði í sam-
ræmi við lög tilverunnar.
,,Verið |)ér slægir sem höggormar, en saklausir sem dúfur,"
sagði Kristur, og hugur hans var jafndjúpur og lijarta lians var
stórt. Tvö Jrúsund ár liðu áður en Jressi áminning hafði náð til
virkra stjórnmála. Ef til vill getur sagan síðar Mr. Neville Cliam-
berlains sem hins fyrsta þjóðmálamanns, er haft hafi Jiessa skoðun
og reynt af ákveðnum huga að bera hana frant á pólitískum vett-
vangi, Jrótt Jrað kunni að hafa verið of snemmt. Og vert er að
minnast Jress, að hann hafði mikinn hluta þjóðar sinnar bak við
sig.
Hinn forni hernaðarandi, sem var eðlilegur þáttur í náttúru-
vernd mannsins, er nú á förum með Jjví tímabili, sem nú er að
verða lokið, og hann er Jjegar liðinn undir lok í Frakklandi, Bret-
landi og Ameríku. Lönd Jressi munu gera Jiað, sem Jrau telja sér
nauðsynlegt í hernaðarmálum, en bardagafýsn þeirra er úti.
Hún er úti meðal margra annarra jijóða, þótt það sé ekki enn
eins augljóst.
Frumhvatir mannsins: drápgirni og bardagafýsn, eru stöðugt
að hopa á hæl. Hvatirnar hafa staðið í vegi fyrir allri menningu
lians um Jnisundir ára, en hinn mikli lausnartími frá mannvíg-
um nálgast nú óðum.
Þetta eru undarleg orð; þau munu Jjykja merkileg á Jjeim
tíma, sem er að líða og er öllum öðrum tímum meiri að ofsókn-
um og hryðjuverkum. En hróp þau, er stíga upp gegn Jjeim, gefa