Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 56
230
FRAMTIÐIN
STÍGANDI
bifreiða, járnbrautarlesta og' flugvéla verða jafn-óskiljanlegur og
okkur er sú hugmynd, að hægt verði að skjóta manni upp í
tunglið.
Endurborni villimaðurinn okkar myndi horfa í kringum sig og
virða fyrir sér allan almenning og undrast, hvers hann væri megn-
ugur. Það eitt, að menn geta framkvæmt vissa hluti án umhugsun-
ar eins og lestur; að lítil stúlka getur framkvæmt símaþjónustu;
hið daglega verzlunarstarf einstaklinga, sem stíga tir brunandi
hraðlest, en hverfa því næst niður í neðanjarðarjárnbrautar-
stöðvar og koma aftur upp á öðrum stað; streyma inn í lyftur, sem
skila þeim upp á hæðina, þar sem skrifstofur þeirra eru. Sama
umferðin endurtekur sig að kvöldi sama dags, en þá eru leiðarlok-
in heimilið. Þvílík dagsverk þúsunda manna myndu reynast skiln-
ingi frummannsins ofvaxin, hann myndi undrast ofurmennsku
og yfirnáttúrlega orku þeirra, en þrátt fyrir það áliti hann þá vit-
skerta.
Nýjar breytingar og enn stórkostlegri munu í vændum, þess
vegna megum við búast við að finna sjálfa okkur í sporum frum-
mannsins, þegar tímar líða. Ný tímabil koma og fara, og mann-
kynið mun taka sífelldum breytingum og vaxa frá einni stærð til
annarrar, er skapa eigindir og skilning, ólíkan þvf er áður þekkt-
ist. Áætlunin er að þokast upp á við, rannsaka sinn eigin skilning
og hugleiða nánustu framtíð.
Um stundarsakir hafa menn verið að kynnast nýjum áhrifaöfl-
um eins og öldum og geislum, sem hægt er að framkalla og endur-
kalla. (Hræring \ræri heppilegra orð). Þessar margbreyttu hrær-
ingar eru hjartsláttur lífsins, sem verkar á mannalegan líkama á
sinn hátt: í áhrifum verksmiðjuvéla, á læknisfræðilega vísu og
gegnum síma og útvarp. Við vitum, að \ iss nóta eða tónn getur
brotið vínglas í smámola, einnig að ýmis konar hlutir springa við
sérstaka hræringu, h\ort heldur hún birtist í hljóði eða í annarri
mynd.
H\ er verður árangur hinna stöðugu hræringa, sem menn verða
meira og minna snortnir af? Hinn fyrsti árangur birtist okkur við
lieimsókn í sjúkrahús, hjúkrunarheimili, geðveikra- og tauga-
sjúkrahæli. í lífi næstu kynslóða verða rniklar skapgerðar-breyt-
ingar.--------Hverjar verða þær? Mannkynið er á hraðri leið í
deigluna, vitandi og óvitandi. Hvernig gerist það? Það sem talið
var ókleift, hefir þegar gerzt, því að innan mismunandi stjórn-
málaflokka er talað um „samband", og þessi hreyfing hefir borizt