Stígandi - 01.07.1945, Síða 66

Stígandi - 01.07.1945, Síða 66
240 UM BÆKUR STÍGANDI prestur liefir verið fenginn til aðstoðar, Þorvaldur Sangner að nafni. Hann er ungur og áhugasamur um starf sitt og aflar sér hrátt vinsælda, enda þótt pró- fastsfrúin, sein hann er hjá, reyni að koma sama tjóðrinu á hann og hún hafði alltaf haft mann sinn í. A ferðum sínum meðal safnaðarfólks síns kynnist Þorvaldur Margréti Smiðsdóttur, sem raunar er höfuðsmannsdóttir, cn alin upp við hina verstu aðbúð hjá Onundi sinið, afa sínum, og því kölluð Smiðs- dóttir, enda aldrei við liana kannazt af föðurnum. Önundur hefir komið galdra- orði á þessa dótturdóttur sína, svo að hún er hædd og hrakyrt af öllum, en þó leitað til hennar um lækningar, sem liún þykir snjöll við. Eina manneskjan, sem hefir búið vel að Margréti, er Vef- Karla gamla, og það er hún, sem Mar- grét hefir lært lækningalist sína hjá. Þor- váldur verður hrifinn af Margréti og giftist henni, en svo ríkt er galdraorðið, að söfnuðurinn liættir að sækja kirkju til hans. — Margar persónur aðrar koma þarna við sögu: Sylvía Grey í Eiríksdai. bóndinn og húsfreyjan á heimili Sinu; Georg Fjeldner htifuðsmaður á Andrés- arfossi, sem töfraði liugi allra kvenna — nema Önnji Ryde, sem hann hafði þó einsett sér að fá fyrir konu; Elísabet Grey, svefngengillinn og vökudrauma- mærin, dóttir Sylvíu Grey, og fleiri mætti nefna. Sagan er nokkuð langdregin, en per- sónulýsingar sumar góðar, ekki sízt á aukapersónum. Ekki verður þetta talið merkt skáldverk, enda vafalaust af höf. hálfu fyrst og fremst ætiað til skemmti- lesturs, og því marki mun hann hafa náð, að fjöldamargir lesendur munu ckki leggja bókina leiðir frá sér, hafi þeir ætlað að lesa sér eittlivað til gam- ans og dægrastyttingar. — Prentvillur eru fleiri en títt er um bækur frá Norðra, en annars er frágangur smekk- vís. Drekakyn, skáldsaga eftir Pearl S. Buck. Stefán Bjarman og Sigurður Guðmundsson þýddu. Bókaútg. Rún h.f. Prentsmiðja Björns Jóns- sonar h.f. 1945. Pearl S. Buck er líklega einhver vin- sælasti erlendur höfundur meðal ís- lenzkra lesenda. Hafa áður verið þýdclar á íslenzku cftir hana sögurnar Austan- vindar og vestan, Gott land, Móðirin og Úllaginn, og er því Drekakyn fimmta sagan, en auk þess eru a. m. k. þrjár enn í þýðingu. Ef til vill á hið framandi sögusvið frúarinnar nokkurn þátt í því, hve íslenzkir lesendur eru sólgnir í lest- ur bóka hennar, þeir fá ævintýra- og ferðaþrá sinni að nokkru svalað þar, en fyrst og frcmst munu það hinar snjöllu mannlýsingar höf., sem gefa bókum liennar listagildi, og þær kunna lesend- urnir að mcta. Drekakyn cr hernámssaga. Hún gerist í nágrenni Nankingborgar, og að nokkru í borginni sjálfri, greinir frá innrás Ja]>- ana, ránum þeirra og óhæfuverkum, her- námsstjórn þeirra og lífskjörum almcnn- ings undir oki þeirra. Sumar lýsingar höfundar eru með því ægilegasta, sem á íslenzku hefir birzt. En þrátt fyrir ægi- leik og ljótleik ber þó meir á fegurð sögunnar, því að lýsingar skáldkonunnar á skapgerð, háttum og lífi fjölskyldu Lings Tans, kínverska bóndans, eru hvort tveggja í senn, fagrar og aðdáun- arverðar. Aðalsöguhetjurnar eru: Ling Tan, kínverskur hóndi; Ling Saó, kona hans; Laó Ta, I.aó Er og Laó San, synir þeirra; Wú Lin, tengdasonur götnlu hjónanna, Jada, kona Laó Ers; tvær dætur Ling Tans og Ling Saós ,og loks Majlí, kín- verska gyðjan með Arabaltlóð í a'ðum. Mjög er erfitt að segja, hver persónu- lýsingin er bezt, þótt þær séu svona margar, þær eru hver annarri hetri. Br. S.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.