Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 6

Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 6
4 STRAUMHVÖRF Ej7iU Björnsson: Einhuga þjóð i. Það má leiða ýmis rök að því, að við Islendingar ættum að finna til ríkari samvitundar en nokkur þjóð önnur. Land okkar er svo afmarkað frá náttúrunnar hendi, að aldrei hefir verið, né mun verða, um landamæri þess deilt. Það liggur afskekktara flestum öðrum löndum. Ef að líkind- um léti, þá ættu þessar skýru landa- mæralínur að skerpa þjóðerniskennd okkar, og einangrunin að færa okkur saman innbyrðis. í öðru lagi er hinn náni skyldleiki allra, sem byggt hafa landið frá fyrstu tíð. Landnámsmenn voru flest- ir einnar þjóðar, og allir af skyldum þjóðum komnir, og sáralítil kynblönd- un hefir orðið í landinu allt til þessa tíma. Jafnrétti sameiginlegs uppruna okkar verður því ekki dregið í efa. Ójafn uppruni hefir því vart valdið vandamálum í landinu, ogmáfullyrða, að það sé einsdæmi meðal heillar þjóðar. Afleiðingin er sú, að þjóð- areinkenni okkar eru auðsærri en hjá flestum þjóðum álfunnar. Þá er það tungan. Hún er ein og hin sama um allt landið. Mál okkar getur talizt eins í munni hvers ein- asta íslendings, og er það einnig eins- dæmi um heila þjóð, því að vart mun nokkur þjóð eiga þvílíkt einingarafl í fórum sínum. Þannig mætti lengi telja. Hér hefir eitt yfir alla gengið öldum saman, líkt og samferðamenn á langleiðum, þannig að lífsbarátta okkar, menn- ing og örlög öll hafa verið sameig- inlegri, þó sérkennilegri, en tíðkazt hefir hjá öðrum þjóðum. II. Þrátt fyrir þessar forsendur finn- um við öll sárt til þess í hjörtum okkar, að við erum sundruð þjóð. Sundrungin hefir eflzt með ári hverju fyrir tilverknað okkar allra, en þó gegn vilja okkar allra. Hún hefir vaxið eins og veltandi snjóbolti. Því miður höfum við aldrei þreytzt á að kenna hverir öðrum um ófarn- aðinn í stað þess að veitast að or- sökum hans, grafa fyrir rætur mein- anna og reyna síðan að kippa þeim brott. Við höfum ekki hafið málin, orsakir þeirra og afleiðingar, upp yfir okkur sjálfa, helgað þau sjónarmið- um heildarinnar, þjóðarinnar, gert þau að óeigingjörnum hugsjónum og framkvæmt þær síðan í þágu alþjóð- ar sjálfrar. Þetta væri hægt. Það væri hægt að vinna traust og fylgi okkar allra við hugsjónir, en fyrsta skilyrðið er, að hugsjónamennirnir berjist frá upphafi með heill almenn- ings fyrir augum. Loddarar geta að

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.