Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 16
14
STRAUMHVÖRF
tvíræð skylda ríkisvaldsins að koma í
veg fyrir, að slíkur þjóðhættulegur
einkarekstur geti haldizt við.
Ef nokkur leyfir sér að draga í
efa réttmæti þess, að stríðsgróði falli
í hlut einstakra manna, er jafnan
viðkvæðið, að öfundazt sé yfir því, er
hlutaðeigendur bera úr býtum. Slíkt
er markleysa ein. Það skal ekki talið
eftir, þótt atvinnurekendur, sem inna
af höndum þjóðnýtt starf, hafi góðar
tekjur. Þeir eiga heimtingu á því.
Hitt er aftur á móti ekki hægt að láta
óátalið, að menn raki til sín gróða,
sem ekki er í neinu hlutfalli við unn-
in störf. Engir einstakir menn geta
gert neitt tilkall til stríðsgróða. Hann
er ekki einkamál þeirra, sem hreppa
hann, heldur félagslegt vandamál,
sem viðkemur öllum þjóðfélagsþegn-
um og fyrst og fremst ríkisvaldinu.
Öll rök hníga að því, að stríðsgróði
megi ekki falla i hlut einstakra
manna. í fyrsta lagi hefir verið sýnt
fram á, að ekki sé hægt að færa fram
nein þjóðhagsleg rök því til réttlæt-
ingar, að stríðsgróðinn falli í einka-
eign. Þetta er í fullu samræmi við þá
niðurstöðu, sem nú hefir verið komizt
að um hina almennu réttlætishlið
málsins. Stríðsgróði í einkaeign getur
ekki samrýmzt lýðfrelsi og mannrétt-
indum. Almennar siðgæðisreglur, sem
nú eru viðurkenndar í orði, gera þá
kröfu, að einstaklingunum sé gert jafn
hátt undir höfði hvað viðkemur laun-
um fyrir unnin störf í þágu þjóðfé-
lagsins. Nú er um það að ræða, hvort
þessar siðgæðisreglur eru viðurkennd-
ar á borði. Bregðist það, hafa for-
réttindin gengið með sigur af hólmi.
Það er ckki til neitt sjálfsagðara en
að stríðsgróðinn renni til hins opin-
bera, sem fulltrúa þjóðarheildarinnar,
og hann á að fara þangað óskertur.
Samtímis þessari réttlætiskröfu
hlýtur að koma fram önnur, sem sé
sú, að tekin verði upp ábyrg fjár-
málapólitík. Það verður að skjóta
loku fyrir það, að þessi mikli hagn-
aður, sem fallið hefir landinu í skaut,
verði að eyðslueyri. Bæði hið opin-
bera og borgararnir verða að læra
að gæta fengins fjár. Annars er við-
búið, að af litlu verði að taka til við-
reisnar atvinnulífinu eftir stríðið. —
Gróðann á síðarmeir að festa í fram-
leiðslutækjum. Það ætti ekki að nota
nema lítinn hluta hans til kjarabóta
nú, svo að hann geti síðar farið til
þess að koma fjárhagsafkomu þjóð-
arinnar varanlega á traustan grund-
völl.
IV.
Hér hefir verið leitazt við að skýra
forsendur og eðli stríðsgróðans. En
því fer fjarri, að hann sé einstakt
fyrirbrigði í þjóðfélagi okkar.Stríðs-
gróði er sama og forréttindi einstakra
manna, en það má ekki loka augunum
fyrir því, að til eru margs konar önn-
ur efnahagsleg forréttindi. Nú er svo
komið, að sama er, hvert litið er, alls
staðar í viðskiptalífinu verða fyrir
manni séraðstöður, sem einstakir
menn notfæra sér meira eða minna
harðhent, allt eftir því, hve forrétt-
indaaðstaðan er sterk og þeir aðilar
innrættir, sem yfir þeim ráða. Það
var mjög áberandi þáttur í efnahags-
þróun fyrirstríðsáranna, að menn