Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 26

Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 26
2 4 STRAUMHVÖRF ekki fólgið í því að eiga eitthvað, heldur að v e r a eitthvað; ekki fólgið í því að ná í eitthvað, heldur að geta gefið eitthvað. Andlega snauð- ur maður getur aldrei orðið neitt og aldrei gefið neitt, sem varanlegt gildi hefur. Styrkleiki þjóðar felst ekki í auðlegð hennar eða veldi. Hann felst í skapgerð og innræti einstakling- anna, sem landið byggja. Þjóðir geta verið ríkar ogmáttugar. En það er ekki mest um vert, að þjóð sé auðug og voldug, heldur hitt, að hún elski frelsi, sem bygg- ist á réttlæti, og efli hjá sér göfugt siðgæði. Fátt er í heimi göfugra en þjóð, sem lætur stjórnast af samvizkusemi og sönnu siðgæði, sem metur þegnana ekki eftir því, hvað þeir eiga, heldur eftir því, hvað þeir eru. Einn snill- ingur er meira virði fyrir þjóðina um aldur og æfi en þúsund auðmenn. — Hvað væri, ef íslenzka þjóðin hefði aldrei átt neinn Snorra Sturlu- son, engan Hallgrím Pétursson, engan Jónas Hallgrímsson, engan Jón Sig- urðsson? Þessi nöfn munu halda á- fram að ljóma í sögu okkar og varpa birtu á íslenzkt þjóðerni meðan nokk- ur íslendingur byggir þetta land. — Þess vegna er mest um það vert, að ala upp göfuga einstaklinga, skapa göfuga og einhuga þjóð. En þ?ð verð- ur ekki gert með því að slá ætíð á lægstu hvatir manna. Það verður að- eins gert með því að vekja göfugar tilfinningar í sálu hvers einasta manns. Þetta leitast ríkisstjóri íslands við að gera. Hann vill skírskota til hinna æðri hvata landa sinna. Hann vill, að íslendingar verði göfug og samhent þjóð, er skapi verðmæti, sem mölur og ryð fær eigi grandað, og að fyrir það verði hún stór í fátækt sinni og smæð. Þess vegna vill hann og hvetja menn til þess að opna augun og verða skyggnir á dásemdir al-lífsins, þess vegna vill hann að menn leggi rækt við guðstrúna, sem hann telub traust- ari grundvöll til að byggja á fram- tíðina en tilbeiðslu stjórnmálamanna og kenninga þeirra. Víst er um það, að þótt guðstrúin væri eigi annað en tjáning þess kærleika, sem í manns- sálinni býr, og gæti beinzt að öllum öðrum mönnum, þótt hún væri eigi annað en áköf þrá mannshjartans eftir þeim eilifu verðmætum og þeim eilífu gæðum, sem maðurinn þráir á jörðu hér, en er synjað um, þá væri hún vissulega sá grundvöllur, sem vert væri að byggja framtíðina á. Ef allir menn, háir sem lágir, væru gagnteknir af þessari kennd, þá mundi hvorki skorta þjóðarhollustu né friðarvilja. Þess vegna vill ríkis- stjóri einnig hvetja íslenzka menn og konur til þess að tileinka sér þá hug- sjón, er megnaði að gera líf þeirra fyllra og hamingjusamara, hugsjón Meistarans frá Nazaret. Þetta er ekki hvatning út í bláinn. Hugsjón Krists er grundvöllurinn að hugsjón lýðræð- isins. Nemið brott þennan grundvöll og lýðræði er orðið innantómt orð. Hvað sem segja má um sáluhjálp ein- staklingsins, þá er hitt víst, að vit- undin um þessa staðreynd er sálu- hjálpleg fyrir þjóðina. Þetta ættu all- ir, og ekki sízt íslenzkir kennimenn,

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.