Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 30

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 30
28 STRAUMHVÓRF einstaklingnum nokkuð með öðru móti. Okkur er auðsætt, að sérhver einstaklingur sömu tegundar ber skýr einstaklingsmörk, en jafnframt birt- ast á honum einkenni, sem allri teg- undinni a. m. k. eru sameiginleg. — Þessi sameiginlegu auðkenni og sam- eiginlegar þarfir tryggja félagslífið, en sérgerð einstaklinganna skapar auðgi þess. Okkur er ekki ótamt að ræða fé- lagsleg eða — eins og oftar er komizt að orði — pólitísk efni. En félagsleg eru, þegar skoðað er niður í kjölinn, öll viðskipti einstaklinganna, einnig þau, sem fyrst og fremst eru talin einkamál manna. En það grátspaugi- lega er, að oftast er sneitt gersamlega hjá þeim staðreyndum, sem beinlínis eru undirstaða alls félagslífs, þegar rætt er um félagsleg málefni. í dóm- um hárra og lágra virðast þau ekkert rúm eiga innan þess ramma, sem sniðinn er um almenn þjóðmál. Þó er skylt að geta þess, að núverandi fé- lagsmálaráðherra braut þessa venju með nýársávarpi sínu, og mun mörg- um hafa komið það kynlega fyrir sjónir, töldu margir það ávarp alls óviðkomandi þjóðmálunum. En ráð- herrann kom þar að kjarna málsins, nefnilega frumöflum þeim, er í brjóstum manna búa, eðlishvötum þeirra, sem máttugri eru en öll ytri öfl í félagslegum viðskiptum manna. Spakir menn haf lengi séð, „með hve lítilli skynsemi mannkynið stjórnar sér“. Þeir, sem hyggja, að unnt sé að „skipa“ öllum félagsleg- um málum á annan veg en að leyfa þeim að vaxa, vilja stjórna án þess að kunna skil á öflum þeim, er mestu ráða um verðandi þjóðfélagsins. Þau öfl eru fólgin í blóði manna, ef mér leyfist að nota svo táknrænt hugtak. -— Enn renna ráð undan rifjum. — Verkefni þeirra manna, er um félags- leg efni f jalla, er ekki lítið, ef vaxtar- skilyrðunum er fullur gaumur gefinn. Kafli sá, er hér fer á eftir, er laus- legur útdráttur úr þætti í bók próf. McDougalls, Social Psychology. Mc- Dougall nýtur viðurkenningar fræði- manna, hvar sem væri, um allt, er lýtur að félagslegri sálarfræði. Hér er því um mjög góðan heimildar- mann að ræða, sem nauðsynlegt er, þar sem kafli þessi er slitinn úr sterku samhengi. Get ég jafnvel búizt við, að hann verði vart skilinn til hlítar, ef hann er ekki lesinn í upp- runalegu samhengi, en nafn höfund- arins á samt að tryggja ályktan- irnar. 2. Fjölskylduhvatir. í eðli manna búa frumhneigðir, sem ráða mestu um farnað alls mann- lífs og mannfélags. Sönn þekking og skilningur á eðli og starfi þessara frumhneigða hlýtur því að vera und- irstaða allrar félagssálarfræði og fé- lagslegra vísinda. Frumhneigðir þess- ar ráða mestu um það, hver verður skipan félagslegra mála og stofnana. En viðfangsefnið er svo flókið og fjölþætt, að torvelt er að glöggva sig á einstökum atriðum til hlítar. Verð- ur því fremur leitazt við að vekja athygli á þeim en að bera fram kennisetningar. Tímgunarhvötin er að ýmsu leyti

x

Straumhvörf

Undirtitill:
rit um þjóðfélags- og menningarmál
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-7525
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
9
Gefið út:
1943-1944
Myndað til:
1944
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Emil Björnsson (1943-1943)
Útgefendur (1944-1944)
Útgefandi:
Emil Björnsson (1943-1944)
Broddi Jóhannesson (1943-1944)
Hermann Jónsson (1943-1944)
Egill Bjarnason (1943-1944)
Jóhann Jónasson (1943-1944)
Klemens Tryggvason (1943-1944)
Lúðvík Kristjánsson (1943-1944)
Sigurbjörn Einarsson (1943-1944)
Sören Sörenson (1943-1944)
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík, 1943-1944

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (15.01.1943)
https://timarit.is/issue/376446

Tengja á þessa síðu: 28
https://timarit.is/page/6127426

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (15.01.1943)

Aðgerðir: