Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 96

Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 96
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson homeanddelicious.com 1. Perubaka með Gorgonzola-osti Ljúffeng baka með gæðaosti. Samsetning peru og Gorgonzola er sérlega góð. 4 meðalþroskaðar perur, skornar í báta safi úr hálfri sítrónu 2 msk. flórsykur 1 msk. hveiti 100 g hrásykur 200 g Gorgonzola-ostur* mjólk til penslunar tilbúið bökudeig, eða hefðbundið Hitið ofn í 180 gráður. Veltið perum upp úr sítrónusafa, stráið flórsykri yfir og látið standa í 30 mínútur. Þerrið perurnar, setjið í skál, stráið hveiti yfir og veltið upp úr hveitinu. Stráið hrásykri yfir perurnar og blandið vel saman. Myljið helminginn af Gorgon- zola-ostinum saman við. Takið bökudeigið og þrýstið því létt niður í bökuform. Hellið perunum yfir bökudeigið og dreifið jafnt úr þeim. Lokið með deiginu sem stendur út af. Stráið afganginum af ostinum yfir per- urnar sem ekki eru þaktar deigi. Bakið í um 45 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn og deigið gullið. Berið bökuna fram heita en hún er ekki síðri við stofuhita. *Nota má gráðaost og jafnvel hræra rjómaost saman við hann til að minnka saltbragðið. 2. Ítalskur brauðréttur með ferskum aspas Gæðahráefni í sparilegri brauðrétti en maður skellir í venjulega. 8 egg 8½ dl mjólk 4 msk. graslaukur, fínt saxaður, má nota vorlauk í staðinn 16 ferskir aspasstönglar, skornir á lang- veginn, má nota niðursoðinn, langan aspas* 16 sneiðar hráskinka 200 g Ísbúi eða Cheddar-ostur, rifinn gróft niður 8 brauðsneiðar af vænu og hvítu gæðabrauði að eigin vali, skerið sjálf í sneiðar Hitið ofn í 180 gráður. Smyrjið ofnfast mót með olíu. Hrærið saman egg, mjólk og graslauk þar til létt og froðukennt, kryddið með salti og pipar. Leggið 8 aspasstöngla í botn- inn á mótinu, 4 hráskinku sneiðar fara yfir aspasinn, stráið ¼ af ostinum yfir hráskinkuna og leggið brauðsneiðarnar yfir allt saman (jafnvel of margar sneiðar, fer eftir stærð á fati). Hellið helmingnum af mjólkur- og eggjablöndunni yfir og þrýstið létt á brauðið svo vökvinn síist inn í það. Endurtakið með aspas og hráskinku en hellið afganginum af vökvanum þá yfir og hafið afganginn af ostinum sem efsta lagið. Látið réttinn standa í a.m.k. 30 mínútur áður en hann er settur í ofninn, en hann getur beðið í ísskáp í allt að sólarhring. Bakið í 25-30 mínútur þar til rétturinn er gullinn og bullar upp með hliðunum. Ath. að um nokkuð væna uppskrift er að ræða. *Hér má nota niðursoðinn aspas, óskorna stöngla, en þá þarf ekki að skera þá eins og þann ferska, betra að halda þeim heilum. Mæli þó ein- dregið með ferskum. 3. Gráðaostafondú 185 ml hvítvín 1 hvítlauksrif, marið 400 g gráðaostur, brotinn niður 2 msk. kartöflumjöl, hrært í 2 msk. af vatni ¼ tsk. múskat safi úr ½ sítrónu 1 msk. graslaukur eða vorlaukur, saxaður Meðlæti Radísur Ferskur aspas, soðinn Litlar gulrætur Snjóbaunir Kirsuberjatómatar Brauðstangir Bagetta í sneiðum Sjóðið saman hvítvín og hvítlauk í potti, látið malla í 5 mínútur. Myljið ost saman við og látið bráðna, hrærið þar til mjúkt og kekkjalaust. Hellið kartöflumjölsblöndunni í mjórri bunu saman við ostinn og hrærið þar til blandan tekur að þykkna. Bætið múskati, sítrónusafa og graslauk saman við. Berið fram heitt með góðu grænmeti og brauði sem hugmyndir eru gefnar að hér. *Ath. að hér gengur mjög vel að nota annan ost en gráðaost. 4. Bakaður ostur 1 Stóri-Dímon, Kastali eða Camembert 2 msk. púðursykur 1 msk. balsamedik 4 sneiðar hráskinka 2 msk. ristaðar furuhnetur 3 þurrkaðar fíkjur, skornar í strimla Hitið ofn í 200 gráður. Hrærið saman púðursykri og balsamediki. Leggið þann ost á álpappír sem valinn er og hellið sykurblöndunni yfir hann, veltið ostinum upp úr henni báðum megin. Vefjið hann þétt með hráskinku og dreifið fíkjum og furuhnetum yfir. Pakkið ostinum inn í álpappírinn. Setjið í ofn í 10 mínútur, takið þá ostinn út og opnið álpappírinn. Stingið aftur í ofn í 5 mínútur. Berið ostinn fram heitan með bagettusneiðum eða góðu kexi. Ostur á ólíkan hátt Ef eitthvað er klassík að bjóða upp á í boðinu, þá eru það ostar. Hér eru ostar notaðir á ólíkan hátt en eru samt aðalatriðið í frekar sparilegum brauðréttum. RÓAR OG VERNDAR HÚÐINA Ilm efn a Vatns Litarefna Rot va rn ar ef n aÁN HÚÐVÍSINDI SEM SJÁST! Aquaphor er græðandi krem sem flýtir fyrir endurnýjun húðarinnar. Aquaphor mýkir og verndar mjög þurra, sára, sprungna og pirraða húð. Hentar einnig sem kuldakrem. Nýlega hóf störf hjá Táp ehf. sjúkraþjálfun, Birna Hrund Björnsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Birna Hrund 1 2 4 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.