Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Margdæmdur ofbeldis- maður og nauðgari hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann gagn- vart sextán ára stúlku sem nú dvelur á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Maðurinn, sem er 32 ára, er grunaður um að hafa aðstoðað stúlkuna að strjúka af meðferðar- heimilinu um miðjan febrúar, gefið henni fíkniefni og haft við hana samræði. Niðurstaða dómsins er að stúlkunni sé háski búinn af fram- ferði mannsins og bannar honum því að koma nær heimilinu en fimmtíu metra eða setja sig með einhverjum hætti í samband við hana. Þetta er í fyrsta sinn sem maður er úrskurðaður í nálgunarbann af þessari ástæðu að kröfu barna- verndaryfirvalda. Maðurinn sem um ræðir hlaut nýverið fimm ára fangelsis- dóm fyrir hrottafengna nauðgun og hafði áður fengið tveggja og þriggja ára fangelsisdóma fyrir ofbeldisverk. Fram kemur í dómi Hæsta réttar að maðurinn hafi haldið því fram að hann hafi engan áhuga á að eiga samskipti eða samneyti við stúlkuna. - sh ➜ Maðurinn á sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1998. Hann hlaut nýverið fimm ára fangelsisdóm fyrir hrottalega nauðgun. FÓLK „Við höfum engan stað að fara á,“ segir Danguole Visoc- kiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt við- vörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON. Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað,“ segir Danguole og sýnir svar frá ráð- gjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónust- unni. Það tók hana bara 24 klukku- stundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar,“ segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigu- bætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það.“ Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hót- anir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna ein- hverfu. Jurijus er atvinnulaus. Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag. „Það virðast allar dyr vera okkur lokaðar. Við vitum ekki hvað við eigum að gera. Hvað eigum við að gera?“ spyr Jurijus. gar@frettabladid.is Bíða eftir útburði úr hitalausum íbúðum Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. ÍBÚAR Í VESTURVÖR 27 Ná grannarnir Danguole Visockiene og Jurijus Teteveras eru hér fyrir á miðri mynd fyrir framan heimili sitt síðustu árin og bíða þess að verða borin út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar. Danguole Visockiene, íbúi í Vesturvör 27 HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftir- lit Vesturlands leggur til að fyrir tækið Gæðakokkar í Borgar nesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Tvær vörur frá Gæða kokkum, sem voru sagðar innihalda nautakjöt, gerðu það ekki sam- kvæmt rannsókn Matvælastofn- unar. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neyt- endur. Farið var í heimsókn til fyrirtækisins fyrr í vikunni og þá reyndust vörurnar innihalda kjöt. - þeb Heilbrigðiseftirlitið ósátt: Gæðakokkar verði kærðir SAMFÉLAGSMÁL Stefnt er að því að safna þrjátíu milljónum króna í Mottumars, átaki Krabbameins- félagsins, í ár. Mottumars hefst í dag. Eins og undanfarin ár geta keppendur skráð sig til leiks í Mottumars og safnað áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Yfir- varaskegg er táknrænt og hefur opnað umræðu um viðkvæmt málefni. Krabbamein hjá karl- mönnum hefur verið feimnismál alltof lengi,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins í tilkynningu. - þeb Stefnt að 30 milljónum: Mottumars hefst í dag FJÁRMÁL Íbúum á hjúkrunarheimilinu Eir hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Fundur var haldinn um lausn á rekstrarvanda Eirar í gær. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi,“ segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, í viðtali við Stöð 2. Það sé hægt með því að breyta uppgjöri íbúðarréttar fólks þannig að fólk fái skuldabréf. Ríkið, fasteignasjóðir og félög vildu ekki koma að málinu og sam- þykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot. - þeb Ef áætlun verður ekki samþykkt stefnir í gjaldþrot: Íbúum á Eir boðið skuldabréf EIR Íbúar hafa þrjár vikur til að gera upp hug sinn varðandi samkomulagið en stjórnarformaðurinn segir það illskásta kostinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Arion banki hagnaðist um 17,1 milljarð eftir skatta í fyrra. Það er sex milljónum meiri hagnaður en árið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Arðsemi eigin fjár var 13,8 prósent, samanborið við 10,5 prósent árið áður, og arðsemi af reglulegri starfsemi var 10,6 prósent, örlitlu lægri en 2011 þegar hún var 11,2 prósent. Þá jukust rekstrartekjur verulega á milli ára, úr 33,3 milljörðum árið 2011 í 44,8 milljarða í fyrra. Í tilkynn- ingunni segir að þetta megi einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur hafi hækkað, útlán hafi rýrnað minna að virði og tekjur af hlutdeildarfélögum aukist. „Þetta er vel viðunandi ársuppgjör. Afkoma af grunnstarfsemi bankans er ágæt og í takt við okkar væntingar,“ er haft eftir bankastjóranum Höskuldi H. Ólafssyni í tilkynningunni. Meðal annars sem kemur þar fram er að gengislán bankans hafi verið færð niður um 5,7 milljarða í fyrra, saman- borið við 13,8 milljarða árið 2011. Þá hafi launakostnaður bankans hækkað um 11 prósent, þar af um 5,45 prósent vegna nýs skatts á laun starfsmanna fjár- málafyrirtækja. - sh Launakostnaður Arion banka hækkaði um ellefu prósent milli ára: Arion græddi sautján milljarða BANKASTJÓRINN „Þetta er vel viðunandi ársuppgjör,“ er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu. Margdæmdur ofbeldismaður og nauðgari úrskurðaður í nálgunarbann: Má ekki nálgast 16 ára stúlku UMHVERFISMÁL Talið er að mann- laust skemmtiferðaskipið Liju- bova Orlova, sem rekið hefur stjórnlaust um Norður-Atlantshaf að undanförnu, sé sokkið. Verið var að draga skipið frá Nýfundnalandi til Dómin íska lýð- veldisins á Karíbahafi þegar tog- vírarnir slitnuðu. Írska strandgæslan nam í fyrra- dag merki frá neyðarsendi sem aðeins kviknar á þegar hann lendir í sjó. Skipið var afar illa farið og mikið var af rottum um borð. Óvíst um skemmtiferðaskip: Telja að drauga- skipið sé sokkið SPURNING DAGSINS Þorsteinn, eruð þið vissir um að þetta sé ekki glópagull? „Já, og við vonum að þetta séu ekki gyllinæðar.“ Þorsteinn Ingi Sigfússon er forstjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Miðstöðin hefur verið að yfirfara gögn frá borkjörnum úr gull- leit í Þormóðsdal en þar virðist vera að finna gull í vinnanlegu magn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.