Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 18
1. mars 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Frá því að Lánasjóður íslenskra náms- manna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra náms- manna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðar menn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því mark- miði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu til- liti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækk- aði grunnframfærslan um 5,5% að raun- gildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnfram- færslu námslána falli niður ljúki náms- maður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttar- bærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frum- varpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn. Betri lánasjóður MENNTUN Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra ➜ En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við.ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR SPILA? „Það má hiklaust mæla með Geim fyrir spennufíkla. Hún er grípandi og skemmtileg.“ KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR / DV NÝ KILJA! V ið fáum smám saman skýrari mynd af símahler- unum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess. Fyrir rúmu ári kom í ljós að upp á það vantaði verulega. Róbert Spanó lagaprófessor skrifaði þá harðorða grein hér í blaðið og benti á að ríkissaksóknari, sem lögum samkvæmt á að hafa eftirlit með hlerununum, sinnti því lítið sem ekkert. Þess vegna væri til dæmis ekkert eftirlit haft með að lögreglu- stjórar tilkynntu grunuðum mönnum um hleranirnar eftir að þeim væri lokið. Róbert benti líka á að ekkert lægi fyrir um hve mörgum hleranabeiðnum dómstólar höfnuðu og að full þörf væri á að skipa þeim sem væri hleraður sérstakan talsmann. Vegna þess að enginn gætir hagsmuna hins grunaða eru úrskurðir dómstóla um hleranir aldrei kærðir til Hæstaréttar. Eftir að ýmsir málsmetandi menn höfðu tekið undir gagn- rýnina tók ríkissaksóknari sig saman í andlitinu, herti eftirlitið og setti verklagsreglur. Það hafði meðal annars í för með sér að sérstakur saksóknari sendi tugum manna bréf um að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilvikum kom bréfið hálfu öðru ári eftir að hlerunarheimildin fékkst. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um framkvæmd hlerana síðustu fimm ár vekja nokkur atriði sérstaka athygli. Í fyrsta lagi staðfestir svarið að dómstólar hafna nánast aldrei beiðni um heimild til símhlerana. Þetta rennir stoðum undir málflutning þeirra sem telja að hlerunum sé beitt of frjálslega. Tölurnar ættu sömuleiðis að verða Alþingi hvatning til að breyta lögum og skipa hinum grunuðu talsmann. Í öðru lagi vekur athygli hvað svörin, ekki sízt frá einstökum lögregluembættum, eru götótt og ófullkomin. Það er auðvitað forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með hlerununum að upplýsingar um þær séu almennilega og ýtarlega skráðar. Í þriðja lagi hlýtur fólk að staldra við að ríkissaksóknari treysti sér ekki til að svara því hve oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hans hafi verið hleruð. Saksóknari segir að það sé ekki skráð og vísar til þess að lögum samkvæmt eigi að eyða strax gögnum um samskipti sakbornings og verjanda. Þetta eru ekki boðleg svör. Samskipti grunaðra manna við verjendur sína njóta sérstaks trúnaðar og lögreglan má ekki notfæra sér upplýsingar sem þar koma fram. Eins og Vil hjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður benti á í Fréttablaðinu í fyrradag, hlýtur að eiga að skrásetja hvernig staðið er að eyðingu þessara samtala og hversu mörg tilvikin eru. „Ef ríkissaksóknari er ekki að fylgjast með því að þessum trúnaðarsamtölum sé eytt hver er þá að fylgjast með því? Enginn?“ spyr Vilhjálmur. Enn kemur á daginn að þótt eftirlit með notkun símahlerana hafi verið eflt, þarf að gera betur ef vel á að vera. Svarið við fyrirspurn Bjarna sýnir hins vegar að eftirlit þingsins með framkvæmdavaldinu er virkt og þarft. Svör ráðherra um símahleranir vekja spurningar: Enn vantar eftirlit Ekki ráðherra Kristján Þór Júlíusson fór ekki í sitt venjubundna formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi um liðna helgi. Haft var á orði að hann hefði verið fenginn ofan af því gegn loforði um ráðherrastól kæmist Sjálf- stæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Kristján var endurkjörinn annar varaformaður flokksins á landsfundinum, en svo brá einnig við að þar var ákveðið að breyta hlutverki annars varafor- manns á þann hátt að hann gæti ekki setið sem ráðherra. Menn þvertaka fyrir að þessi breyting hafi beinst gegn Kristjáni Þór– og því verður forvitnilegt að sjá hvort Kristján fái ráðherrastól í vor. Að því gefnu að flokkurinn komist í stjórn. Allir til Íslands Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefur boðið nýjum banda- rískum kollega sínum, John Kerry, í opinbera heimsókn til Íslands. Það er vel til fundið. Kerry getur kannski fengið að sitja í með forsetanum Barack Obama, sem bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Össur sjálfur hafa boðið hingað, Jóhanna í september 2010 og Össur í apríl 2009. Hann hlýtur að fara að láta sjá sig– Jóhanna verður ekki forsætisráðherra nema nokkra mánuði í viðbót. Spennandi Það er líklega eins- dæmi að starfs- mönnum opinberrar stofnunar finnist nafn hennar svo vont og hallærislegt að þeir krefjist þess hreinlega að því verði breytt. Svo er farið um Far- sýsluna svokölluðu, nýtt risabatterí utan um gömlu Flugmálastjórnina, Siglingastofnunina, Umferðarstofuna og Vegagerðina. Nafn Farsýslunnar þykir ógagnsætt og auk þess of líkt Fjársýslunni. Vegna þessa hefur verið gripið til þeirrar lýðræðislegu leiðar að blása einfaldlega til skoðana- könnunar meðal starfsmanna. Þeir munu geta valið á milli þriggja leiftrandi skemmtilegra nafna: Samgöngu stofnunar, Samgöngustofu og, jú, Far- sýslunnar. Og nú er bara að halda niðri í sér andanum. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.