Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 24
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Þann 1. mars árið 1974 voru sjö manns ákærðir fyrir að hindra réttvísina í Watergate-málinu svonefnda. Watergate- málið var pólitískt hneykslismál sem kom upp í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Upphaf málsins má rekja til þess að upp komst um innbrot í höfuð- stöðvar Demókrataflokksins sem voru í Watergate-byggingunni í Washington. Fimm menn voru handteknir fyrir inn- brotið, sem átti sér stað þann 17. júní árið 1972. Alríkislögreglan komst að því að þjófarnir höfðu fengið greitt úr mútu- sjóði sem notaður hafði verið af starfs- fólki þáverandi forseta Bandaríkjanna, Richards Nixon, en Nixon var meðlimur í Repúblikanaflokknum. Frekari rannsóknir leiddu í ljós að starfsfólk Nixons hafði verið viðriðið innbrotið og brátt barst grunur að forsetanum sjálfum. Hljóðupp- tökur frá skrifstofu forsetans sönnuðu að hann hafði reynt að hylma yfir innbrotið. Þetta leiddi loks til þess að Nixon sagði af sér sem forseti og varð þar með fyrsti, og jafnframt eini hingað til, forseti í sögu Bandaríkjanna til að gera það. ÞETTA GERÐIST 1. MARS 1974 Sjö ákærðir í Watergate-hneykslinu „Hugleiðsla nýtist verðandi mæðrum mjög vel. Hún eflir slökun, hjálpar okkur að finna innri ró og eflir ein- beitingu og þolinmæði. Hún gagnast manni svo áfram í móðurhlutverkinu og bara í lífinu almennt,“ segir Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir jógakennari. Hún býður upp á fjögurra vikna hug- leiðslunámskeið fyrir verðandi mæður í jógastöðinni Andartak. Guðrún hlaut kennararéttindi í kunda- lini-jóga árið 2011 frá IKYTA og lærði að auki undir handleiðslu Auðar Bjarnadóttur jóga. Guðrún segir hug- leiðslutímana samanstanda af léttum jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Hún tekur fram að þær sem sækja námskeiðið þurfa ekki að sitja í full- kominni hugleiðslustöðu heldur er hver og ein hvött til að finna stöðu sem hentar best. „Tímarnir hefjast á létt- um jógaæfingum sem eiga að styrkja líkamann og auðvelda setuna í hug- leiðslunni. Tímarnir enda svo á góðri slökun, það er mjög mikilvægt að hafa þessa slökun með,“ segir hún. Guðrún gengur með sitt fjórða barn um þessar mundir og segir jóga og hugleiðslu hafa reynst henni vel á fyrri meðgöngum. „Ég á þrjú börn og það fjórða er á leiðinni. Ég hafði ekki kynnst jóga þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt og hún var töluvert ólík seinni meðgöngum mínum.“ Hún segir fjölda spurninga vakna hjá hinni verðandi móður á meðan á meðgöngu stendur og bendir á að sumar konur upplifa ekki aðeins til- hlökkun og gleði heldur einnig kvíða og óvissu. Hún segir að hugleiðsla muni auðvelda mæðrum að róa hugann þegar neikvæðar hugsanir leita á þær og því verði þær betur í stakk búnar til að takast á við fæðinguna sjálfa þegar að henni kemur. Námskeiðið hefst mánudaginn 4. mars og fer fram tvisvar í viku. Frekari upp- lýsingar má nálgast á heimasíðu Guð- rúnar Theodóru á slóðinni www.hug- leidslunamskeid.wix.com/hugar-ro. sara@frettabladid.is Hugleiðsla nýtist verðandi mæðrum Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir jógakennari stendur fyrir hugleiðslunámskeiði sem ætlað er verðandi mæðrum. Að hennar sögn róar hugleiðslan hugann og veitir góða slökun. HUGLEIÐING FYRIR VERÐANDI MÆÐUR Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir stendur fyrir hugleiðslunámskeiði fyrir verðandi mæður. Hún segir hugleiðslu auðvelda mæðrum að róa hugann þegar neikvæðar hugsanir leita á þær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR frá Nýjabæ, Vestmannaeyjum, áður til heimilis að Blikahólum 8, lést á Dvalarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 25. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 4. mars kl 13.00. Kjartan Tómasson Freyja Helgadóttir Málfríður Sigurðardóttir Þorkell Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI ALBERT GUÐJÓNSSON rennismíðameistari frá Súgandafirði, Sléttuvegi 29, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Neskirkju mánudaginn 4. mars kl. 13.00. Sigríður Friðrikka Jónsdóttir Rebekka G. Gundhus Anders Gundhus Anna Ólafía Guðnadóttir Viðar Böðvarsson Arnfríður Lára Guðnadóttir Sveinbjörn Lárusson Kristín Guðnadóttir Einar Vignir Sigurðsson Jóna Björk Guðnadóttir Jón Marinó Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ODDFRÍÐUR LILJA HARÐARDÓTTIR hjúkrunarkona, Hörðalandi 16, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 16. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 1. mars, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. Þórður Guðmannsson Hörður J. Oddfríðarson Guðrún Björk Birgisdóttir Arnar Oddfríðarson Berglind Rós Davíðsdóttir barnabörn og bræður hinnar látnu. Ástkær móðir mín og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Garðastræti 19, 101 Reykjavík, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Jörundsdóttir Ósk Þorvarðardóttir Við sendum okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR ELÍASDÓTTUR Öldugötu 48, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks gjörgæsludeilda LSH í Fossvogi og við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Jón Halldór Bjarnason Elías Árni Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Bjarni Þorgeir Jónsson Lovísa Ósk Jónsdóttir Hlynur Stefánsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÚSTAF GÚSTAFSSON Hraunbæ 26, lést á heimili sínu föstudaginn 22. febrúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. mars kl. 13.00. Þorgerður Óskarsdóttir Arnór Már Másson Rakel Gústafsdóttir Margrét Gústafsdóttir Aron Þór Jóhannsson Gústaf Hrafn Gústafsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR HELGU SIGFÚSDÓTTUR snyrtifræðings, Helgubraut 15, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabbameinsdeildum og kvennadeild Landspítalans við Hringbraut, hjúkrunarfræðingum Heimahlynningar LSH og starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Björn Gíslason Þorsteinn Björnsson Sóley G. Karlsdóttir Anna Lilja Björnsdóttir Ragnar Garðarsson Finnbjörn Már Þorsteinsson Sigríður Ragnarsdóttir Tinna Ósk Þorsteinsdóttir Benedikt Björn Ragnarsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.