Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 22
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Bæjarráð Grindavíkurbæj- ar telur að hagsmunum bæj- arins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grinda- víkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæj- arráð hefur því falið bæj- arstjóra og formanni bæj- arráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofn- un um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörð- unina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upp- lýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólk- vang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um fram- tíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almennings- nota“. Reykjanesfólkvangur var stofn- aður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópa- vogur, Garðabær, Hafnarfjörð- ur, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavík- urborg, Reykjanesbær og Seltjarn- arnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveit- arfélögin hafa aldrei sam- þykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólk- vangsins. Að mati Grindavíkurbæj- ar eru verndunarákvæði Reykjanes- fólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykja- nesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsu- vík, og mannvirkjagerð í því sam- bandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangs- ins. Þvert á móti setur verndin tak- markanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grinda- víkurbæjar sé að auðvelda orkufyr- irtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja fram- kvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnar- fjarðar og sem fyrr segir setur fólk- vangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auð- lindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur sam- hljómur er milli auðlindastefnunn- ar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt megin- þemað í nýju Aðalskipulagi Grinda- víkurbæjar, en í því er lögð svo- kölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem inni- halda náttúru- og menningar minjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Sela- tanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisvernd- arsvæði eru innan Reykjanesfólkv- angsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskil- málar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæð- isins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmál- um UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkv- angs. Reykjanesfólkvangur eða Reykjanes Geopark Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Frétta- blaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildar- viðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórð- ar Snæs, um að eini frelsisflokk- ur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlend- um aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meint- um síkópatískum vogunarsjóð- um, sem hafa ætlað sér að eign- ast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fárán- legt og á frekar heima á athuga- semdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Frétta- blaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmað- ur Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum. Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækk- un tekjuskatts, einföldun á skatt- kerfinu og brottfalli þrepaskipt- ingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðild- arviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæð- islán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensín- gjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minn- ist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta? Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki held- ur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönn- um og andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan for- mannsslag til að eyðileggja fram- tíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska and- stæðinga í upphafi kosningabar- áttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrif- að um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórð- ar Snæs aðeins sumir tala um póli- tíska andstæðinga á sínum lands- fundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona mál- flutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktað- an pólitískan áróður en blaða- mennsku. Pólitískur áróður eða blaða- mennska? Undanfarið hefur hávær hópur verið með greinar og heilsíðuauglýsingar í blöð- unum um að efna til mót- mæla: Umhverfisráðherra vogar sér að skerða frelsi manna til ferðalaga. Þar komu alls konar rök fram sem má skoða nánar. Mikið er hamrað á því að fatlaðir einstaklingar og aldrað fólk komist ekki í óbyggðir sökum þess að það geti ekki gengið og borið farangurinn sinn. Þar af leiðandi þyrfti þetta fólk að nota farartæki af ýmsum gerðum. En þá spyr ég á móti: Var einhver að spá í fjölda fólks sem á ekki tól og tæki til að brölta um á hálendinu eins og þeim sýnist? Og kemst þar af leið- andi ekki á alla staði? Ég held að flestir þurfi yfirleitt að sætta sig við að komast ekki allt sem þá langar til. Hverjir geta svo sem farið upp á Hvannadalshnúk nema hraustustu menn? Nema Halldór Ásgrímsson sem hafði nóg milli handa á sínum tíma með tólum og tækjum. Ekki vorkunn Ég fagna því að loksins er verið að kortleggja hálendið okkar sem er einstætt á heimsvísu. Þar er ein- faldlega ólíðandi að sjá ökuslóða hingað og þangað út um allt og hver ekur eins og honum sýnist undir forsendum frelsisins. Rökin um að menn mættu nú ekki fara leng- ur á svæði sem þeir eru vanir að heimsækja: „Fjölskyldur í berja- mó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir“ eru ekki mjög sannfærandi. Menn þurfa stundum að bregða út af gömlum vana: Fjölskyldur gætu einfaldlega gengið smá spöl í sinn berjamó eða fundið annað sem er nálægt viðurkenndum ökuslóðum. Og veiðimönnunum er ekki vorkunn: Þeir gætu tekið smá göngutúr í stað- inn fyrir að geta veitt næstum því út úr bílnum sínum. Menn eru upp til hópa mjög íhaldssamir. Það sem þeir hafa alltaf gert eða máttu alltaf gera er þeim heilagt. En tímarnir breyt- ast og við þurfum að læra upp á nýtt: Náttúran okkar er gersemi sem við þurfum að passa upp á. Miður finnst mér að hávær hópur sem hefur greinilega talsvert fjármagn milli handanna og getur splæst í heilsíðuauglýs- ingar trekk í trekk skuli reyna að valta yfir þá sem láta lítið fyrir sér fara en höfðu kannski líka einhvern málstað að vernda. Ég þarf að segja það að upplifun mín af óbyggðunum skerðist talsvert við það að heyra vélarhljóð, finna bensínstybbu og sjá slóðir út um allt. Góður punktur í þessum umræðum er að merkingum á vegum eru víða ábótavant. Þetta kemur sér verst fyrir erlenda ferða- menn sem koma sér oft í ógöngur sökum upplýsingarleysis. En fyrir heimamenn ætti þetta ekki að vera neinn vandi, sérlega þegar þessi kortagrunnur mun vera tilbúinn og allir ættu að geta séð hvar eru lög- legar slóðir og hvar ekki. Í lokin langar mig að varpa fram einni spurningu fyrir allt þetta frelsiselskandi fólk sem er núna að mótmæla nýju náttúruverndarlög- unum: Myndir þú fylgja merkingum sem segja greinilega að þessi slóð sé lokuð? Eða gefur þú skít í þetta og ekur hana samt af því að þú hefur alltaf gert það? Mýmörg dæmi sýna að menn aka slóðir þó að þeim hafi verið lokað greinilega, bæði með skiltum, stórum steinum, slám o.fl. Menn taka bara sveig í kringum slíkt og gera það sem þeim sýnist: Undir formerkjum frelsisins. Ferðafrelsi – fyrir hverja? Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskyldu- vinir stjórnarmenn í Lífeyr- issjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyris- sjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveit- ingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjald- fallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verð- bréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störf- um framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoð- unar. Vegna þessa máls þurfti Líf- eyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafn- anna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformað- ur barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaup- þings, sem hafði séð um gjörn- ingana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyr- issjóðum. Hann þekkti starfsemi líf- eyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðun- ar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austur- lands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýnt að æfingarn- ar sem voru stundaðar í Lífeyris- sjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirn- ir farið á annan veg hefði hugsan- lega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórn- arformaðurinn lagði alla tíð megin- áherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði) JARÐMINJAR Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík STJÓRNMÁL Ragnar Halldórsson ráðgjafi LÍFEYRISSJÓÐIR Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur, skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi NÁTTÚRU- VERND Úrsúla Jünemann kennari og leiðsögumaður ➜ Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og efl ingar byggðarinnar. ➜ Náttúran okkar er gersemi sem við þurfum að passa upp á. ➜ Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. ➜ Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðis- fl okksins þar sem hún talaði til pólítískra samherja …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.