Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Nýr tilboðsvefur sem ber hið skemmtilega nafn Asni hefur göngu sína í dag. Asni er ókeypis vefur sem veitir meðlimum góðan af- slátt hjá fjölda ólíkra aðildarfyrirtækja. Þrír bræður standa að vefnum og spratt hugmyndin fram í matarboði þar sem þeir ræddu þörfina á góðum afsláttarvef sem stílaði inn á ungt fólk og þar sem hægt væri að fá tilboð beint í snjall- símann. Valþór Sverrisson, einn eigenda Asna, segir að nú þegar sé búið að semja við tuttugu fyrirtæki og verið sé að ganga frá samningum við tuttugu önnur fyrir- tæki á næstunni. „Það kostar ekkert að skrá sig á vefinn. Nóg er að skrá sig á www.asni.is og sækja þangað ein- stök tilboð í snjallsímann. Svo er nóg að mæta á staðinn og sýna tilboðið í símanum til að fá afsláttinn. Þeir sem eiga ekki snjallsíma geta fengið tilboðin send í tölvupósti og prentað þau út.“ Auk Valþórs standa bræður hans tveir, Pétur og Sverrir Birgir Sverrissynir, að tilboðs vefnum. Nú þegar er búið að semja við veit- ingastaði, bari, hárgreiðslustofur, ís- búðir og líkamsræktarstöðvar. Meðal fyrirtækja sem verið er semja við þessa dagana má nefna kvikmyndahús, dekkjaverkstæði, sólbaðsstofur og svo auðvitað fleiri veitingastaði og bari. „Í dag eru flest samstarfsfyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu en við erum einnig að semja við fyrirtæki á Akureyri og í Reykjanesbæ. Við vonumst eftir því að vera komnir með um 100 samstarfsfyrir- tæki víða um land eftir hálft ár.“ Að sögn Valþórs er enginn sambæri- legur tilboðsvefur til hérlendis sem er í senn ókeypis og þannig gerður að hægt sé að fá tilboðin beint í símann. „Það er mikill kostur að þurfa ekki að ganga með skírteini á sér eða hand- bók með tilboðum. Flestir eiga snjall- síma í dag auk þess sem margir eiga ekki prentara. Þetta fyrirkomulag er því einstaklega þægilegt fyrir notendur vefsins. Vefútgáfan af www.asni.is fyrir snjallsíma er auk þess mjög þægileg í notkun sem skemmir ekki fyrir. Eftir allar verðhækkanirnar sem hafa dunið á okkur undanfarin ár teljum við mikla eftirspurn vera eftir svona tilboðsvef.“ ■ starri@365.is TILBOÐ Í SÍMANN GÓÐUR AFSLÁTTUR Tilboðsvefurinn Asni gerir meðlimum kleift að fá til- boðin beint í snjallsímann í stað þess að bera skírteini eða handbók á sér. BEINT Í SÍMANN Not- endur Asna geta sótt til- boð í snjallsímann sinn. NOTENDAVÆNT „Það er mikill kostur að þurfa ekki að ganga með skírteini á sér eða handbók með tilboðum,“ segir Valþór Sverris- son, einn eigenda Asna. MYND/GVA Konur í bókmenntum eru í fyrirrúmi á Stykkishólmi um helgina en Júlíana – hátíð sögu og bóka verður haldin í bænum dagana 28. febrúar til 3. mars. Viðfangsefni hátíðarinnar verður að kynna til leiks konuna sem höfund og sögupersónu í bókmenntum og tengja hana sem mest við Vesturland. Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jónsdóttur sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldrit á Íslandi, ljóðabókina „Stúlka“ sem kom út árið 1876. Júlíana var fædd í Borgarfirði, bjó síðan í Akureyjum á Breiðafirði og flutti þaðan í Stykkis- hólm. Hátíðin var formlega opnuð á fimmtudaginn í Vatnasafninu. Dag- skráin verður fjölbreytt. Meðal annars mun Helga Kress fjalla um ævi og verk Júlíönu Jónsdóttur í Gömlu kirkjunni, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur segir frá bakgrunni bóka sinna Auðar og Vígroða. Guðrún Ásmundsdóttir segir frá ævi og störfum Ólafíu Jóhanns- dóttur í Gömlu kirkjunni á laugardag en Ólafía starfaði meðal annars með námi sem heimiliskennari á kaupmannsheim- ili í Flatey á Breiðafirði. Að lokum verða veitingastaðirnir með uppákomur, upp- lestur og sögur sagðar í heimahúsum svo fátt eitt sé nefnt. Nánari dagskrá má nálgast á www.stykkisholmur.is. JÚLÍANA Í STYKKISHÓLMI STYKKISHÓLMUR Júlíana – hátíð sögu og bóka stendur fram til 3. mars í Stykkishólmi. Þar verða konur í bók- menntum í fyrirrúmi. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 6. mars Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is Ferming 2013 Stærðir 40-58 Verslunin Belladonna á Facebook SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS visir.is/samfelagsverdlaun að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 14. mars Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.