Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 26
FÓLK|HELGIN Nýr tilboðsvefur sem ber hið skemmtilega nafn Asni hefur göngu sína í dag. Asni er ókeypis vefur sem veitir meðlimum góðan af- slátt hjá fjölda ólíkra aðildarfyrirtækja. Þrír bræður standa að vefnum og spratt hugmyndin fram í matarboði þar sem þeir ræddu þörfina á góðum afsláttarvef sem stílaði inn á ungt fólk og þar sem hægt væri að fá tilboð beint í snjall- símann. Valþór Sverrisson, einn eigenda Asna, segir að nú þegar sé búið að semja við tuttugu fyrirtæki og verið sé að ganga frá samningum við tuttugu önnur fyrir- tæki á næstunni. „Það kostar ekkert að skrá sig á vefinn. Nóg er að skrá sig á www.asni.is og sækja þangað ein- stök tilboð í snjallsímann. Svo er nóg að mæta á staðinn og sýna tilboðið í símanum til að fá afsláttinn. Þeir sem eiga ekki snjallsíma geta fengið tilboðin send í tölvupósti og prentað þau út.“ Auk Valþórs standa bræður hans tveir, Pétur og Sverrir Birgir Sverrissynir, að tilboðs vefnum. Nú þegar er búið að semja við veit- ingastaði, bari, hárgreiðslustofur, ís- búðir og líkamsræktarstöðvar. Meðal fyrirtækja sem verið er semja við þessa dagana má nefna kvikmyndahús, dekkjaverkstæði, sólbaðsstofur og svo auðvitað fleiri veitingastaði og bari. „Í dag eru flest samstarfsfyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu en við erum einnig að semja við fyrirtæki á Akureyri og í Reykjanesbæ. Við vonumst eftir því að vera komnir með um 100 samstarfsfyrir- tæki víða um land eftir hálft ár.“ Að sögn Valþórs er enginn sambæri- legur tilboðsvefur til hérlendis sem er í senn ókeypis og þannig gerður að hægt sé að fá tilboðin beint í símann. „Það er mikill kostur að þurfa ekki að ganga með skírteini á sér eða hand- bók með tilboðum. Flestir eiga snjall- síma í dag auk þess sem margir eiga ekki prentara. Þetta fyrirkomulag er því einstaklega þægilegt fyrir notendur vefsins. Vefútgáfan af www.asni.is fyrir snjallsíma er auk þess mjög þægileg í notkun sem skemmir ekki fyrir. Eftir allar verðhækkanirnar sem hafa dunið á okkur undanfarin ár teljum við mikla eftirspurn vera eftir svona tilboðsvef.“ ■ starri@365.is TILBOÐ Í SÍMANN GÓÐUR AFSLÁTTUR Tilboðsvefurinn Asni gerir meðlimum kleift að fá til- boðin beint í snjallsímann í stað þess að bera skírteini eða handbók á sér. BEINT Í SÍMANN Not- endur Asna geta sótt til- boð í snjallsímann sinn. NOTENDAVÆNT „Það er mikill kostur að þurfa ekki að ganga með skírteini á sér eða handbók með tilboðum,“ segir Valþór Sverris- son, einn eigenda Asna. MYND/GVA Konur í bókmenntum eru í fyrirrúmi á Stykkishólmi um helgina en Júlíana – hátíð sögu og bóka verður haldin í bænum dagana 28. febrúar til 3. mars. Viðfangsefni hátíðarinnar verður að kynna til leiks konuna sem höfund og sögupersónu í bókmenntum og tengja hana sem mest við Vesturland. Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jónsdóttur sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldrit á Íslandi, ljóðabókina „Stúlka“ sem kom út árið 1876. Júlíana var fædd í Borgarfirði, bjó síðan í Akureyjum á Breiðafirði og flutti þaðan í Stykkis- hólm. Hátíðin var formlega opnuð á fimmtudaginn í Vatnasafninu. Dag- skráin verður fjölbreytt. Meðal annars mun Helga Kress fjalla um ævi og verk Júlíönu Jónsdóttur í Gömlu kirkjunni, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur segir frá bakgrunni bóka sinna Auðar og Vígroða. Guðrún Ásmundsdóttir segir frá ævi og störfum Ólafíu Jóhanns- dóttur í Gömlu kirkjunni á laugardag en Ólafía starfaði meðal annars með námi sem heimiliskennari á kaupmannsheim- ili í Flatey á Breiðafirði. Að lokum verða veitingastaðirnir með uppákomur, upp- lestur og sögur sagðar í heimahúsum svo fátt eitt sé nefnt. Nánari dagskrá má nálgast á www.stykkisholmur.is. JÚLÍANA Í STYKKISHÓLMI STYKKISHÓLMUR Júlíana – hátíð sögu og bóka stendur fram til 3. mars í Stykkishólmi. Þar verða konur í bók- menntum í fyrirrúmi. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 6. mars Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is Ferming 2013 Stærðir 40-58 Verslunin Belladonna á Facebook SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS visir.is/samfelagsverdlaun að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 14. mars Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.