Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 62
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 „Það er allsherjar frumsýningar- helgi hjá mér. Bæði er verið að frumsýna myndina Þetta reddast og leikritið Karma fyrir fugla í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Ég missi því af frumsýningunni á Þetta reddast en ætla að reyna að komast í bíó um helgina. Svo langar mig líka að nýta tímann milli sýninga til að leika við litla son minn.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona HELGIN Grínistinn og útvarpsmaðurinn Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur V.4. Myndbandið við það var unnið upp úr gaman- myndinni Sódóma Reykjavík. „Þetta er eldgömul hugmynd. Ég held ég hafi beðið Óskar Jónas- son [leikstjóra Sódómu] um leyfi til að nota myndina í myndband- ið fyrir tveimur árum. Ég er mjög ánægður með að þetta er loksins að koma út. Þetta er mynd sem ég horfði á endalaust sem unglingur. Á fjögurra til fimm ára fresti fæ ég Sódómu-æði og horfi á hana nokkrum sinnum í röð,“ segir Daníel. Hann vann lagið Unnur V.4. upp úr gömlu pönklagi eftir kunningja sinn, Ívar Gestsson, sem hann flutti í Verslóvælinu. Daníel ákvað að búa til partílag og fékk hljóðmeistarann og kórstjórann Ingvar Alfreðsson til að útsetja það og búa til þoku- kennt tölvupopp. „Textinn er unn- inn upp úr eftirminnilegasta atriði myndarinnar þar sem Brjánsi gerir grín að Ella, félaga sínum, um að hann sé of miklu holdi vaxinn til að geta sofið hjá kvenmanni.“ Þrír til viðbótar aðstoðuðu Daníel Geir við verkefnið, eða Daði Georgsson, Sturla Már Helgason og Sindri Gretarsson. „Ég stefni á að gera meira í tónlist því mér finnst þetta ferlega gaman. Það er gott að geta brotið uppistandið hjá sér upp með skemmtilegum lögum.“ - fb Textinn tekinn úr uppáhaldskvikmyndinni Daníel Geir Moritz hefur gert nýtt lag undir áhrifum frá Sódómu Reykjavík, kvikmynd Óskars Jónassonar. NÝTT LAG Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur V.4. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Sódóma Reykjavík var valin besta íslenska kvikmyndin í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem var gerð í október 2010. ■ Umsóknarfrestur á samtímadansbraut rennur út 15. mars. ■ Skilyrði að nemendur hafi lokið stúdentsprófi og framhaldsstigi í dansi eða sambærilegu námi. ■ Þeir sem hafa bakgrunn í samkvæmisdansi, bardagaíþróttum og fim- leikum eru eindregið hvattir til að sækja um í ár. ■ Inntökuprófin fara fram dagana 21.-22. maí. ■ Átta nemendur eru teknir inn að loknu inntökuprófi. ■ Þriggja ára nám til 180 eininga sem lýkur með BA-gráðu. ■ Námið miðar að því að skila af sér vel þjálfuðum, skapandi og forvitnum danslistamönnum sem nálgast viðfangsefni sín með rannsakandi huga og eru tilbúnir að takast á við starfið í fjölbreyttum og síbreytilegum heimi samtímadansins. Samtímadansbraut „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpu- málunum og fæ að heyra ýmis- legt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karl- kyns nemandinn á samtímadans- braut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímadansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dans- inum. „Ég hafði lengi verið for vitinn um dans og fannst gaman að læra breikdans. Ég ákvað að fara í List- dansskóla Íslands þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhald- inu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um, en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig lang- aði að vera einn af þeim sem brutu ísinn og þetta hefur verið markmið- ið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvölds. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega capoeira-námskeið, sem er brasil- ískur bardagadans, og parkour- námskeið. Hann viðurkennir að það fylgi því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemanda í þeirra sýn- ingu sem er gaman. Eftir körfu- boltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann haldi framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“ alfrun@frettabladid.is Er ósjálfrátt inni í stelpumálunum Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á samtímadansbraut Lista- háskóla Íslands. Hann segir að því fylgi bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fl eiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdans- námskeið tíu ára gamall og dansar bókstafl ega frá morgni til kvölds. KOSTIR OG GALLAR Viktor Már Leifsson viðurkennir að það getur stundum verið skrítið að vera eini strákurinn á samtímadansbraut og segist ósjálfrátt vera inni í öllum stelpumálunum. Hann mundi gjarna vilja fá fleiri stráka með sér í námið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þeir eiga lög með Justin Bieber, Snoop Dogg og Bruno Mars, hafa spilað úti um allt og toppað fjölmarga lista,“ segir Óli Geir um hipphopp-kvartett- inn Far East Movement, eða FM, sem spilar á Keflavík Music Festi- val 5. til 9. júní. Sveitin hefur til að mynda hitað upp fyrir Lady Gaga og meðal hennar vinsælustu laga má nefna Live Your Life, Turn up the Love og Like a G6. Nýjasta lag sveitarinnar, Get up, hefur svo fengið góðar viðtökur og er í mikilli spilun hérlendis. Lög FM hafa líka heyrst á skjánum, til dæmis í myndinni Get Him To The Greek og þáttunum CSI Miami og Gossip Girl. FM er þriðja erlenda atriðið sem tilkynnt er um á hátíðina en áður hefur verið sagt frá DMX og Tinie Tempah. „Þessi þrjú hipphopp-atriði eru bara byrjunin og við eigum nóg af atriðum inni sem koma úr öllum tónlistaráttum,“ segir Óli Geir. Meðal íslenskra listamanna sem búið er að staðfesta eru Steed Lord, Valdimar og Bubbi Morthens en miðasala er á keflavik- musicfestival.com og stöðvum N1. - trs sushi & sticks LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli með morgunmat á Hotel Zentral Center í viku. Brottför 2. mars. 99.900 KR.-* Síðustu sætin í vetur frá: flug og gisting með morgunverði í viku NÁNAR Á UU.IS Enn bætist við Kefl avíkurlistann Strákarnir í Far East Movement væntanlegir á Kefl avík Music Festival í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.