Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 38
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn. ...spjörunum úr HELGAR MATURINN Hvern faðmaðir þú síð- ast? Ég er hrikalega kelin og faðma alla sem mér þykir vænt um, en það var tveggja ára kúturinn minn hann Mikael Þór sem fékk mömmu- knúsið sitt. En kysstir? Mikael Þór er án efa mest kyssta og knús- aða barn í heimi, Árni Þór sambýlismaðurinn sleppur ekki, hann fær líka koss áður en hann fer í vinnuna. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Mikael er mjög stríðinn og kemur mér á óvart á hverjum degi, en vinkona mín pantaði mig fyrir Food & fun og er að bjóða mér út að borða með hóp af skemmtilegum konum. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Held ég sé með athyglisbrest, er reyndar byrj- uð að vinna í því og komin með dagbók og skipulegg mig mun betur. Vinn núna einn hlut áður en ég rýk í að gera eitthvað annað. Ertu hörundsár? Mér er yfirleitt nokkuð sama um álit annarra, hins vegar ef ein- hver er mér kær þá já, get ég orðið hörundsár en það varir alltaf frekar stutt. Dansarðu þegar enginn sér til? Já og ég dansa þegar mig langar til, skiptir þá engu máli hvar ég er stödd! Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Úff, ég er alltaf að koma mér í vanda – ég er allavega hætt að fara fá- klædd inn í eldhús. Hringirðu stundum í vælubílinn? Nei, ég man ekki númerið. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Ég er ekki feimna týpan, í ferða lögum og í starfi hef ég hitt ansi marga fræga í gegnum árin, stíliserað og klætt upp og einnig tekið nokkur skemmti- leg spjöll í leiðinni. Auð vitað heilsa ég, þetta eru menn eins og við. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Vinir mínir þekkja mig allt of vel en ég á mín leyndarmál, annars leiðist mér ekki að syngja og vera ein með sjálfri mér. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég ætla alls ekki að sofa út, tími ekki að láta dagana líða hjá í móki. Díana Bjarnadóttir ALDUR 43 ÁRA STARF STÍLISTI, SÉ UM AÐ STÍL- ISERA TÍSKU- OG AUGLÝSINGA- MYNDIR. Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat. 1 msk. ólífuolía ½ laukur ½ rauðlaukur 4 hvítlauksrif 4 msk. tómatpúrra 1 dós niðursoðnir tómatar 1 tsk. óreganó 1 tsk. rósmarín 1 tsk. basilíka Gott sjávarsalt og svartur pipar (smakka til) 3 dl vatn Grænmeti 200 g sveppir 200 g blómkál 200 g brokkólí 200 g kúrbítur Gulrætur, smá Niðursoðnar kjúklingabaunir 1 pakki grænt lasanja 500 g kotasæla 1 poki gratínostur Mozzarellaostur 1 dós konfekttómatar Byrja á að laga sós- una. Setja í pott og svita laukana og hvít- laukinn. Bæta við tómat púrrunni, niður- soðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur. Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaun- unum. Látið malla allt saman í 2-3 mín. Svo er öllum lögunum raðað saman. Kota- sæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, græn- metisgums, lasanja- plötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kota- sæla, rifinn ostur og að lokum er konfekt- tómata- og mozzarella- sneiðum raðað á topp- inn. Bakið við 180°C í 45 mínútur. Hvað getur NUTRILENK Active gert fyrir þig? Eva Dögg sem er 33 ára kona frá Dalvík greindist með vefjagigt fyrir rúmum 3 árum sem hefur m.a. valdið stirðleika í liðum. Fyrst eftir að hún greindist fékk hún margskonar lyf sem hjálpuðu lítið og handavinna og fleiri létt verk urðu henni ofviða sökum verkja. Svaf illa,var þung á morgnana, stirð og átti erfitt með einföldustu verk. „Ástandið var ömurlegt! Ég svaf illa vegna verkja og það hafði áhrif á orkuna, ég var leið, þung og stirðleiki hrjáði mig. Mér finnst gaman að handavinnu og gat orðið ekkert gert“ Hélt að NutriLenk væri bara fyrir eldri konur „Unnusti minn sem vinnur með eldra fólki, sagði mér frá skemmtilegum eldri konum sem höfðu fengið betri liðheilsu með NutriLenk Gold. Í október 2011 ákvað ég að prófa en mér var sagt þar sem ég væri í yngri kantinum að ef til vill væri NutriLenk Active betra fyrir mig í stað Gold sem eldri konurnar voru að taka. 1 hylki á dag heldur mér góðri Ég tók 2 hylki á dag í 15 daga og fann strax gríðarlegan mun og tek nú 1 hylki á dag og gleymi aldrei að taka það inn. Ég tók smá hlé einu sinni og geri það ekki aftur! Í dag líður mér mun betur, laus við stirðleika og dásamlegast er að ég get prjónað og heklað eins og ég vil. Ég þreytist ekki á að segja vinum mínum frá NutriLenk Active sem er náttúrlegt efni og hefur gefið mér lífið aftur“ - Eva Dögg NutriLenk Active er fáanlegt í flestum apótekum, heilsu- búðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum Eva Dögg • NUTRILENK Active inniheldur vatns- meðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegum efnum svokallaðri Hýalúrónsýru sem getur hjálpað við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. • NUTRILENK Active getur aukið liðleika og liðheilbrigði og séð til þess að liðirnir þínir séu heilbrigðari og vel smurðir, svo þú getir æft að fullum krafti án hindrana. • NUTRILENK Active getur auðveldað liðunum að jafna sig eftir æfingar. • NUTRILENK Active getur hentað ungu fólki á hröðu vaxtarskeiði að lina vaxta- verki. NUTRILENK Active er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inniheldur 28 gr. Hýalúrónsýru. Þægilegt - aðeins eitt hylki á dag. NUTRILENK ACTIVE Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! NutriLenk Active er undraefni fyrir liðina Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.